Það er mánudagsskvöld og það þýðir að strákarnir í GameTíví eru að spila tölvuleiki. Að þessu sinni eru allir strákarnir komnir saman og ætla þeir að byrja á leiknum Fall Guys og kíkja svo til Verdansk í Call of Duty Warzone.
Heppnir áhorfendur geta unnið verðlaun.
Fylgjast má með ævintýrum strákanna á Stöð 2 eSport eða Twitch. Útsendingin hefst klukkan 19:30 í kvöld.