Spurningalisti sem hjálpar okkur að ná árangri Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. ágúst 2020 09:00 Er hægt að þjálfa hugann þannig að okkur tekst oftar að skara framúr? Vísir/Getty Ein af þekktustu setningum uppfinningamannsins Thomas Edison er „Genius is one percent inspiration, and ninety-nine percent persipiration“ sem þýða mætti sem „Snilld er eitt prósent innblástur en níutíu og níu prósent blóð, sviti og tár.“ Enda er Edison sagður hafa reynt við um þrjú þúsund útfærslur á ljósaperum áður en hann náði þeirri sem gat logað sem ljós án þess að springa. Rithöfundurinn David Robson tekur þetta dæmi um Edison í nýlegri grein á BBC Worklife þar sem hann veltir þeirri spurningu upp hvað þurfi til þannig að fólk nái sem best markmiðum sínum. Hann segir engan vafa um það að ástríða og hugsjón hafi mikið um það að segja en þetta dæmi frá Thomas Edison sýni að fólk þarf að vera þrautseigt og halda alltaf áfram að reyna að gera betur. Annars er hættan sú að við festumst í hjólförum sem koma okkur ekkert áleiðis. Robson vitnar í rannsókn sem nýlega var birt í Proceedings of the National Academic of Sciences. Niðurstöður hennar gefa vísbendingar um að það séu öllum sé mögulegt að fylgja eftir ákveðnum leiðum í hugsun og hugarfari til að ná oftar árangri. Þetta meðvitaða og markvissa hugarfar kallar hann á ensku „strategic mindset.“ En hvernig getum við æft hugarfarið þannig að við séum líklegri til að ná markmiðum okkar? Í raun felst svarið í því að við séum meðvituð um hugsanir okkar. Með öðrum orðum: Við þurfum að hugsa um það hvernig við hugsum. Á þann háttinn erum við líklegri til að vera alltaf að reyna að bæta það sem við erum að gera sem aftur leiðir til þess að við náum frekar framförum. Í grein BBC er nefnt sem dæmi að ef við erum beðin um að brjóta egg aftur og aftur og aftur, gæti það hvernig við gerum það sagt mikið til um hversu fær við erum að hugsa á markvissan hátt um framfarir og umbætur. Þeir sem brjóta öll eggin eins og þeir brjóta fyrsta eggið eru líklegri til að festast í sama hjólfarinu. Þeir sem ná hins vegar framförum eru þeir sem eru meðvitaðir um það hvernig þeir hugsa og þá um leið hvernig þeir framkvæma. Vísir/Getty Rannsakendur hafa sett saman spurningarlista sem sagður er hjálpa fólki að ná rétta hugarfarinu. Þessar spurningar eru: Þegar að ég er strand í einhverju verkefni, hversu oft spyr ég sjálfan mig: Hvað get ég gert til að leysa úr málinu? Þegar að mér finnst ég ekki vera að ná árangri í einhverju, hversu oft spyr ég sjálfan mig: Er til betri leið? Ef ég pirrast út af einhverju, hversu oft spyr ég: Get ég gert þetta betur? Þegar að ég stend frammi fyrir áskorun, hversu oft spyr ég sjálfan mig: Hvað get ég gert til þess að verða betri í þessu? Ef ég er að vandræðast með eitthvað, hversu oft spyr ég: Hvað get ég gert til að hjálpa sjálfum/sjálfri mér með þetta? Þegar að mér finnst eitthvað verulega erfitt, hversu oft spyr ég sjálfan mig: Hvað get ég gert til að ná tökum á þessu? Ef þú ert einn þeirra einstaklinga sem spyrð sjálfan þig oft þessara spurninga ertu á góðri leið því hugarfarið þitt telst vera mjög markvisst (e. strategic mindset). Aðrir eru hvattir til að nýta sér spurningarlistann til að efla sjálfan sig. Margar rannsóknir eru sagðar styðja við það að það hversu meðvituð við erum um okkar eigin hugsanir skili sér í því að við náum oftar markmiðum okkar. Til dæmis hafa rannsóknir sýnt að nemendur sem eru mjög meðvitaðir um það hvernig þeir skipuleggja sig í námi og við lærdóm, ná betri árangri. Góðu ráðin Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Ein af þekktustu setningum uppfinningamannsins Thomas Edison er „Genius is one percent inspiration, and ninety-nine percent persipiration“ sem þýða mætti sem „Snilld er eitt prósent innblástur en níutíu og níu prósent blóð, sviti og tár.