Sportpakkinn: Ungur Sílemaður með forystu á meistaramótinu í golfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. janúar 2020 15:30 Joaquin Niemann leiðir á meistaramótinu í golfi á Hawaii. vísir/ap Fyrsta mót ársins á PGA-mótaröðinni í golfi hófst á Hawaii í gærkvöldi. Sigurvegarar á mótum síðustu keppnistíðar keppa á mótinu. Ekki eru allir sigurvegar frá í fyrra með en 34 kylfingar keppa á Hawaii. Arnar Björnsson tók saman frétt um mótið. Joaquin Niemann, 21 árs Sílemaður, vann Military mótið í september. Það var hans fyrsti sigur á PGA mótaröðinni. Niemann lék með alþjóðaliðinu í Forsetabikarnum þar náði hann aðeins hálfum vinningi en tapaði tveimur leikjum. Niemann lék best í gær, fékk sjö fugla og paraði hinar holurnar. Justin Thomas vann tvö mót í fyrra, í ágúst og í október og er í fjórða sæti heimslistans. Hann lék á 67 höggum, fékk sex fugla og paraði hinar holurnar. Matt Kuchar vann Sony mótið í byrjun síðasta árs. Á 20 árum sem atvinnumaður státar hann af níu sigrum í PGA-mótaröðinni. Kuchar fékk örn á fimmtu brautinni og er í 3. sæti ásamt Ricky Fowler, á fimm höggum undir pari. Fowler fékk sex fugla og einn skolla á hringnum. Hann er í 23. sæti heimslistans, sæti á undan Matt Kuchar. Fowler vann sinn fimmta sigur í PGA mótaröðinni í febrúar, tveimur árum eftir að hann vann fjórða sigurinn. Xander Schauffele sigraði á mótinu í fyrra. Hann er ásamt fjórum öðrum á fjórum höggum undir pari. Tveir efstu menn heimslistans, Brooks Koepka og Rory McIllroy keppa ekki á mótinu í Hawai en Jon Rahm, stigameistarinn í Evrópumótaröðinni og þriðji á heimslistanum, lék á fjórum höggum undir pari og er þremur höggum á eftir Joaquin Niemann. Bein útsending frá öðrum hring byrjar á Stöð 2 Golf klukkan 23:00 í kvöld. Fréttina má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Meistaramótið í golfi hófst í gær á Hawaii Golf Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Fyrsta mót ársins á PGA-mótaröðinni í golfi hófst á Hawaii í gærkvöldi. Sigurvegarar á mótum síðustu keppnistíðar keppa á mótinu. Ekki eru allir sigurvegar frá í fyrra með en 34 kylfingar keppa á Hawaii. Arnar Björnsson tók saman frétt um mótið. Joaquin Niemann, 21 árs Sílemaður, vann Military mótið í september. Það var hans fyrsti sigur á PGA mótaröðinni. Niemann lék með alþjóðaliðinu í Forsetabikarnum þar náði hann aðeins hálfum vinningi en tapaði tveimur leikjum. Niemann lék best í gær, fékk sjö fugla og paraði hinar holurnar. Justin Thomas vann tvö mót í fyrra, í ágúst og í október og er í fjórða sæti heimslistans. Hann lék á 67 höggum, fékk sex fugla og paraði hinar holurnar. Matt Kuchar vann Sony mótið í byrjun síðasta árs. Á 20 árum sem atvinnumaður státar hann af níu sigrum í PGA-mótaröðinni. Kuchar fékk örn á fimmtu brautinni og er í 3. sæti ásamt Ricky Fowler, á fimm höggum undir pari. Fowler fékk sex fugla og einn skolla á hringnum. Hann er í 23. sæti heimslistans, sæti á undan Matt Kuchar. Fowler vann sinn fimmta sigur í PGA mótaröðinni í febrúar, tveimur árum eftir að hann vann fjórða sigurinn. Xander Schauffele sigraði á mótinu í fyrra. Hann er ásamt fjórum öðrum á fjórum höggum undir pari. Tveir efstu menn heimslistans, Brooks Koepka og Rory McIllroy keppa ekki á mótinu í Hawai en Jon Rahm, stigameistarinn í Evrópumótaröðinni og þriðji á heimslistanum, lék á fjórum höggum undir pari og er þremur höggum á eftir Joaquin Niemann. Bein útsending frá öðrum hring byrjar á Stöð 2 Golf klukkan 23:00 í kvöld. Fréttina má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Meistaramótið í golfi hófst í gær á Hawaii
Golf Sportpakkinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira