Starfsframinn og samtalið um yfirmanninn Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 09:00 Oft veit fólk ekki í hverju verkefni yfirmannsins felast helst en starfsframamarkþjálfi mælir með því að starfsfólk kynni sér málin. Vísir/Getty Í gegnum tíðina hefur mikið verið um það fjallað hvernig stjórnendur eigi að beita sér gagnvart starfsfólki en minna fer fyrir því að ræða hvernig starfsfólk ætti helst að beita sér gagnvart stjórnendum sínum. Rithöfundurinn og starfsframa-markþjálfinn Lea McLeod sérhæfir sig í málefnum sem varða erfiða samstarfsfélaga og yfirmenn. Hún segir alla sem vilja ná langt í starfi þurfa að huga að því sérstaklega hvernig þeir beita sér gagnvart stjórnendum sínum. Þar skipti líka máli að horfa á yfirmanninn sem bandamann frekar en stjórnanda á stalli. Það sem McLeod mælir með að fólk geri er að spyrja yfirmenn sína reglulega spurninga sem veitir þeim innsýn í þeirra verkefni, áherslur, árangur í starfi, framtíðarplön eða framtíðarsýn. Að sögn McLeod er það algengt að starfsfólk veit ekki í hverju helstu verkefni yfirmannsins felast. Með því að verða upplýstari um þá vinnu fer fólk oft að skilja betur sjónarmið stjórnandans. Þá segir hún reglubundin samtöl starfsmanns við yfirmann um verkefni þess síðarnefnda oft skila sér í meiri samvinnu. Það geti síðar nýst vel fyrir starfsframann, til dæmis þegar leitað verður til yfirmannsins sem meðmælanda. McLeod gefur nokkrar hugmyndir að spurningum sem hún mælir með að fólk spyrji og við látum fylgja hér með. Auðvitað þarf hver og einn að orða spurningarnar með sínum hætti en þær eiga þó að gefa hugmyndir um það hvers konar samtal McLeod hvetur fólk til að eiga við sína yfirmenn. Hvert er meginmarkmiðið þitt í starfinu þínu? Hver eru markmiðin þín í starfsframa? (þ.e. hvort viðkomandi sjái sig í öðru starfi síðar um ævina) Hverjar eru helstu áherslur yfirmanns þíns? (stjórnendur eru líka með yfirmenn) Er eitthvað sem ég get gert til að aðstoða þig í þínum verkefnum? Hvaða eitt atriði myndir þú helst vilja að ég gerði öðruvísi en ég geri nú? Hvað myndir þú vilja að ég áttaði mig betur á varðandi þína vinnu eða stjórnunarhætti? Með hvaða hætti myndir þú vilja að ég gæfi þér endurgjöf? (þessi spurning á þó ekki við um stjórnendur sem vilja að starfsfólk þeirra sé alltaf sammála þeim) Hvers vegna vildir þú ráða mig í starfið mitt? Starfsframi Vinnustaðurinn Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
Í gegnum tíðina hefur mikið verið um það fjallað hvernig stjórnendur eigi að beita sér gagnvart starfsfólki en minna fer fyrir því að ræða hvernig starfsfólk ætti helst að beita sér gagnvart stjórnendum sínum. Rithöfundurinn og starfsframa-markþjálfinn Lea McLeod sérhæfir sig í málefnum sem varða erfiða samstarfsfélaga og yfirmenn. Hún segir alla sem vilja ná langt í starfi þurfa að huga að því sérstaklega hvernig þeir beita sér gagnvart stjórnendum sínum. Þar skipti líka máli að horfa á yfirmanninn sem bandamann frekar en stjórnanda á stalli. Það sem McLeod mælir með að fólk geri er að spyrja yfirmenn sína reglulega spurninga sem veitir þeim innsýn í þeirra verkefni, áherslur, árangur í starfi, framtíðarplön eða framtíðarsýn. Að sögn McLeod er það algengt að starfsfólk veit ekki í hverju helstu verkefni yfirmannsins felast. Með því að verða upplýstari um þá vinnu fer fólk oft að skilja betur sjónarmið stjórnandans. Þá segir hún reglubundin samtöl starfsmanns við yfirmann um verkefni þess síðarnefnda oft skila sér í meiri samvinnu. Það geti síðar nýst vel fyrir starfsframann, til dæmis þegar leitað verður til yfirmannsins sem meðmælanda. McLeod gefur nokkrar hugmyndir að spurningum sem hún mælir með að fólk spyrji og við látum fylgja hér með. Auðvitað þarf hver og einn að orða spurningarnar með sínum hætti en þær eiga þó að gefa hugmyndir um það hvers konar samtal McLeod hvetur fólk til að eiga við sína yfirmenn. Hvert er meginmarkmiðið þitt í starfinu þínu? Hver eru markmiðin þín í starfsframa? (þ.e. hvort viðkomandi sjái sig í öðru starfi síðar um ævina) Hverjar eru helstu áherslur yfirmanns þíns? (stjórnendur eru líka með yfirmenn) Er eitthvað sem ég get gert til að aðstoða þig í þínum verkefnum? Hvaða eitt atriði myndir þú helst vilja að ég gerði öðruvísi en ég geri nú? Hvað myndir þú vilja að ég áttaði mig betur á varðandi þína vinnu eða stjórnunarhætti? Með hvaða hætti myndir þú vilja að ég gæfi þér endurgjöf? (þessi spurning á þó ekki við um stjórnendur sem vilja að starfsfólk þeirra sé alltaf sammála þeim) Hvers vegna vildir þú ráða mig í starfið mitt?
Starfsframi Vinnustaðurinn Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira