FIFA 20 fyrst á dagskrá á stærsta rafíþróttaviðburði landsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2020 14:30 Úrslitin í FIFA 20-hluta Reykjavíkurleikanna ráðast um helgina. RIG Úrslitin ráðast á rafíþróttahluta Reykjavík International Games nú um helgina þar sem bestu rafíþróttamenn landsins mætast uppi á sviði í Háskólabíó til að fá úr því skorið hver fer með sigur af hólmi á stærsta rafíþróttaviðburði landsins. Í ár er keppt í þremur greinum, FIFA 20, League of Legends og Counter-Strike: Global Offensive og tóku yfir 250 manns þátt á leikunum. Fyrst á dagskrá um helgina, eða á Laugardaginn 1. Febrúar, eru undanúrslit og úrslit í FIFA 20. Leikirnir verða spilaðir á sviðinu í Háskólabíó á milli 10:30 og 13:00. Undankeppni var spiluð í FIFA 20 helgina 25. og 26. janúar. Alls mættu 13 tveggja manna lið til leiks og spiluðu upp á hvaða lið mætast í undanúrslitum uppi á sviði í Háskólabíó laugardaginn 1. febrúar. Þá voru helstu FIFA spilarar landsins mættir til leiks í undankeppninni. Þar ber hæst að nefna leikmennina Jóhann Ólaf Jóhannsson, betur þekktur sem Jolli776 og Skúla Ágúst Arnarson, betur þekktur sem Skuliarnar, en þeir voru báðir í úrslitum einstaklingsmóts í FIFA 19 á meistaradögum RÚV 2019 þar sem Jolli776 fór með sigur af hólmi. Jolli776 leikur núna ásamt aronth99 í sameiginlegu liði FH og Fylkis, Golden Goat’s FH-Fylkir. Skuliarnar, sem laut í lægri hlut gegn Jolla í úrslitum Meistaradaga RÚV, mætir hér tvíefldur til leiks með liðsinni Thabeast13_ sem er liðsfélagi hans úr Dusty. Bæði þessi lið komust áfram í undanúrslit Reykjavíkurleikanna. Þar mætir sameiginlegt lið FH og Fylkis, Golden Goat’s, liðinu Tolfan kemur. Tolfan kemur hefur sýnt mikla yfirburði í sínum leikjum hingað til, en þeir sigruðu Markmið 9-2 og Tveir Harðir 7-0. Dusty mætir FIFA liði KR sem komst í undanúrslit án þess að leika leik, þar sem andstæðingar þeirra gátu ekki spilað gegn þeim. Þeir eiga því eftir að sýna hvað í þeim býr á sviðinu í Háskólabíó. FIFA 20 veislan hefst klukkan 10:30, laugardaginn 1. febrúar. Fyrst verða undanúrslitin spiluð og svo úrslit í beinu framhaldi. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá rafíþróttum á RIG á Vísir.is eða á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands. Þeir spilarar sem spila í undanúrslitum í FIFA20 mótinu á RIG 2020 eru:DUSTY Þórarinn “Thabeat13_” Árnason Skúli “skuliarnar” ArnarsonTolfan Kemur Kormákur “Gbr210” Sigurðarson Daði “El Huron” JónssonKR FIFA Orri “Viktorinn” Þórisson Agnar “Aggith” ÞorlákssonGolden Goat’s FH - Fylkir Aron “aronth99” Lárusson Jóhann “Jolli776” Jóhannsson Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Úrslitin ráðast á rafíþróttahluta Reykjavík International Games nú um helgina þar sem bestu rafíþróttamenn landsins mætast uppi á sviði í Háskólabíó til að fá úr því skorið hver fer með sigur af hólmi á stærsta rafíþróttaviðburði landsins. Í ár er keppt í þremur greinum, FIFA 20, League of Legends og Counter-Strike: Global Offensive og tóku yfir 250 manns þátt á leikunum. Fyrst á dagskrá um helgina, eða á Laugardaginn 1. Febrúar, eru undanúrslit og úrslit í FIFA 20. Leikirnir verða spilaðir á sviðinu í Háskólabíó á milli 10:30 og 13:00. Undankeppni var spiluð í FIFA 20 helgina 25. og 26. janúar. Alls mættu 13 tveggja manna lið til leiks og spiluðu upp á hvaða lið mætast í undanúrslitum uppi á sviði í Háskólabíó laugardaginn 1. febrúar. Þá voru helstu FIFA spilarar landsins mættir til leiks í undankeppninni. Þar ber hæst að nefna leikmennina Jóhann Ólaf Jóhannsson, betur þekktur sem Jolli776 og Skúla Ágúst Arnarson, betur þekktur sem Skuliarnar, en þeir voru báðir í úrslitum einstaklingsmóts í FIFA 19 á meistaradögum RÚV 2019 þar sem Jolli776 fór með sigur af hólmi. Jolli776 leikur núna ásamt aronth99 í sameiginlegu liði FH og Fylkis, Golden Goat’s FH-Fylkir. Skuliarnar, sem laut í lægri hlut gegn Jolla í úrslitum Meistaradaga RÚV, mætir hér tvíefldur til leiks með liðsinni Thabeast13_ sem er liðsfélagi hans úr Dusty. Bæði þessi lið komust áfram í undanúrslit Reykjavíkurleikanna. Þar mætir sameiginlegt lið FH og Fylkis, Golden Goat’s, liðinu Tolfan kemur. Tolfan kemur hefur sýnt mikla yfirburði í sínum leikjum hingað til, en þeir sigruðu Markmið 9-2 og Tveir Harðir 7-0. Dusty mætir FIFA liði KR sem komst í undanúrslit án þess að leika leik, þar sem andstæðingar þeirra gátu ekki spilað gegn þeim. Þeir eiga því eftir að sýna hvað í þeim býr á sviðinu í Háskólabíó. FIFA 20 veislan hefst klukkan 10:30, laugardaginn 1. febrúar. Fyrst verða undanúrslitin spiluð og svo úrslit í beinu framhaldi. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá rafíþróttum á RIG á Vísir.is eða á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands. Þeir spilarar sem spila í undanúrslitum í FIFA20 mótinu á RIG 2020 eru:DUSTY Þórarinn “Thabeat13_” Árnason Skúli “skuliarnar” ArnarsonTolfan Kemur Kormákur “Gbr210” Sigurðarson Daði “El Huron” JónssonKR FIFA Orri “Viktorinn” Þórisson Agnar “Aggith” ÞorlákssonGolden Goat’s FH - Fylkir Aron “aronth99” Lárusson Jóhann “Jolli776” Jóhannsson
Leikjavísir Rafíþróttir Reykjavík Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira