Nú er tími hnýtinga Karl Lúðvíksson skrifar 3. janúar 2020 09:01 Nú er nýtt ár hafið og það þýðir bara eitt hjá stangveiðimönnumnefnilega að nú eru bara rétt þrír mánuðir þangað til veiðitímabilið hefst að nýju. Þessir þrír mánuðir eru fljótir að líða þegar tímanum er varið í að skipuleggja veiðitúra komandi sumars en ekki síður er bæði skemmtilegt og bráðnauðsynlegt að láta tímann líða aðeins hraðar með því að setjast niður og hnýta flugur. Það er algjör viðbót við ánægjuna sem þú færð út úr veiðinni þegar þú veiðir á flugur sem þú hnýtir sjálfur, þetta þekkja veiðimenn vel. Það er hægt að prófa sig áfram með flugur sem eru þín eigin hugarsmíð ásamt því að hnýta það sem þú notar mest. Margir hafa þann háttinn á að kaupa eina flugu í gerð af þeim sem á að hnýta eftir og þrátt fyrir að þú sért nýbyrjaður eða nýbyrjuð að hnýta þá er árangurinn fljótur að sýna sig og með fleiri hnýttum flugum verða þær bara betur og betur hnýttar. Það er líklega best að byrja á einföldum flugum eins og silungapúpum áður en farið er að hnýta flóknari flugur eins og laxaflugur með fjöðrum. Það sem síðan gerir þetta að góðum kosti fyrir þá sem veiða mikið er að það má spara sér ansi mikin pening með að hnýta sjálfur en það eru fáir að hugsa kannski um þann þáttinn því ánægjan sem fylgir því að hnýta eigin flugu undir og fá á hana flottan fisk er ekki metin til fjár. Stangveiði Mest lesið Haffjarðará: Flott veiði og mikið af fiski í ánni Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Fæðisskylda afnumin í Laxá í Dölum Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Margir veiðimenn sem fá ekki hreindýr Veiði 15 dagar eftir af veiðitímanum í Þingvallavatni Veiði
Nú er nýtt ár hafið og það þýðir bara eitt hjá stangveiðimönnumnefnilega að nú eru bara rétt þrír mánuðir þangað til veiðitímabilið hefst að nýju. Þessir þrír mánuðir eru fljótir að líða þegar tímanum er varið í að skipuleggja veiðitúra komandi sumars en ekki síður er bæði skemmtilegt og bráðnauðsynlegt að láta tímann líða aðeins hraðar með því að setjast niður og hnýta flugur. Það er algjör viðbót við ánægjuna sem þú færð út úr veiðinni þegar þú veiðir á flugur sem þú hnýtir sjálfur, þetta þekkja veiðimenn vel. Það er hægt að prófa sig áfram með flugur sem eru þín eigin hugarsmíð ásamt því að hnýta það sem þú notar mest. Margir hafa þann háttinn á að kaupa eina flugu í gerð af þeim sem á að hnýta eftir og þrátt fyrir að þú sért nýbyrjaður eða nýbyrjuð að hnýta þá er árangurinn fljótur að sýna sig og með fleiri hnýttum flugum verða þær bara betur og betur hnýttar. Það er líklega best að byrja á einföldum flugum eins og silungapúpum áður en farið er að hnýta flóknari flugur eins og laxaflugur með fjöðrum. Það sem síðan gerir þetta að góðum kosti fyrir þá sem veiða mikið er að það má spara sér ansi mikin pening með að hnýta sjálfur en það eru fáir að hugsa kannski um þann þáttinn því ánægjan sem fylgir því að hnýta eigin flugu undir og fá á hana flottan fisk er ekki metin til fjár.
Stangveiði Mest lesið Haffjarðará: Flott veiði og mikið af fiski í ánni Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Fæðisskylda afnumin í Laxá í Dölum Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Margir veiðimenn sem fá ekki hreindýr Veiði 15 dagar eftir af veiðitímanum í Þingvallavatni Veiði