“ Enda er Edison sagður hafa reynt við um þrjú þúsund útfærslur á ljósaperum áður en hann náði þeirri sem gat logað sem ljós án þess að springa. Rithöfundurinn David Robson tekur þetta dæmi um Edison í nýlegri grein á BBC Worklife þar sem hann veltir þeirri spurningu upp hvað þurfi til þannig að fólk nái sem best markmiðum sínum. Hann segir engan vafa um það að ástríða og hugsjón hafi mikið um það að segja en þetta dæmi frá Thomas Edison sýni að fólk þarf að vera þrautseigt og halda alltaf áfram að reyna að gera betur. Annars er hættan sú að við festumst í hjólförum sem koma okkur ekkert áleiðis. Robson vitnar í rannsókn sem nýlega var birt í Proceedings of the National Academic of Sciences. Niðurstöður hennar gefa vísbendingar um að það séu öllum sé mögulegt að fylgja eftir ákveðnum leiðum í hugsun og hugarfari til að ná oftar árangri. Þetta meðvitaða og markvissa hugarfar kallar hann á ensku „strategic mindset.“ En hvernig getum við æft hugarfarið þannig að við séum líklegri til að ná markmiðum okkar? Í raun felst svarið í því að við séum meðvituð um hugsanir okkar. Með öðrum orðum: Við þurfum að hugsa um það hvernig við hugsum. Á þann háttinn erum við líklegri til að vera alltaf að reyna að bæta það sem við erum að gera sem aftur leiðir til þess að við náum frekar framförum. Í grein BBC er nefnt sem dæmi að ef við erum beðin um að brjóta egg aftur og aftur og aftur, gæti það hvernig við gerum það sagt mikið til um hversu fær við erum að hugsa á markvissan hátt um framfarir og umbætur. Þeir sem brjóta öll eggin eins og þeir brjóta fyrsta eggið eru líklegri til að festast í sama hjólfarinu. Þeir sem ná hins vegar framförum eru þeir sem eru meðvitaðir um það hvernig þeir hugsa og þá um leið hvernig þeir framkvæma. Vísir/Getty Rannsakendur hafa sett saman spurningarlista sem sagður er hjálpa fólki að ná rétta hugarfarinu. Þessar spurningar eru: Þegar að ég er strand í einhverju verkefni, hversu oft spyr ég sjálfan mig: Hvað get ég gert til að leysa úr málinu? Þegar að mér finnst ég ekki vera að ná árangri í einhverju, hversu oft spyr ég sjálfan mig: Er til betri leið? Ef ég pirrast út af einhverju, hversu oft spyr ég: Get ég gert þetta betur? Þegar að ég stend frammi fyrir áskorun, hversu oft spyr ég sjálfan mig: Hvað get ég gert til þess að verða betri í þessu? Ef ég er að vandræðast með eitthvað, hversu oft spyr ég: Hvað get ég gert til að hjálpa sjálfum/sjálfri mér með þetta? Þegar að mér finnst eitthvað verulega erfitt, hversu oft spyr ég sjálfan mig: Hvað get ég gert til að ná tökum á þessu? Ef þú ert einn þeirra einstaklinga sem spyrð sjálfan þig oft þessara spurninga ertu á góðri leið því hugarfarið þitt telst vera mjög markvisst (e. strategic mindset). Aðrir eru hvattir til að nýta sér spurningarlistann til að efla sjálfan sig. Margar rannsóknir eru sagðar styðja við það að það hversu meðvituð við erum um okkar eigin hugsanir skili sér í því að við náum oftar markmiðum okkar. Til dæmis hafa rannsóknir sýnt að nemendur sem eru mjög meðvitaðir um það hvernig þeir skipuleggja sig í námi og við lærdóm, ná betri árangri.
Góðu ráðin Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira