Óður til jökla heimsins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 10:03 Listaverkinu Sálumessa jöklanna eftir Heimi Hlöðversson var varpað á Hallgrímskirkju í gær á setningu Vetrarhátíðar. Vísir/Vilhelm Vetrarhátíð var sett í gær þegar listaverkinu Sálumessa jöklanna var varpað á Hallgrímskirkju. Verkið er óður til jökla heimsins og er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hlýnun jarðar. Yfir 150 viðburðir verða í boði í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins um helgina en hátíðinni lýkur á sunnudag. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir aldurshópar að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Ég fékk þá hugmynd í sumar að breyta Hallgrímskirkju í jökul sem er að bráðna. Þetta er óður til jökla heimsins,“ sagði Heimir Hlöðversson listamaðurinn á bak við Sálumessu jöklanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Jöklana sýnir hann stóra á Hallgrímskirkju og fer hann líka inn í jöklana svo þetta á að vera „jöklaupplifun einhverskonar,“ sagði listamaðurinn um verkið. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samstendur af þrem meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt og ljósalist ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni. Á þriðja tug bygginga á höfuðborgarsvæðinu verða upplýstar í einkennislitum Vetrarhátíðar, grænum og fjólubláum, auk þess sem ljóslistaverk verða á nokkrum lykilbyggingum á höfuðborgarsvæðinu; Hallgrímskirkju, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands, Hörpu og Ráðhúsi Reykjavíkur. Hallgrímskirkja við setningu Vetrarhátíðar í gær.Vísir/Vilhelm Safnanæturstrætó gengur í dag Guðmundur Birgir Halldórsson verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg sagði í samtali við fréttastofu í gær að hátíðin væri fyrir alla, hápunktarnir eru meðal annars safnanótt í kvöld, ljósagangan og sundlaugarnótt á sunnudag. Í dag verður opið frá 18 til 23 í 50 söfnum í öllum þessum sex sveitarfélögum. Gestir hátíðarinnar eru hvattir til að nýta sér sérstakan Safnanæturstrætó sér að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar um leiðarkerfið fyrir þennan Safnanæturstrætó má finna á vef hátíðarinnar. Vagninn mun ganga á milli allra safna á höfuðborgarsvæðinu og auðveldar þannig gestum að heimsækja söfnin og taka þátt í Safnanæturleiknum. Sundlauganótt verður haldin sunnudagskvöldið 9. Febrúar 2020 en þá verður frítt í sund frá 17:00 til 22.00 í 11 sundlaugum Höfuðborgarsvæðisins. Uppákomur í laugunum verða af margvíslegum toga og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri. Ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi, þar sem gestir eru hvattir til að taka þátt með því að slaka á og njóta stundarinnar. Hér má sjá dagskrá Vetrarhátíðarinnar. Umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Menning Reykjavík Styttur og útilistaverk Vetrarhátíð Hallgrímskirkja Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Vetrarhátíð var sett í gær þegar listaverkinu Sálumessa jöklanna var varpað á Hallgrímskirkju. Verkið er óður til jökla heimsins og er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um hlýnun jarðar. Yfir 150 viðburðir verða í boði í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins um helgina en hátíðinni lýkur á sunnudag. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir aldurshópar að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Ég fékk þá hugmynd í sumar að breyta Hallgrímskirkju í jökul sem er að bráðna. Þetta er óður til jökla heimsins,“ sagði Heimir Hlöðversson listamaðurinn á bak við Sálumessu jöklanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Jöklana sýnir hann stóra á Hallgrímskirkju og fer hann líka inn í jöklana svo þetta á að vera „jöklaupplifun einhverskonar,“ sagði listamaðurinn um verkið. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samstendur af þrem meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt og ljósalist ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu í borginni. Á þriðja tug bygginga á höfuðborgarsvæðinu verða upplýstar í einkennislitum Vetrarhátíðar, grænum og fjólubláum, auk þess sem ljóslistaverk verða á nokkrum lykilbyggingum á höfuðborgarsvæðinu; Hallgrímskirkju, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands, Hörpu og Ráðhúsi Reykjavíkur. Hallgrímskirkja við setningu Vetrarhátíðar í gær.Vísir/Vilhelm Safnanæturstrætó gengur í dag Guðmundur Birgir Halldórsson verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg sagði í samtali við fréttastofu í gær að hátíðin væri fyrir alla, hápunktarnir eru meðal annars safnanótt í kvöld, ljósagangan og sundlaugarnótt á sunnudag. Í dag verður opið frá 18 til 23 í 50 söfnum í öllum þessum sex sveitarfélögum. Gestir hátíðarinnar eru hvattir til að nýta sér sérstakan Safnanæturstrætó sér að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar um leiðarkerfið fyrir þennan Safnanæturstrætó má finna á vef hátíðarinnar. Vagninn mun ganga á milli allra safna á höfuðborgarsvæðinu og auðveldar þannig gestum að heimsækja söfnin og taka þátt í Safnanæturleiknum. Sundlauganótt verður haldin sunnudagskvöldið 9. Febrúar 2020 en þá verður frítt í sund frá 17:00 til 22.00 í 11 sundlaugum Höfuðborgarsvæðisins. Uppákomur í laugunum verða af margvíslegum toga og munu gestir fá að upplifa einstaka og óvenjulega kvöldstund í mögnuðu myrkri. Ljós, myrkur og gleði verða allsráðandi, þar sem gestir eru hvattir til að taka þátt með því að slaka á og njóta stundarinnar. Hér má sjá dagskrá Vetrarhátíðarinnar. Umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Menning Reykjavík Styttur og útilistaverk Vetrarhátíð Hallgrímskirkja Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira