Justin Thomas vann mót meistaranna eftir umspil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 07:15 Justin Thomas Getty/Harry How Justin Thomas fagnaði sigri á Sentry Tournament of Champions eða móti meistara síðasta PGA-tímabils sem lauk á Hawaii í nótt. Justin Thomas tryggði sér sigurinn að lokum í umspili eftir að hann og þeir Patrick Reed og Xander Schauffele komu allir inn í hús á 278 höggum eftir 72 holur. @JustinThomas34 recaps his roller-coaster playoff win @Sentry_TOChttps://t.co/c6o9hlnda7— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020 Justin Thomas átti að vera búinn að tryggja sér sigurinn fyrir umspilið því hann tapaði tveimur höggum á síðustu þremur holunum. Xander Schauffele var síðan kominn í lykilstöðu á lokaholunni en þrípúttaði og bjó um leið til þriggja manna umspil. Patrick Reed var í góðum málum á átjándu holunni í umspilinu en þurfti að tvípútta og horfði á eftir sigrinum til Justin Thomas. Justin Thomas var að vinna mót PGA-meistaranna í annað skiptið á ferlinum en á þessu móti keppa aðeins þeir sem unnu PGA-mót á síðasta tímabili. Thomas vann þetta mót einnig í janúar 2017. „Af einhverri ástæðu þá átti ég að vinna í þessari vikur. Ég var mjög heppin að fá þetta lokapútt,“ sagði Justin Thomas um púttið sem tryggði honum sigurinn í umspilinu. 12 wins by the age of 26. Another memory made for @JustinThomas34. #LiveUnderParpic.twitter.com/ZwaC1FH6RY— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020 Justin Thomas vann þarna sitt tólfta PGA mót á ferlinum en hann hefur unnið þrjú af síðustu sex mótum sínum. Hann er kominn einu móti fram úr Jordan Spieth og enginn kylfingur undir 30 ára í dag hefur nú unnið fleiri PGA-mót. Justin Thomas er 26 ára gamall. „Ég átti að vinna þetta mót. Ég átti að klára þetta og gerði allt rétt þar til á síðustu stundu,“ sagði Xander Schauffele sem gat unnið mótið annað árið í röð. A clutch approach. A sigh of relief.@JustinThomas34 wins in a playoff @Sentry_TOC. #LiveUnderParpic.twitter.com/neDUxXEcPp— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020 Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Justin Thomas fagnaði sigri á Sentry Tournament of Champions eða móti meistara síðasta PGA-tímabils sem lauk á Hawaii í nótt. Justin Thomas tryggði sér sigurinn að lokum í umspili eftir að hann og þeir Patrick Reed og Xander Schauffele komu allir inn í hús á 278 höggum eftir 72 holur. @JustinThomas34 recaps his roller-coaster playoff win @Sentry_TOChttps://t.co/c6o9hlnda7— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020 Justin Thomas átti að vera búinn að tryggja sér sigurinn fyrir umspilið því hann tapaði tveimur höggum á síðustu þremur holunum. Xander Schauffele var síðan kominn í lykilstöðu á lokaholunni en þrípúttaði og bjó um leið til þriggja manna umspil. Patrick Reed var í góðum málum á átjándu holunni í umspilinu en þurfti að tvípútta og horfði á eftir sigrinum til Justin Thomas. Justin Thomas var að vinna mót PGA-meistaranna í annað skiptið á ferlinum en á þessu móti keppa aðeins þeir sem unnu PGA-mót á síðasta tímabili. Thomas vann þetta mót einnig í janúar 2017. „Af einhverri ástæðu þá átti ég að vinna í þessari vikur. Ég var mjög heppin að fá þetta lokapútt,“ sagði Justin Thomas um púttið sem tryggði honum sigurinn í umspilinu. 12 wins by the age of 26. Another memory made for @JustinThomas34. #LiveUnderParpic.twitter.com/ZwaC1FH6RY— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020 Justin Thomas vann þarna sitt tólfta PGA mót á ferlinum en hann hefur unnið þrjú af síðustu sex mótum sínum. Hann er kominn einu móti fram úr Jordan Spieth og enginn kylfingur undir 30 ára í dag hefur nú unnið fleiri PGA-mót. Justin Thomas er 26 ára gamall. „Ég átti að vinna þetta mót. Ég átti að klára þetta og gerði allt rétt þar til á síðustu stundu,“ sagði Xander Schauffele sem gat unnið mótið annað árið í röð. A clutch approach. A sigh of relief.@JustinThomas34 wins in a playoff @Sentry_TOC. #LiveUnderParpic.twitter.com/neDUxXEcPp— PGA TOUR (@PGATOUR) January 6, 2020
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira