Tiger telur sig vera að renna út á tíma með að jafna met Nicklaus Ísak Hallmundarson skrifar 9. ágúst 2020 12:45 Tiger á hringnum í gær. getty/Jamie Squire Tiger Woods er að öllum líkindum ekki að fara að vinna PGA meistaramótið í ár eftir tvo slæma hringi í gær og á föstudag. Hinn 44 ára gamli Woods vann sitt fyrsta risamót í ellefu ár í fyrra þegar hann vann Mastersmótið. Það var fimmtándi titillinn hans á risamóti. Hann þarf að vinna þrjú risamót til viðbótar ef hann ætlar að jafna met Jack Nicklaus yfir átján titla á risamóti. „Það eru ekki jafnmargir titlar í boði og þegar ég byrjaði að spila. Raunveruleikinn er sá að golfvellir eru orðnir lengri og erfiðari,“ sagði Tiger. „Munurinn á milli þess að komast í gegnum niðurskurðinn og að vera í forystu er orðinn talsvert minni en hann var. Einu sinni var hann 12-15 högg, núna var það hvað, níu högg? Það er mikill munur. Þetta er orðið jafnara og erfiðara að vinna mót, en ef þú horfir á úrslitin á risamótum þá sérðu alltaf sömu kylfinganna. Ekki alltaf sömu sigurvegara, en marga af sömu kylfingunum í toppbaráttunni. Þeir skilja hvernig á að vinna risamót, hvernig á að spila leikinn og hversu erfitt það er að vinna þessa stóru viðburði.“ Woods byrjaði hringinn í gær á sjö pörum og fékk síðan fjóra skolla á næstu sex holum. Hann náði aðeins að bjarga hringnum undir lokin með fuglum á 16. og 18. holu og endaði á tveimur höggum yfir pari. „Ég náði engum takti og þurfti að berjast til að koma til baka og það gerðist ekkert fyrr en á síðustu holunum,“ sagði Tiger að lokum. Golf Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Tiger Woods er að öllum líkindum ekki að fara að vinna PGA meistaramótið í ár eftir tvo slæma hringi í gær og á föstudag. Hinn 44 ára gamli Woods vann sitt fyrsta risamót í ellefu ár í fyrra þegar hann vann Mastersmótið. Það var fimmtándi titillinn hans á risamóti. Hann þarf að vinna þrjú risamót til viðbótar ef hann ætlar að jafna met Jack Nicklaus yfir átján titla á risamóti. „Það eru ekki jafnmargir titlar í boði og þegar ég byrjaði að spila. Raunveruleikinn er sá að golfvellir eru orðnir lengri og erfiðari,“ sagði Tiger. „Munurinn á milli þess að komast í gegnum niðurskurðinn og að vera í forystu er orðinn talsvert minni en hann var. Einu sinni var hann 12-15 högg, núna var það hvað, níu högg? Það er mikill munur. Þetta er orðið jafnara og erfiðara að vinna mót, en ef þú horfir á úrslitin á risamótum þá sérðu alltaf sömu kylfinganna. Ekki alltaf sömu sigurvegara, en marga af sömu kylfingunum í toppbaráttunni. Þeir skilja hvernig á að vinna risamót, hvernig á að spila leikinn og hversu erfitt það er að vinna þessa stóru viðburði.“ Woods byrjaði hringinn í gær á sjö pörum og fékk síðan fjóra skolla á næstu sex holum. Hann náði aðeins að bjarga hringnum undir lokin með fuglum á 16. og 18. holu og endaði á tveimur höggum yfir pari. „Ég náði engum takti og þurfti að berjast til að koma til baka og það gerðist ekkert fyrr en á síðustu holunum,“ sagði Tiger að lokum.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira