Er Kolbeinsey enn á sínum stað? Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 21:47 Kolbeinsey er enn á sínum stað. Skjáskot/YouTube Tom Scott, sem þekktur er fyrir YouTube-rás sína, veltir upp spurningunni í myndbandi sem hann birti í dag hvort Kolbeinsey, nyrsta eyja Íslands, sé enn á sínum stað. Hann vísar í Wikipedia grein um eyjuna, þar sem sagt er frá því að eyjan verði fyrir mikilli svörfun sökum sjávarins sem eyðir klettum eyjarinnar. Því er spáð, samkvæmt Wikipedia greininni, að eyjan hverfi með öllu árið 2020. Scott ferðast til Kolbeinseyjar í myndbandinu en hann leigði flugvél til þess að kanna málið. Hann segir frá því að á 18. öld hafi Kolbeinsey verið um 700 metra löng, hundrað metra breið og hundrað metra há. Hún hafi myndast eftir að eldgos varð undir sjónum en hún verði stöðugt minni vegna sjórofs. Árið 1989 hafi eyjan aðeins verið um 40 metra löng og 40 metra breið og aðeins staðið um 5 metra yfir sjávarmáli. Svæði hafi Landhelgisgæslan byggt til þyrlulendingar í von um að hægja á eyðingu eyjarinnar en árið 2006 hafi svæðið hrunið. Hann segir þessa litlu eyju ekki virðast skipta miklu máli en hún geri það í raun. Landhelgi landa ráðist oft af smáum klettum og eyjum líkt og Kolbeinsey og eyðing þeirra geti haft áhrif á þau svæði sem ríkin geti veitt fisk á. Hvarf Kolbeinseyjar gæti því minnkað landhelgi Íslands töluvert og það svæði sem Íslendingar geta veitt fisk á. Þá fjallar hann um Þorskastríðin sem háð voru um miðja tuttugustu öld. Kolbeinsey sé nefnd í skjölum sem fjalla um landhelgi Íslands og líklegt sé, ef til þess kemur að hvarf eyjunnar hefur áhrif á landhelgi Íslands, að samið verði um landhelgina í alþjóðlegum samningaviðræðum. Það komi líklega ekki að sök þó einhver „handahófskenndur“ maður athugi hvort eyjan sé þar enn og vísar hann þar til sjálfs sín. „Það gæti samt virst ögrandi að ég, sem Breti, sé að athuga hvort Íslenski kletturinn sé ennþá þarna,“ segir Scott.Skjáskot/YouTube „Það gæti samt virst ögrandi að ég, sem Breti, sé að athuga hvort Íslenski kletturinn sé ennþá þarna,“ segir Scott. „Við förum að nálgast staðsetninguna sem okkur var gefin. Ég held ég sjái hana! Ég held þetta sé hún þarna í augsýn.“ „Þetta er varla neitt!“ segir Scott þegar hann nálgast eyjuna. „Það virðist samt vera að spárnar hafi verið nokkuð svartsýnar.“ Tvær smáar eyjar, eða klettar, eru enn eftir af eyjunni og á myndbandinu sést að talsvert stór hópur sjófugla heldur til á eyjunni. „Ísland! Eyjan ykkar er ennþá þarna. Verði ykkur að góðu.“ Samfélagsmiðlar Kolbeinsey Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Tom Scott, sem þekktur er fyrir YouTube-rás sína, veltir upp spurningunni í myndbandi sem hann birti í dag hvort Kolbeinsey, nyrsta eyja Íslands, sé enn á sínum stað. Hann vísar í Wikipedia grein um eyjuna, þar sem sagt er frá því að eyjan verði fyrir mikilli svörfun sökum sjávarins sem eyðir klettum eyjarinnar. Því er spáð, samkvæmt Wikipedia greininni, að eyjan hverfi með öllu árið 2020. Scott ferðast til Kolbeinseyjar í myndbandinu en hann leigði flugvél til þess að kanna málið. Hann segir frá því að á 18. öld hafi Kolbeinsey verið um 700 metra löng, hundrað metra breið og hundrað metra há. Hún hafi myndast eftir að eldgos varð undir sjónum en hún verði stöðugt minni vegna sjórofs. Árið 1989 hafi eyjan aðeins verið um 40 metra löng og 40 metra breið og aðeins staðið um 5 metra yfir sjávarmáli. Svæði hafi Landhelgisgæslan byggt til þyrlulendingar í von um að hægja á eyðingu eyjarinnar en árið 2006 hafi svæðið hrunið. Hann segir þessa litlu eyju ekki virðast skipta miklu máli en hún geri það í raun. Landhelgi landa ráðist oft af smáum klettum og eyjum líkt og Kolbeinsey og eyðing þeirra geti haft áhrif á þau svæði sem ríkin geti veitt fisk á. Hvarf Kolbeinseyjar gæti því minnkað landhelgi Íslands töluvert og það svæði sem Íslendingar geta veitt fisk á. Þá fjallar hann um Þorskastríðin sem háð voru um miðja tuttugustu öld. Kolbeinsey sé nefnd í skjölum sem fjalla um landhelgi Íslands og líklegt sé, ef til þess kemur að hvarf eyjunnar hefur áhrif á landhelgi Íslands, að samið verði um landhelgina í alþjóðlegum samningaviðræðum. Það komi líklega ekki að sök þó einhver „handahófskenndur“ maður athugi hvort eyjan sé þar enn og vísar hann þar til sjálfs sín. „Það gæti samt virst ögrandi að ég, sem Breti, sé að athuga hvort Íslenski kletturinn sé ennþá þarna,“ segir Scott.Skjáskot/YouTube „Það gæti samt virst ögrandi að ég, sem Breti, sé að athuga hvort Íslenski kletturinn sé ennþá þarna,“ segir Scott. „Við förum að nálgast staðsetninguna sem okkur var gefin. Ég held ég sjái hana! Ég held þetta sé hún þarna í augsýn.“ „Þetta er varla neitt!“ segir Scott þegar hann nálgast eyjuna. „Það virðist samt vera að spárnar hafi verið nokkuð svartsýnar.“ Tvær smáar eyjar, eða klettar, eru enn eftir af eyjunni og á myndbandinu sést að talsvert stór hópur sjófugla heldur til á eyjunni. „Ísland! Eyjan ykkar er ennþá þarna. Verði ykkur að góðu.“
Samfélagsmiðlar Kolbeinsey Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira