Þrír efstir og jafnir þegar keppni var hætt vegna veðurs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2020 22:59 Roger Sloan lék vel á fyrsta hring Wyndham Championship mótsins. getty/Jared C. Tilton Keppni á fyrsta hring á Wyndham Championship mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi var frestað vegna veðurs. Keppni hefst aftur á morgun. Round 1 @WyndhamChamp has been postponed due to weather. Play is set to resume Friday at 7:30 AM ET.Check the Weather Hub presented by @Travelers for the latest: https://t.co/JUgO2QJoDP pic.twitter.com/lZQT58Rfi8— PGA TOUR (@PGATOUR) August 13, 2020 Þrír kylfingar voru efstir og jafnir þegar keppni var hætt í kvöld. Þetta eru Bandaríkjamennirnir Harold Varner III og Tom Hoge og Kanadamaðurinn Roger Sloan. Þeir léku allir á átta höggum undir pari. Lights-out short game. @RogerSloan87 is tied for the lead at -8 @WyndhamChamp. pic.twitter.com/5D4WK3F3Jx— PGA TOUR (@PGATOUR) August 13, 2020 Sigurvegari Wyndham mótsins í fyrra, Bandaríkjamaðurinn J.T. Poston, náði sér engan veginn á strik í dag og lék á fjórum höggum yfir pari. Landi hans, Webb Simpson, sem lenti í 2. sæti í fyrra, er í 13. sæti á fjórum höggum undir pari. His SEVENTH straight round of 66 or better at the @WyndhamChamp.@WebbSimpson1 is -4 after Round 1. pic.twitter.com/xFKM4UVByu— PGA TOUR (@PGATOUR) August 13, 2020 Meðal annarra þekktra kylfinga sem taka þátt á mótinu má nefna Bandaríkjamennina Jordan Spieth og Brooks Koepka, Spánverjann Sergio García og Englendingana Tommy Fleetwood og Justin Rose. García lék best þeirra en hann er í 25. sæti á þremur höggum undir pari. Fleetwood lék á einu höggi undir pari, Spieth á pari, Koepka á tveimur höggum yfir pari og Rose á þremur höggum yfir pari. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögum á Wyndham mótinu á Stöð 2 Golf. Á morgun hefst útsending klukkan 18:00. Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Keppni á fyrsta hring á Wyndham Championship mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi var frestað vegna veðurs. Keppni hefst aftur á morgun. Round 1 @WyndhamChamp has been postponed due to weather. Play is set to resume Friday at 7:30 AM ET.Check the Weather Hub presented by @Travelers for the latest: https://t.co/JUgO2QJoDP pic.twitter.com/lZQT58Rfi8— PGA TOUR (@PGATOUR) August 13, 2020 Þrír kylfingar voru efstir og jafnir þegar keppni var hætt í kvöld. Þetta eru Bandaríkjamennirnir Harold Varner III og Tom Hoge og Kanadamaðurinn Roger Sloan. Þeir léku allir á átta höggum undir pari. Lights-out short game. @RogerSloan87 is tied for the lead at -8 @WyndhamChamp. pic.twitter.com/5D4WK3F3Jx— PGA TOUR (@PGATOUR) August 13, 2020 Sigurvegari Wyndham mótsins í fyrra, Bandaríkjamaðurinn J.T. Poston, náði sér engan veginn á strik í dag og lék á fjórum höggum yfir pari. Landi hans, Webb Simpson, sem lenti í 2. sæti í fyrra, er í 13. sæti á fjórum höggum undir pari. His SEVENTH straight round of 66 or better at the @WyndhamChamp.@WebbSimpson1 is -4 after Round 1. pic.twitter.com/xFKM4UVByu— PGA TOUR (@PGATOUR) August 13, 2020 Meðal annarra þekktra kylfinga sem taka þátt á mótinu má nefna Bandaríkjamennina Jordan Spieth og Brooks Koepka, Spánverjann Sergio García og Englendingana Tommy Fleetwood og Justin Rose. García lék best þeirra en hann er í 25. sæti á þremur höggum undir pari. Fleetwood lék á einu höggi undir pari, Spieth á pari, Koepka á tveimur höggum yfir pari og Rose á þremur höggum yfir pari. Sýnt verður beint frá öllum keppnisdögum á Wyndham mótinu á Stöð 2 Golf. Á morgun hefst útsending klukkan 18:00.
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira