Ýmir treystir Valsliðinu til að klára titilinn án sín en lofar að koma aftur í Val: „Frábært tækifæri“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 18:00 Ýmir Örn Gíslason spilar ekki fleiri leiki með Val á þessu tímabili en ætlar að koma aftur í Val eftir atvinnumennskuna. Mynd/S2 Sport Valsarinn Ýmir Örn Gíslason hefur skrifað undir samning í hálft þriðja ár við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen. Þetta er mikil áskorun fyrir landsliðsmanninn unga sem hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Val. Ýmir Örn var kynntur til leiks sem leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Mannheim í kvöld. „Þetta kom upp rétt fyrir helgi og er búið að ganga hratt fyrir sig. Ég er mjög ánægður með að fá þetta frábæra tækifæri,“ sagði Ýmir Örn Gíslason í samtali við Guðjón Guðmundsson. Ýmir gerir sér grein fyrir því að þetta sé stór áskorun fyrir hann að hefja atvinnumannaferilinn hjá einu af stóru félögunum í þýska handboltanum. „Þetta er stór klúbbur og frábært lið með góða leikmenn og góðan þjálfara. Það er allt mjög stórt í kringum þetta og ég er mjög spenntur fyrir því að fá að spila fyrir þá, sýna hvað ég get og standa mig,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir er búinn að bíða eftir því lengi að komast út en hann hefur verið í mjög stóru hlutverki hjá Valsliðinu undanfarin tímabil. „Ég er búinn að bíða því ég vildi finna mér rétt lið. Ég ákvað að vera þolinmóður og taka eitt auka tímabil með Val. Ég er mjög ánægður með það sem ég er kominn með núna og er virkilega sáttur,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. „Ég var ekki orðinn eitthvað óþolinmóður en smá. Ég var samt sallarólegur yfir þessu, beið og tel mig hafa valið rétt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir stóð sig mjög vel með íslenska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í síðasta mánuði og það hjálpaði örugglega til. „Það hjálpaði vissulega til og það varð til meiri áhugi en vanalega. Það var jákvætt fyrir mig og líka fyrir Val. Ég er uppalinn í Val og hef verið hér alla mína tíð. Ég elska þennan klúbb og mun koma aftur hingað seinna,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Hann er spenntur að fá að spreyta sig í sterkustu deild heims. „Það er brjáluð samkeppni í þessu liði, á hverri einustu æfingu og í hverjum einasta leik. Þú getur átt lélega viku og þá spilar þú ekki í mínútu en átt síðan frábæru viku næst og þá spilar þú bara í 60 mínútur. Það er það sem ég vill og ég er tilbúinn í það,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Var Ýmir búinn að kynna sér klúbbinn? „Ég vissi nú alveg hvaða klúbbur þetta var. Þetta er stór klúbbur og maður hefur fylgst með þeim lengi. Ég vissi hvaða leikmenn voru þarna og hver væri þjálfarinn. Ég fæ hins vegar að kynnast klúbbnum aðeins betur þegar við förum út,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Þetta er mikið áfall fyrir Valsmenn en Ýmir hefur lagt mikið á sig til að koma sér í toppstand. „Ég treysti þeim alveg til að klára þetta og ég hef trú á þeim. Við erum með frábæra leikmenn og það er ákveðinn liðsandi og karakter í þessu liði hérna. Ég treysti þeim því fullkomlega til þess að klára þetta,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir notaði sumarið vel og hann sýndi það sérstaklega á EM hversu vel hann stendur líkamlega eftir sjö landsleiki á stuttum tíma. „Ég setti miklu meiri kraft í þetta í sumar en lenti í smá meiðslum og veikindum og léttist mikið. Ég fór að æfa með Boga og fór að lyfta og hlaupa eins og vitleysingur í tvo tíma í hádeginu, tvisvar til þrisvar í viku. Svo var allur handboltinn hjá Snorra þar sem við hlaupum, hlaupum og hlaupum,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. „Þetta er búið að vera brjálæðislega mikið núna í lyftingunum og svo er ég búinn að vera í skóla og vinna líka með þessu. Það er búið að vera þrusu mikið að gera og ég er ánægður með að ég sé að uppskera vel,“ sagði Ýmir Örn Gíslason en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Ýmir: Mjög ánægður með að fá þetta frábæra tækifæri Olís-deild karla Þýski handboltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Valsarinn Ýmir Örn Gíslason hefur skrifað undir samning í hálft þriðja ár við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen. Þetta er mikil áskorun fyrir landsliðsmanninn unga sem hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Val. Ýmir Örn var kynntur til leiks sem leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Mannheim í kvöld. „Þetta kom upp rétt fyrir helgi og er búið að ganga hratt fyrir sig. Ég er mjög ánægður með að fá þetta frábæra tækifæri,“ sagði Ýmir Örn Gíslason í samtali við Guðjón Guðmundsson. Ýmir gerir sér grein fyrir því að þetta sé stór áskorun fyrir hann að hefja atvinnumannaferilinn hjá einu af stóru félögunum í þýska handboltanum. „Þetta er stór klúbbur og frábært lið með góða leikmenn og góðan þjálfara. Það er allt mjög stórt í kringum þetta og ég er mjög spenntur fyrir því að fá að spila fyrir þá, sýna hvað ég get og standa mig,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir er búinn að bíða eftir því lengi að komast út en hann hefur verið í mjög stóru hlutverki hjá Valsliðinu undanfarin tímabil. „Ég er búinn að bíða því ég vildi finna mér rétt lið. Ég ákvað að vera þolinmóður og taka eitt auka tímabil með Val. Ég er mjög ánægður með það sem ég er kominn með núna og er virkilega sáttur,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. „Ég var ekki orðinn eitthvað óþolinmóður en smá. Ég var samt sallarólegur yfir þessu, beið og tel mig hafa valið rétt,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir stóð sig mjög vel með íslenska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í síðasta mánuði og það hjálpaði örugglega til. „Það hjálpaði vissulega til og það varð til meiri áhugi en vanalega. Það var jákvætt fyrir mig og líka fyrir Val. Ég er uppalinn í Val og hef verið hér alla mína tíð. Ég elska þennan klúbb og mun koma aftur hingað seinna,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Hann er spenntur að fá að spreyta sig í sterkustu deild heims. „Það er brjáluð samkeppni í þessu liði, á hverri einustu æfingu og í hverjum einasta leik. Þú getur átt lélega viku og þá spilar þú ekki í mínútu en átt síðan frábæru viku næst og þá spilar þú bara í 60 mínútur. Það er það sem ég vill og ég er tilbúinn í það,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Var Ýmir búinn að kynna sér klúbbinn? „Ég vissi nú alveg hvaða klúbbur þetta var. Þetta er stór klúbbur og maður hefur fylgst með þeim lengi. Ég vissi hvaða leikmenn voru þarna og hver væri þjálfarinn. Ég fæ hins vegar að kynnast klúbbnum aðeins betur þegar við förum út,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Þetta er mikið áfall fyrir Valsmenn en Ýmir hefur lagt mikið á sig til að koma sér í toppstand. „Ég treysti þeim alveg til að klára þetta og ég hef trú á þeim. Við erum með frábæra leikmenn og það er ákveðinn liðsandi og karakter í þessu liði hérna. Ég treysti þeim því fullkomlega til þess að klára þetta,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. Ýmir notaði sumarið vel og hann sýndi það sérstaklega á EM hversu vel hann stendur líkamlega eftir sjö landsleiki á stuttum tíma. „Ég setti miklu meiri kraft í þetta í sumar en lenti í smá meiðslum og veikindum og léttist mikið. Ég fór að æfa með Boga og fór að lyfta og hlaupa eins og vitleysingur í tvo tíma í hádeginu, tvisvar til þrisvar í viku. Svo var allur handboltinn hjá Snorra þar sem við hlaupum, hlaupum og hlaupum,“ sagði Ýmir Örn Gíslason. „Þetta er búið að vera brjálæðislega mikið núna í lyftingunum og svo er ég búinn að vera í skóla og vinna líka með þessu. Það er búið að vera þrusu mikið að gera og ég er ánægður með að ég sé að uppskera vel,“ sagði Ýmir Örn Gíslason en það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Ýmir: Mjög ánægður með að fá þetta frábæra tækifæri
Olís-deild karla Þýski handboltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira