Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 15. ágúst 2020 09:00 Fallegur lax úr Bátsvaðinu í Eystri Rangá Mynd: www..ranga.is Nýjar vikutölur voru birtar á miðvikudagskvöldið á vef Landssambands Veiðifélaga yfir laxveiðina í sumar og það stefnir í heldur lakar veiðitölur víða. Eystri Rangá er langefst á listanum með 4.587 laxa veiði og það er alveg ljóst að það er engin á að fara ná henni enda er hún með um það bil þrefalt hærri veiði en næsta á á listanum sem er Ytri Rangá en þar hafa veiðst 1.549 laxar. Miðfjarðará er fyrsta sjálfbæra áinn sem fer yfir þúsund laxa en þar hafa veiðst 1.121 lax. Næsta á á norðurlandi er Balnda sem situr ekki nema í fjórtánda sæti listans með 475 laxa en veiðin þar í sumar hefur verið lang undir því sem menn eru vanir í Blöndu og þetta er heilt yfir ástandið víða. Árnar í Borgarfirði eru búnar að vera mjög slakar og almennt tala menn um að það sé lítið af laxi í þeim sem er skrítið því hinar árnar á Mýrunum eru að sögn veiðimanna nokkuð vel setnar af laxi en þar má nefna Langá, Hítará og Haffjarðará. Veiðitölur þar eru ekki að endurspegla ástandið í ánum því Hítará og Langá hafa verið frekar illa nýttar í mörgum hollum. Affallið í Landeyjum er að skila flottum tölum en þar er búið að landa 876 löxum og ágústmánuður ekki liðinn en besta veiðin er oft í ágúst og september. Það er mikið af laxi í Affallinu og útlit fyrir að áinn gæti farið vel yfir 1.000 laxa í sumar. Stangveiði Mest lesið Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Spá góðu smálaxaári Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Birtingurinn mættur í Varmá Veiði Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Elliðaárnar fullar af laxi Veiði
Nýjar vikutölur voru birtar á miðvikudagskvöldið á vef Landssambands Veiðifélaga yfir laxveiðina í sumar og það stefnir í heldur lakar veiðitölur víða. Eystri Rangá er langefst á listanum með 4.587 laxa veiði og það er alveg ljóst að það er engin á að fara ná henni enda er hún með um það bil þrefalt hærri veiði en næsta á á listanum sem er Ytri Rangá en þar hafa veiðst 1.549 laxar. Miðfjarðará er fyrsta sjálfbæra áinn sem fer yfir þúsund laxa en þar hafa veiðst 1.121 lax. Næsta á á norðurlandi er Balnda sem situr ekki nema í fjórtánda sæti listans með 475 laxa en veiðin þar í sumar hefur verið lang undir því sem menn eru vanir í Blöndu og þetta er heilt yfir ástandið víða. Árnar í Borgarfirði eru búnar að vera mjög slakar og almennt tala menn um að það sé lítið af laxi í þeim sem er skrítið því hinar árnar á Mýrunum eru að sögn veiðimanna nokkuð vel setnar af laxi en þar má nefna Langá, Hítará og Haffjarðará. Veiðitölur þar eru ekki að endurspegla ástandið í ánum því Hítará og Langá hafa verið frekar illa nýttar í mörgum hollum. Affallið í Landeyjum er að skila flottum tölum en þar er búið að landa 876 löxum og ágústmánuður ekki liðinn en besta veiðin er oft í ágúst og september. Það er mikið af laxi í Affallinu og útlit fyrir að áinn gæti farið vel yfir 1.000 laxa í sumar.
Stangveiði Mest lesið Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Spá góðu smálaxaári Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði Birtingurinn mættur í Varmá Veiði Frýs í lykkjum og takan eftir því Veiði Stórir urriðar í Laxárdalnum þrátt fyrir kulda Veiði Elliðaárnar fullar af laxi Veiði