Kórónufaraldur að draga úr vinnustaðarómantík Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 11:00 Kórónufaraldur er sagður draga enn úr því að parsambönd myndist á vinnustöðum. Vísir/Getty Að daðra á fjarfundum er augljóslega erfitt nema að um tveggja manna fund sé að ræða. Sömuleiðis hefur vinnustaðadaður ekki sömu áhrif þegar báðir starfsmenn eru með grímur. Í grein sem birt var í Economist Business fyrir helgi er þeirri spurningu velt upp hvort kórónufaraldurinn sé að draga verulega úr vinnustaðadaðri og mögulegum ástarsamböndum sem verða til innan vinnustaða. Stanford háskóli hefur fylgst með þróun vinnustaðasambanda um árabil. Samkvæmt könnunum á þeirra vegum fer samböndum þar sem fólk kynnist í vinnunni fækkandi. Má nefna að í könnun sem gerð var árið 1995 sögðust 19% aðspurðra hafa kynnst maka sínum í vinnunni. Þetta hlutfall hafði lækkað í 11% árið 2017 og er án efa enn lægra nú að mati greinahöfundar Economist Business. En hver er skýringin á þessari þróun? Ein ástæðan er sögð sú að mörg fyrirtæki eru sjálf farin að velta vöngum yfir því hversu æskileg vinnustaðasambönd eru yfir höfuð. Þessar vangaveltur hafa aukist mjög í kjölfar #metoo. Þá kannast margir vinnustaðir við þá erfiðleika sem upp geta komið í teymum ef vinnustaðasamband gengur ekki upp eða endar illa. Í slíkum aðstæðum geta vinnustaðasambönd haft áhrif á alla aðra starfsmenn. Enn önnur skýring er sögð sú að í Bandaríkjunum er það að verða æ algengara að vinnustaðir taki upp þá siðareglu innanhús hjá sér að stjórnendum er bannað að eiga í ástarsambandi við starfsfólk. Enn önnur fyrirtæki hafa bannað öll slík sambönd, óháð starfsheitum. Þá hafa ýmsir velt því fyrir sér hvaða hagsmunaárekstrar geta komið upp ef fólk kynnist í gegnum vinnuna en ekki á vinnustaðnum. Sem dæmi er tiltekið ef sölumaður tekur upp ástarsamband við starfsmann hjá birgja o.s.frv. Að sama skapi eru talsmenn sem segjast vona að kórónufaraldurinn geri ekki endanlega út um vinnustaðarómantík. Þar megi ekki gleyma því að milljónir hamingjusamra hjóna um allan heim hafi kynnst í vinnunni. Því er þó spáð að kórónufaraldurinn muni mögulega kalla á nýja nálgun í vinnustaðadaðri. Nú þurfi fólk að þreifa fyrir sér yfir handsprittbrúsum og með andlitsgrímu. Þá geri fjarlægðarmörk fólki erfitt fyrir sem langar að kynnast betur. Enn á þó eftir að koma í ljós hvað niðurstöður mælinga munu segja um þróun vinnustaðasambanda í kjölfar kórónufaraldurs. Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
Að daðra á fjarfundum er augljóslega erfitt nema að um tveggja manna fund sé að ræða. Sömuleiðis hefur vinnustaðadaður ekki sömu áhrif þegar báðir starfsmenn eru með grímur. Í grein sem birt var í Economist Business fyrir helgi er þeirri spurningu velt upp hvort kórónufaraldurinn sé að draga verulega úr vinnustaðadaðri og mögulegum ástarsamböndum sem verða til innan vinnustaða. Stanford háskóli hefur fylgst með þróun vinnustaðasambanda um árabil. Samkvæmt könnunum á þeirra vegum fer samböndum þar sem fólk kynnist í vinnunni fækkandi. Má nefna að í könnun sem gerð var árið 1995 sögðust 19% aðspurðra hafa kynnst maka sínum í vinnunni. Þetta hlutfall hafði lækkað í 11% árið 2017 og er án efa enn lægra nú að mati greinahöfundar Economist Business. En hver er skýringin á þessari þróun? Ein ástæðan er sögð sú að mörg fyrirtæki eru sjálf farin að velta vöngum yfir því hversu æskileg vinnustaðasambönd eru yfir höfuð. Þessar vangaveltur hafa aukist mjög í kjölfar #metoo. Þá kannast margir vinnustaðir við þá erfiðleika sem upp geta komið í teymum ef vinnustaðasamband gengur ekki upp eða endar illa. Í slíkum aðstæðum geta vinnustaðasambönd haft áhrif á alla aðra starfsmenn. Enn önnur skýring er sögð sú að í Bandaríkjunum er það að verða æ algengara að vinnustaðir taki upp þá siðareglu innanhús hjá sér að stjórnendum er bannað að eiga í ástarsambandi við starfsfólk. Enn önnur fyrirtæki hafa bannað öll slík sambönd, óháð starfsheitum. Þá hafa ýmsir velt því fyrir sér hvaða hagsmunaárekstrar geta komið upp ef fólk kynnist í gegnum vinnuna en ekki á vinnustaðnum. Sem dæmi er tiltekið ef sölumaður tekur upp ástarsamband við starfsmann hjá birgja o.s.frv. Að sama skapi eru talsmenn sem segjast vona að kórónufaraldurinn geri ekki endanlega út um vinnustaðarómantík. Þar megi ekki gleyma því að milljónir hamingjusamra hjóna um allan heim hafi kynnst í vinnunni. Því er þó spáð að kórónufaraldurinn muni mögulega kalla á nýja nálgun í vinnustaðadaðri. Nú þurfi fólk að þreifa fyrir sér yfir handsprittbrúsum og með andlitsgrímu. Þá geri fjarlægðarmörk fólki erfitt fyrir sem langar að kynnast betur. Enn á þó eftir að koma í ljós hvað niðurstöður mælinga munu segja um þróun vinnustaðasambanda í kjölfar kórónufaraldurs.
Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira