Hybrid Ferrari með V6 vél sást á Fiorano Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. ágúst 2020 07:00 Nýr Ferrari sem hugsanlega býr yfir Formúlu 1 tækni. Hybrid tækni eða tvinn-tækni hefur verið hluti af Formúlu 1 síðan 2014. Ferrari er eitt sögufrægasta liðið í Formúlu 1 og nú hefur nýr Ferrari götubíll sést bruna um Fiorano braut Ferrari liðsins. Mögulega er um að ræða ofurbíl sem býr yfir Formúlu 1 tækni. Árið 2014 voru vélarnar í Formúlu 1 færðar meira í þá átt að verða alvöru tvinn vélar, þar sem rafmagnið hefur þónokkuð vægi á móti sprengihreyflinum. Þær urðu sex strokka, 1,6 lítra og með forþjöppu. Nú hefur náðst myndband af götubíl af Ferrari gerð, aka um Fiorano brautina rétt fyrir utan Maranello á Ítalíu sem er heimabær Ferrari. Brautin var smíðuð 1972 sem æfingabraut fyrir Formúlu 1 lið Ferrari. Nú þegar æfingar í Formúlu 1 eru afar takmarkaðar þá er hún meira notuð til að prófa og þróa götubíla Ferrari. Framendi bílsins minnir á F8 Tributo. En að öðru leyti er hann í nokkuð góðum felulitum. Af myndbandinu að dæma virðist bíllinn liggja nokkuð vel í beygjum og komast í gegnum sumar háhraða beygjurnar á fullri inngjöf, sem verður talið benda til þess að um góðan bíl sé að ræða. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent
Hybrid tækni eða tvinn-tækni hefur verið hluti af Formúlu 1 síðan 2014. Ferrari er eitt sögufrægasta liðið í Formúlu 1 og nú hefur nýr Ferrari götubíll sést bruna um Fiorano braut Ferrari liðsins. Mögulega er um að ræða ofurbíl sem býr yfir Formúlu 1 tækni. Árið 2014 voru vélarnar í Formúlu 1 færðar meira í þá átt að verða alvöru tvinn vélar, þar sem rafmagnið hefur þónokkuð vægi á móti sprengihreyflinum. Þær urðu sex strokka, 1,6 lítra og með forþjöppu. Nú hefur náðst myndband af götubíl af Ferrari gerð, aka um Fiorano brautina rétt fyrir utan Maranello á Ítalíu sem er heimabær Ferrari. Brautin var smíðuð 1972 sem æfingabraut fyrir Formúlu 1 lið Ferrari. Nú þegar æfingar í Formúlu 1 eru afar takmarkaðar þá er hún meira notuð til að prófa og þróa götubíla Ferrari. Framendi bílsins minnir á F8 Tributo. En að öðru leyti er hann í nokkuð góðum felulitum. Af myndbandinu að dæma virðist bíllinn liggja nokkuð vel í beygjum og komast í gegnum sumar háhraða beygjurnar á fullri inngjöf, sem verður talið benda til þess að um góðan bíl sé að ræða.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent