Heiðarlegur McIlroy setti boltann í verri legu en hann þurfti Ísak Hallmundarson skrifar 8. ágúst 2020 17:07 McIlroy tók drengilega ákvörðun í gær. getty/Darren Carroll Rory McIlroy er einn besti golfari heims en hann er mögulega einnig einn sá heiðarlegasti. PGA meistaramótið hófst á fimmtudag og er spilað fram á sunnudag. Á öðrum hring mótsins í gær byrjaði Rory fyrstu holuna á fugli og fékk síðan auðvelt par á annarri. Á þriðju braut missti hann teighögg sitt lengst til hægri í þykkt gras. Rory leitaði að boltanum ásamt vallarstarfsmönnum og fjölmiðlamönnum þar til einn í leitarhópnum stóð óvart á boltanum. Samkvæmt reglum mátti hann færa boltann án vítis en eftir að hafa stillt honum upp þrýsti hann boltanum lengra niður í grasið. Flestir hefðu líklega tekið höggið úr betri legunni en ekki Rory McIlroy. „Mér hefði ekki liðið vel ef ég hefði slegið þarna. Ég stillti honum upp, reglan er að reyna að stilla upp í svipaðri legu. Enginn vissi í raun hvernig legan var en fyrst allir voru að leita að kúlunni var hún augljóslega ekki góð. Þess vegna færði ég kúluna neðar í grasið,“ sagði Rory McIlroy um atvikið. McIlroy náði að vippa boltanum inn á flöt og tvípútta fyrir skolla. Hann segist sáttur með ákvörðun sína. „Á endanum er golf íþrótt heiðarleika og ég reyni aldrei að komast upp með neitt á vellinum. Mér hefði liðið illa ef ég hefði tekið legu sem væri betri en upprunalega.“ Karma var með honum í liði á næstu holum, hann fékk fjóra fugla í röð frá sjöundu til tíundu holu, en missti reyndar þrjú högg til baka með þreföldum skolla á 12. braut. McIlroy er á einu höggi undir pari eftir fyrri tvo daganna, sjö höggum á eftir efsta manni. Golf Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Rory McIlroy er einn besti golfari heims en hann er mögulega einnig einn sá heiðarlegasti. PGA meistaramótið hófst á fimmtudag og er spilað fram á sunnudag. Á öðrum hring mótsins í gær byrjaði Rory fyrstu holuna á fugli og fékk síðan auðvelt par á annarri. Á þriðju braut missti hann teighögg sitt lengst til hægri í þykkt gras. Rory leitaði að boltanum ásamt vallarstarfsmönnum og fjölmiðlamönnum þar til einn í leitarhópnum stóð óvart á boltanum. Samkvæmt reglum mátti hann færa boltann án vítis en eftir að hafa stillt honum upp þrýsti hann boltanum lengra niður í grasið. Flestir hefðu líklega tekið höggið úr betri legunni en ekki Rory McIlroy. „Mér hefði ekki liðið vel ef ég hefði slegið þarna. Ég stillti honum upp, reglan er að reyna að stilla upp í svipaðri legu. Enginn vissi í raun hvernig legan var en fyrst allir voru að leita að kúlunni var hún augljóslega ekki góð. Þess vegna færði ég kúluna neðar í grasið,“ sagði Rory McIlroy um atvikið. McIlroy náði að vippa boltanum inn á flöt og tvípútta fyrir skolla. Hann segist sáttur með ákvörðun sína. „Á endanum er golf íþrótt heiðarleika og ég reyni aldrei að komast upp með neitt á vellinum. Mér hefði liðið illa ef ég hefði tekið legu sem væri betri en upprunalega.“ Karma var með honum í liði á næstu holum, hann fékk fjóra fugla í röð frá sjöundu til tíundu holu, en missti reyndar þrjú högg til baka með þreföldum skolla á 12. braut. McIlroy er á einu höggi undir pari eftir fyrri tvo daganna, sjö höggum á eftir efsta manni.
Golf Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira