Sala á nýjum bílum dróst saman um 34,8 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2020 10:15 Niðursveiflan í sölu nýrra bíla á síðasta ári var meiri en búist var við. Vísir/Vilhelm Miklar breytingar voru á sölu nýrra fólksbíla hérlendis á síðasta ári og dróst heildarsalan á nýjum fólksbílum saman um 34,8% frá árinu 2018. Í heildina seldust 11.728 nýir fólksbílar árið 2019 samanborið við 17.976 árið áður samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu. Hlutfall vistvænna bíla hélt áfram að aukast á árinu sem leið og var hlutfall þeirra 27,5% af heildarsölu. Í flokki vistvænna bíla eru rafbílar, metanbílar og tvinnbílar. Þar af voru tengiltvinnbílar fremstir í flokki með um 10,3% af sölu nýrra bíla, tvinnbílar með um 8,9% og rafmagnsbílar um 7,8%. Hlutfall vistvænna bíla með því hæsta í heiminum „Eru þetta hlutfallstölur sem eru fáheyrðar annarsstaðar í heiminum fyrir utan Noreg og er líklegt að Ísland verði áfram í fararbroddi þar sem horft er til framlengingar á ívilnunum vegna vörugjalda við kaup á slíkum bílum,“ segir í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Á sama tíma hækkar meðalaldur bílaflotans hér á landi og er nú 12,3 ár á meðan meðalaldurinn í Evrópusambandinu er sagður vera 10,8 ár. Bílaleigur keyptu yfir 40% nýrra bíla „Af þeim 11.728 sem seldust á árinu þá keyptu bílaleigur 4.866 bíla eða 41,5%. Hlutfallið er í takti við flest ár frá 2009 þegar bílaleiguflotinn fór stækkandi vegna fjölgunar ferðamanna en bílaleigur hafa að meðaltali keypt um 42,6% allra nýrra bíla síðan þá.“ Þrátt fyrir samdrátt er salan í fyrra sögð vera sambærileg ársmeðaltali ef bílasala er skoðuð í sögulegu samhengi. Frá síðustu aldamótum hafa um 11.400 fólksbílar selst að meðaltali á ári og salan í fyrra því rétt yfir meðaltalinu. Toyota var söluhæsta vörumerkið á árinu með 16,8% hlutfall sölunnar en þar á eftir fylgdu KIA með 12,6% og Hyundai með 6,8%. Bílar Efnahagsmál Tengdar fréttir 40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Miklar breytingar voru á sölu nýrra fólksbíla hérlendis á síðasta ári og dróst heildarsalan á nýjum fólksbílum saman um 34,8% frá árinu 2018. Í heildina seldust 11.728 nýir fólksbílar árið 2019 samanborið við 17.976 árið áður samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu. Hlutfall vistvænna bíla hélt áfram að aukast á árinu sem leið og var hlutfall þeirra 27,5% af heildarsölu. Í flokki vistvænna bíla eru rafbílar, metanbílar og tvinnbílar. Þar af voru tengiltvinnbílar fremstir í flokki með um 10,3% af sölu nýrra bíla, tvinnbílar með um 8,9% og rafmagnsbílar um 7,8%. Hlutfall vistvænna bíla með því hæsta í heiminum „Eru þetta hlutfallstölur sem eru fáheyrðar annarsstaðar í heiminum fyrir utan Noreg og er líklegt að Ísland verði áfram í fararbroddi þar sem horft er til framlengingar á ívilnunum vegna vörugjalda við kaup á slíkum bílum,“ segir í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Á sama tíma hækkar meðalaldur bílaflotans hér á landi og er nú 12,3 ár á meðan meðalaldurinn í Evrópusambandinu er sagður vera 10,8 ár. Bílaleigur keyptu yfir 40% nýrra bíla „Af þeim 11.728 sem seldust á árinu þá keyptu bílaleigur 4.866 bíla eða 41,5%. Hlutfallið er í takti við flest ár frá 2009 þegar bílaleiguflotinn fór stækkandi vegna fjölgunar ferðamanna en bílaleigur hafa að meðaltali keypt um 42,6% allra nýrra bíla síðan þá.“ Þrátt fyrir samdrátt er salan í fyrra sögð vera sambærileg ársmeðaltali ef bílasala er skoðuð í sögulegu samhengi. Frá síðustu aldamótum hafa um 11.400 fólksbílar selst að meðaltali á ári og salan í fyrra því rétt yfir meðaltalinu. Toyota var söluhæsta vörumerkið á árinu með 16,8% hlutfall sölunnar en þar á eftir fylgdu KIA með 12,6% og Hyundai með 6,8%.
Bílar Efnahagsmál Tengdar fréttir 40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent