Hyundai Motor Group kynnir nýtt miðstöðvarkerfi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. ágúst 2020 07:00 Stjórnborð miðstöðvarkerfisins. Hyundai Motor Group hefur hannað nýtt miðstöðvarkerfi fyrir fólksbíla sem stjórnar betur lofgæðunum í farþegarýminu. Í aðalatriðum eyðir kerfið raka sem myndast í miðstöðvarkerfi bíla og valdið getur sveppa- og bakteríumyndun í kerfinu og neikvæðri lykt sem myndast einkum þegar loftkælingin er notuð á heitum dögum. Til að koma í veg fyrir lyktina er tækni sem Hyundai kallar „After blow“ ræst eftir að slökkt hefur verið á bílnum. Kerfið þurrkar þá og hreinsar lagnir miðstöðvarkerfisins til að hamla bakteríumyndun sem þrífst best í raka í kerfinu. Þurrkunin ræsist sjálfkrafa 30 mínútum eftir að slökkt hefur verið á bílnum og gengur þá í 10 mínútur. Nýja miðstöðvarkerfið inniheldur einnig tækniviðbótina „Multi-Air Mode“ sem dreifir lofti jafnar og betur um farþegarýmið, m.a. um ný loftgöt í bílsætunum auk lofttúðanna í innréttingunni. Kerfið viðheldur sama loftmagni í farþegarýminu en dreifir því betur um rýmið til að mýkja loftið og gera það þægilegra fyrir farþega. Miðstöðvarkerfið. Að síðustu inniheldur nýja miðstöðvarkerfið tækni sem mælir stöðugt smáagnarykið (Fine Dust Indicator) í farþegarýminu til upplýsingar fyrir ökumann til að gera honum kleift að stjórna betur loftgæðunum. Séu lofgæðin góð sýnir kerfið blátt ljós í mælaborðinu sem breytist eftir því sem þau versna og þýðir rautt ljós mjög slæm loftgæði. Þessi mismunandi ljósaskilaboð geta einnig gefið til kynna hvenær tímabært sé að skipta um smáagnasíurnar í miðstöðvarkerfinu. Tæknin verður til að byrja með reynd í völdum bílgerðum framleiðenda samstæðunnar á Kóreumarkaði og verður í framhaldinu innleidd í alla nýja bíla á öllum helstu mörkuðum. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent
Hyundai Motor Group hefur hannað nýtt miðstöðvarkerfi fyrir fólksbíla sem stjórnar betur lofgæðunum í farþegarýminu. Í aðalatriðum eyðir kerfið raka sem myndast í miðstöðvarkerfi bíla og valdið getur sveppa- og bakteríumyndun í kerfinu og neikvæðri lykt sem myndast einkum þegar loftkælingin er notuð á heitum dögum. Til að koma í veg fyrir lyktina er tækni sem Hyundai kallar „After blow“ ræst eftir að slökkt hefur verið á bílnum. Kerfið þurrkar þá og hreinsar lagnir miðstöðvarkerfisins til að hamla bakteríumyndun sem þrífst best í raka í kerfinu. Þurrkunin ræsist sjálfkrafa 30 mínútum eftir að slökkt hefur verið á bílnum og gengur þá í 10 mínútur. Nýja miðstöðvarkerfið inniheldur einnig tækniviðbótina „Multi-Air Mode“ sem dreifir lofti jafnar og betur um farþegarýmið, m.a. um ný loftgöt í bílsætunum auk lofttúðanna í innréttingunni. Kerfið viðheldur sama loftmagni í farþegarýminu en dreifir því betur um rýmið til að mýkja loftið og gera það þægilegra fyrir farþega. Miðstöðvarkerfið. Að síðustu inniheldur nýja miðstöðvarkerfið tækni sem mælir stöðugt smáagnarykið (Fine Dust Indicator) í farþegarýminu til upplýsingar fyrir ökumann til að gera honum kleift að stjórna betur loftgæðunum. Séu lofgæðin góð sýnir kerfið blátt ljós í mælaborðinu sem breytist eftir því sem þau versna og þýðir rautt ljós mjög slæm loftgæði. Þessi mismunandi ljósaskilaboð geta einnig gefið til kynna hvenær tímabært sé að skipta um smáagnasíurnar í miðstöðvarkerfinu. Tæknin verður til að byrja með reynd í völdum bílgerðum framleiðenda samstæðunnar á Kóreumarkaði og verður í framhaldinu innleidd í alla nýja bíla á öllum helstu mörkuðum.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent