Guðrún Brá komin á Evrópumótaröðina: Var harðákveðin að ná þessu í ár Anton Ingi Leifsson skrifar 28. janúar 2020 19:00 Íslendingar eiga tvo keppendur í Evrópumótaröð kvenna í golfi, LET-mótaröðinni á þessari keppnistíð. Valdís Þóra Hallgrímsdóttir var komin með keppnisréttinn. Íslandsmeistarinn, tvö síðastliðin ár, Guðrún Brá Björgvinsdóttir fylgir í kjölfarið. Hún varð í 10-17. sæti á lokaúrtökumótinu á La Manga um helgina. Tvær aðrar hafa spilað í mótaröðinni, Ólöf María Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Arnar Björnsson ræddi við Guðrúnu Brá í dag. „Ég var harðákveðin að ná þessu í ár og ég er ótrúlega ánægð að ég náði því,“ sagði Guðrún Brá við heimavöll sinn, Golfklúbbinn Keili. „Ég er ótrúlega spennt fyrir komandi ári og komandi verkefnum. Þetta verður vonandi mjög gott ár,“ en dagskráin framundan er ansi þétt. „Fyrsta mót er í Ástralíu 20. febrúar. Það er gaman að koma á nýja staði. Fyrstu tvö mótin verða þar og svo verðum við í Suður-Afríku, svo Sádi-Arabíu og svo verða mest megnis af mótunum í Evrópu í sumar sem er mjög þægilegt.“ Meiri peningur er komin í Evrópumótaröðina og Guðrún segir að þetta líti vel út. „Þeir eru búnir að styrkja þetta mjög fyrir árið í ár. Það er komið aðeins meira verðlaunafé í mótið sem er frábært.“ „Þeir eru búnir að vera í smá vandræðum síðustu ár með styrktaraðila en þetta lítur út fyrir að vera á réttri leið núna.“ Guðrún er komin inn á Evrópumótaröðina og vill komast enn lengra en hún tekur því með rónni einni. „Ég hef alltaf tekið eitt skref í einu. Nú hef ég náð þessu og get tékkað í það box. Svo er næsta skref LPGA en ég tek eitt skref í einu svo ég ætla að taka þetta skref fyrst.“ Nánari viðtal við Guðrúnu Brá má sjá hér að ofan þar sem hún ræðir meðal annars um föður sinn sem hjálpar henni mikið. Golf Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Íslendingar eiga tvo keppendur í Evrópumótaröð kvenna í golfi, LET-mótaröðinni á þessari keppnistíð. Valdís Þóra Hallgrímsdóttir var komin með keppnisréttinn. Íslandsmeistarinn, tvö síðastliðin ár, Guðrún Brá Björgvinsdóttir fylgir í kjölfarið. Hún varð í 10-17. sæti á lokaúrtökumótinu á La Manga um helgina. Tvær aðrar hafa spilað í mótaröðinni, Ólöf María Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Arnar Björnsson ræddi við Guðrúnu Brá í dag. „Ég var harðákveðin að ná þessu í ár og ég er ótrúlega ánægð að ég náði því,“ sagði Guðrún Brá við heimavöll sinn, Golfklúbbinn Keili. „Ég er ótrúlega spennt fyrir komandi ári og komandi verkefnum. Þetta verður vonandi mjög gott ár,“ en dagskráin framundan er ansi þétt. „Fyrsta mót er í Ástralíu 20. febrúar. Það er gaman að koma á nýja staði. Fyrstu tvö mótin verða þar og svo verðum við í Suður-Afríku, svo Sádi-Arabíu og svo verða mest megnis af mótunum í Evrópu í sumar sem er mjög þægilegt.“ Meiri peningur er komin í Evrópumótaröðina og Guðrún segir að þetta líti vel út. „Þeir eru búnir að styrkja þetta mjög fyrir árið í ár. Það er komið aðeins meira verðlaunafé í mótið sem er frábært.“ „Þeir eru búnir að vera í smá vandræðum síðustu ár með styrktaraðila en þetta lítur út fyrir að vera á réttri leið núna.“ Guðrún er komin inn á Evrópumótaröðina og vill komast enn lengra en hún tekur því með rónni einni. „Ég hef alltaf tekið eitt skref í einu. Nú hef ég náð þessu og get tékkað í það box. Svo er næsta skref LPGA en ég tek eitt skref í einu svo ég ætla að taka þetta skref fyrst.“ Nánari viðtal við Guðrúnu Brá má sjá hér að ofan þar sem hún ræðir meðal annars um föður sinn sem hjálpar henni mikið.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira