María Oddný Sigurðardóttir, tónlistarkona og performansgení setti saman stimamjúkan stuðlista í tilefni útborgunardags.
María er annar helmingur dúósins Þerapíu, keyrir stundum sýningar hjá Improv Iceland og sér reglulega um karókikvöld víðs vegar um borgina ásamt því að taka þátt í búrleskum danssýningum, meðal annars með Túttífrúttunum.
Það er hiphop og r&b slikja yfir mest öllum listanum, en hann er þó brotinn upp með draumadrama Sólveigar Matthildar, ofpoppi Sophie og 100gecs, ásamt fleiru forvitnilegu.