Byggja upp fyrirtækjamenningu með sínu eigin DNA Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. janúar 2020 09:00 Jensína K. Böðvarsdóttir er ráðgjafi hjá Valcon Conculting sem starfar í yfir 40 löndum. Atvinnulíf rýnir í reynsluheim þeirra sem hafa samanburðinn á vinnustaðamenningu erlendis og hér. Vísir/Vilhelm Sífellt færist í aukana að fólk starfi bæði hérlendis og erlendis eða hefur starfað erlendis um lengri eða skemmri tíma. Atvinnulíf rýnir í reynsluheim þeirra sem hafa samanburðinn á vinnustaðamenningu erlendis og hér þar sem spurt er: Hvað getum við lært af öðrum? Jensína K. Böðvarsdóttir starfar í dag sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu Valcon Consulting. Það er með höfuðstöðvar í Danmörku, staðsetur sig sem leiðandi í ráðgjöf í Evrópu og leggur áherslu á Skandinavískar rætur sínar. Áður var Jensína framkvæmdastjóri hjá Alvogen (e. Vice President Global Strategic Planning & HR) og vann þá með starfsfólki í 35 löndum. Hvernig myndir þú lýsa muninum á vinnustaðamenningunni erlendis í samanburði við hér heima? ,,Það er ekkert einfalt svar við þessari spurningu því munurinn á vinnustaðamenningu er einfaldlega mismunandi á milli fyrirtækja, hvort sem þau eru í sama landi eða á milli landa. Í starfi mínu hjá Alvogen vann ég með fólki sem var staðsett í 35 löndum og eðli málsins samkvæmt þá var fólk ólíkt á þessum stöðum. Við náðum hins vegar að búa til sterka fyrirtækjamenningu með því að samflétta hana við stefnu og framtíðarsýn fyrirtækisins. Allt sem var gert í markaðs- og mannauðsmálum var tengt stefnunni.“ Jensína segir íslensk fyrirtæki geta nýtt menningar postula á sama hátt og mörg alþjóðleg fyrirtæki til að innleiða stefnu og byggja upp þá menningu sem fyrirtækið vill.Vísir/Vilhelm Íslensk fyrirtæki eru mörg hver að vinna í því að samhæfa betur fyrirtækjamenningu og framtíðarsýn. Getur þú gefið okkur góð ráð miðað við það sem þið gerðuð? ,,Við pössuðum vel uppá að öll skilaboð varðandi stefnuna, í hvaða formi sem þau voru, væru alltaf samhæfð, skýr og breyttust sjaldan eða lítið. Þannig myndaðist ákveðin samhljómur á milli mismunandi hópa og landa, þvert á allt gildismat og þjóðerni starfsmanna.“ Jensína segir að til þess að byggja upp fyrirtækjamenningu í alþjóðlegu umhverfi skipti máli að starfsmenn sjái hvernig þeirra vinnuframlag skapar ávinning fyrir heildina. ,,Það er mikilvægt að í ráðningarferlinu sé verið að velja rétt fólk inn. Ekki bara útfrá menntun og reynslu, heldur líka útfrá menningu fyrirtæksins. Hjá Alvogen vorum við með eitthvað sem við kölluðum „Alvogen DNA“, en það voru ákveðnir hæfnisþættir sem allir starfsmenn þurftu að hafa og við þjálfuðum líka í undir nafni „Alvogen Academy“. Ánægður starfsmaður, sem nær að þróast og blómstra í starfi skapar auðvitað meira virði fyrir fyrirtækið.“ Jensína segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á fólki og finnist í rauninni allt snúast um samskipti. Hjá Valcon starfa um 300 starfsmenn í yfir 40 löndum. Þar vinna ráðgjafar mikið með breytingastjórnun og sem ráðgjafi í slíkum verkefnum, er Jensína að kynnast ólíkri fyrirtækjamenningu, hér á landi og erlendis. Þegar Jensína er spurð um það hvað við getum helst lært af öðrum, bendir hún á það alþjóðleg fyrirtæki kalla menningar postula. ,, Mörg alþjóðleg fyrirtæki hafa ákveðna ,,cultural champions“ eða menningar postula. Þessir postular hjálpa fyrirtækjum oft í að innleiða stefnu og þá menningu sem fyrirtækið vill byggja upp. Ég tel að þetta sé eitthvað sem við gætum vel gert hér heima með því að taka þessa alþjóðlegu nálgun og heimfæra hana á okkar nærumhverfi. Í grunninn skiptir svo öllu máli að hafa samheldna framkvæmdastjórn, skýra stefnu og sýn, forgangsröðun á verkefnum tengt stefnu og mikilvægt að mannauðsmálin tali sama tungumál.“ Vinnumarkaður Tengdar fréttir Að setja sér markmið í starfi 2020: Þrjár skotheldar leiðir Fyrir hvað viltu vera þekkt/þekktur í starfi? Hvaða fimm atriði stóðu uppúr hjá þér árið 2019? Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers hvetur fólk til að setja sér persónuleg markmið í starfi fyrir árið 2020. 23. janúar 2020 09:00 Segir meiri sátt vera að skapast um tilnefningarnefndir stjórna Skiptar skoðanir á þátttöku stjórnarmanna í tilnefningarnefndum. Mikil eftirspurn eftir fræðslu og leiðsögn um störf nefndanna. Meiri sátt að skapast um tilurð nefndanna. 24. janúar 2020 09:00 Verkefnamiðuð vinnuaðstaða allt annað en opin vinnurými ,,Við erum ánægð" segir Hafsteinn Bragason mannauðstjóri Íslandsbanka en Íslandsbanki reið á vaðið með verkefnamiðaða vinnuaðstöðu árið 2016. Svar við gagnrýni á opin vinnurými. 29. janúar 2020 10:00 Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Sífellt færist í aukana að fólk starfi bæði hérlendis og erlendis eða hefur starfað erlendis um lengri eða skemmri tíma. Atvinnulíf rýnir í reynsluheim þeirra sem hafa samanburðinn á vinnustaðamenningu erlendis og hér þar sem spurt er: Hvað getum við lært af öðrum? Jensína K. Böðvarsdóttir starfar í dag sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu Valcon Consulting. Það er með höfuðstöðvar í Danmörku, staðsetur sig sem leiðandi í ráðgjöf í Evrópu og leggur áherslu á Skandinavískar rætur sínar. Áður var Jensína framkvæmdastjóri hjá Alvogen (e. Vice President Global Strategic Planning & HR) og vann þá með starfsfólki í 35 löndum. Hvernig myndir þú lýsa muninum á vinnustaðamenningunni erlendis í samanburði við hér heima? ,,Það er ekkert einfalt svar við þessari spurningu því munurinn á vinnustaðamenningu er einfaldlega mismunandi á milli fyrirtækja, hvort sem þau eru í sama landi eða á milli landa. Í starfi mínu hjá Alvogen vann ég með fólki sem var staðsett í 35 löndum og eðli málsins samkvæmt þá var fólk ólíkt á þessum stöðum. Við náðum hins vegar að búa til sterka fyrirtækjamenningu með því að samflétta hana við stefnu og framtíðarsýn fyrirtækisins. Allt sem var gert í markaðs- og mannauðsmálum var tengt stefnunni.“ Jensína segir íslensk fyrirtæki geta nýtt menningar postula á sama hátt og mörg alþjóðleg fyrirtæki til að innleiða stefnu og byggja upp þá menningu sem fyrirtækið vill.Vísir/Vilhelm Íslensk fyrirtæki eru mörg hver að vinna í því að samhæfa betur fyrirtækjamenningu og framtíðarsýn. Getur þú gefið okkur góð ráð miðað við það sem þið gerðuð? ,,Við pössuðum vel uppá að öll skilaboð varðandi stefnuna, í hvaða formi sem þau voru, væru alltaf samhæfð, skýr og breyttust sjaldan eða lítið. Þannig myndaðist ákveðin samhljómur á milli mismunandi hópa og landa, þvert á allt gildismat og þjóðerni starfsmanna.“ Jensína segir að til þess að byggja upp fyrirtækjamenningu í alþjóðlegu umhverfi skipti máli að starfsmenn sjái hvernig þeirra vinnuframlag skapar ávinning fyrir heildina. ,,Það er mikilvægt að í ráðningarferlinu sé verið að velja rétt fólk inn. Ekki bara útfrá menntun og reynslu, heldur líka útfrá menningu fyrirtæksins. Hjá Alvogen vorum við með eitthvað sem við kölluðum „Alvogen DNA“, en það voru ákveðnir hæfnisþættir sem allir starfsmenn þurftu að hafa og við þjálfuðum líka í undir nafni „Alvogen Academy“. Ánægður starfsmaður, sem nær að þróast og blómstra í starfi skapar auðvitað meira virði fyrir fyrirtækið.“ Jensína segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á fólki og finnist í rauninni allt snúast um samskipti. Hjá Valcon starfa um 300 starfsmenn í yfir 40 löndum. Þar vinna ráðgjafar mikið með breytingastjórnun og sem ráðgjafi í slíkum verkefnum, er Jensína að kynnast ólíkri fyrirtækjamenningu, hér á landi og erlendis. Þegar Jensína er spurð um það hvað við getum helst lært af öðrum, bendir hún á það alþjóðleg fyrirtæki kalla menningar postula. ,, Mörg alþjóðleg fyrirtæki hafa ákveðna ,,cultural champions“ eða menningar postula. Þessir postular hjálpa fyrirtækjum oft í að innleiða stefnu og þá menningu sem fyrirtækið vill byggja upp. Ég tel að þetta sé eitthvað sem við gætum vel gert hér heima með því að taka þessa alþjóðlegu nálgun og heimfæra hana á okkar nærumhverfi. Í grunninn skiptir svo öllu máli að hafa samheldna framkvæmdastjórn, skýra stefnu og sýn, forgangsröðun á verkefnum tengt stefnu og mikilvægt að mannauðsmálin tali sama tungumál.“
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Að setja sér markmið í starfi 2020: Þrjár skotheldar leiðir Fyrir hvað viltu vera þekkt/þekktur í starfi? Hvaða fimm atriði stóðu uppúr hjá þér árið 2019? Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers hvetur fólk til að setja sér persónuleg markmið í starfi fyrir árið 2020. 23. janúar 2020 09:00 Segir meiri sátt vera að skapast um tilnefningarnefndir stjórna Skiptar skoðanir á þátttöku stjórnarmanna í tilnefningarnefndum. Mikil eftirspurn eftir fræðslu og leiðsögn um störf nefndanna. Meiri sátt að skapast um tilurð nefndanna. 24. janúar 2020 09:00 Verkefnamiðuð vinnuaðstaða allt annað en opin vinnurými ,,Við erum ánægð" segir Hafsteinn Bragason mannauðstjóri Íslandsbanka en Íslandsbanki reið á vaðið með verkefnamiðaða vinnuaðstöðu árið 2016. Svar við gagnrýni á opin vinnurými. 29. janúar 2020 10:00 Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Að setja sér markmið í starfi 2020: Þrjár skotheldar leiðir Fyrir hvað viltu vera þekkt/þekktur í starfi? Hvaða fimm atriði stóðu uppúr hjá þér árið 2019? Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers hvetur fólk til að setja sér persónuleg markmið í starfi fyrir árið 2020. 23. janúar 2020 09:00
Segir meiri sátt vera að skapast um tilnefningarnefndir stjórna Skiptar skoðanir á þátttöku stjórnarmanna í tilnefningarnefndum. Mikil eftirspurn eftir fræðslu og leiðsögn um störf nefndanna. Meiri sátt að skapast um tilurð nefndanna. 24. janúar 2020 09:00
Verkefnamiðuð vinnuaðstaða allt annað en opin vinnurými ,,Við erum ánægð" segir Hafsteinn Bragason mannauðstjóri Íslandsbanka en Íslandsbanki reið á vaðið með verkefnamiðaða vinnuaðstöðu árið 2016. Svar við gagnrýni á opin vinnurými. 29. janúar 2020 10:00
Stjórnendastörf 2020: Árið í ráðningum lítur vel út Fyrirtæki gera kröfur um að fólk sem ráðið er í stjórnunarstörf sé vel upplýst um nýjungar í rekstri og atvinnulífi, hér heima og erlendis. Kynjahlutföll skipta meira máli nú en áður. Hreyfingar í stjórnunarstörfum endurspegla ekki alltaf sömu sveiflur og í efnahagslífinu. 27. janúar 2020 09:00