Rafskútuleigan Hopp í útrás til Spánar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2020 13:20 Rafskútur Hopps eru komnar til Spánar. Mynd/Hopp Rafskútuleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. Íslendingar ættu að kannast við Rafskútuleiguna Hopp sem býður vegfarendum að leigja sér rafmagnsdrifin hlaupahjól eða skútur líkt og þær eru kallaðar til þess að ferðast um, en sprenging hefur orðið í vinsældum rafmagnshlaupahjóla undanfarna mánuði. Hopp virkar þannig að notendur geta leigt sér rafskútu í ákveðinn tíma og sérstöku símaforriti er hægt að sjá staðsetningu þeirra skúta sem í boði eru. Notendur geta svo gripið næstu lausa skútu og haldið af stað. Í tilkynningu frá Hopp á Íslandi segir að útibúið á Spáni sé á Orihuela Costa þar sem í fyrstu verða í boði 70 rafskútur. Opnunin er sem fyrr segir í samstarfi við GO2PLACE S.L sem fær sérleyfi á vörumerki og tækni Hopp í kringum leiguna. Félagið er að fullu í eigu Íslendinga. Vissara að hafa sóttvarnirnar á hreinu.Mynd/Hopp Þá leitar Hopp jafnframt að samstarfsaðilum sem hafa áhuga á því að opna rekstur erlendis í gegnum sérleyfi frá Hopp, en þeir þurfi að hafa fjárhagslegt bolmagn fyrir hlaupahjólum og forsendur fyrir að reka sérleyfi erlendis. Í samtali við Vísi segir Eyþór Máni Steinarsson, rekstrarstjóri Hopp, að markmiðið fyrirtækisins sé ekki að herja á stórborgir heimsins, líkt og stærstu rafskútuleigur heimsins geri. „Almennt er þetta þjónusta sem er bara aðgengileg í stórborgum. Við viljum herja á minni borgir, svæði þar sem búa á milli 50 þúsund og 500 þúsund íbúar,“ segir Eyþór Máni. Þannig sé markmiðið að bjóða einstaklingum upp á umhverfisvænni og handhægari máta til þess að komast leiðar sinnar á svæðinu, líkt og það er orðað í tilkynningu. Samgöngur Íslendingar erlendis Rafhlaupahjól Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Rafskútuleigan Hopp opnaði í dag hlaupahjólaleigu á Spáni í samstarfi við spænska félagið GO2PLACE Sl. Um svokallað sérleyfi er að ræða en Hopp leitar nú að fleiri samstarfsaðilum sem hafa áhuga á samstarfi erlendis. Íslendingar ættu að kannast við Rafskútuleiguna Hopp sem býður vegfarendum að leigja sér rafmagnsdrifin hlaupahjól eða skútur líkt og þær eru kallaðar til þess að ferðast um, en sprenging hefur orðið í vinsældum rafmagnshlaupahjóla undanfarna mánuði. Hopp virkar þannig að notendur geta leigt sér rafskútu í ákveðinn tíma og sérstöku símaforriti er hægt að sjá staðsetningu þeirra skúta sem í boði eru. Notendur geta svo gripið næstu lausa skútu og haldið af stað. Í tilkynningu frá Hopp á Íslandi segir að útibúið á Spáni sé á Orihuela Costa þar sem í fyrstu verða í boði 70 rafskútur. Opnunin er sem fyrr segir í samstarfi við GO2PLACE S.L sem fær sérleyfi á vörumerki og tækni Hopp í kringum leiguna. Félagið er að fullu í eigu Íslendinga. Vissara að hafa sóttvarnirnar á hreinu.Mynd/Hopp Þá leitar Hopp jafnframt að samstarfsaðilum sem hafa áhuga á því að opna rekstur erlendis í gegnum sérleyfi frá Hopp, en þeir þurfi að hafa fjárhagslegt bolmagn fyrir hlaupahjólum og forsendur fyrir að reka sérleyfi erlendis. Í samtali við Vísi segir Eyþór Máni Steinarsson, rekstrarstjóri Hopp, að markmiðið fyrirtækisins sé ekki að herja á stórborgir heimsins, líkt og stærstu rafskútuleigur heimsins geri. „Almennt er þetta þjónusta sem er bara aðgengileg í stórborgum. Við viljum herja á minni borgir, svæði þar sem búa á milli 50 þúsund og 500 þúsund íbúar,“ segir Eyþór Máni. Þannig sé markmiðið að bjóða einstaklingum upp á umhverfisvænni og handhægari máta til þess að komast leiðar sinnar á svæðinu, líkt og það er orðað í tilkynningu.
Samgöngur Íslendingar erlendis Rafhlaupahjól Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira