Leið til að hætta ekki við góðar hugmyndir Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 12:00 Marteinn Steinar Jónsson fyrirtækja og vinnusálfræðingur segir að oft gerum við úlfalda úr mýflugu vegna þess að við fáum áhyggjur eða verðum kvíðin. Það kannast flestir við að hafa einhvern tímann fengið góða hugmynd sem síðan deyr drottni sínum því okkur beinlínis skortir hugrekkið þegar á reynir. Stundum heyrum við meira að segja orðatiltækið ,,það verður ekki neitt úr neinu…“ í samhengi við tal um framkvæmdir sem síðar verða ekki að veruleika. Þótt hagur atvinnulífs felist í að ná góðum hugmyndum í framkvæmd segir Marteinn Steinar Jónsson, fyrirtækja- og vinnusálfræðingur skýringuna á þessu sé oft að finna í kvíða og áhyggjum sem koma upp. Eitthvað verður þess valdandi að við upplifum lamandi ótta og missum kjarkinn. Að sögn Marteins getum við í mörgum tilfellum hjálpað okkur sjálfum, yfirunnið þessar tilfinningar. Gott ráð er að byrja á því að greina hvaða tilfinning eða tilfinningar það eru sem er að draga úr okkur. Á vanmáttarkenndin rætur að rekja til ótta, höfnunartilfinningar, kvíða eða depurðar? Fyrsta skrefið er að gefa tilfinningum okkar nafn og helst að skrifa þær niður. Síðan þurfum við að slaka á og gefa okkur svigrúm og tíma til að vinna úr þessum tilfinningum. Marteinn er með M.Sc. próf í klínískri sálfræði frá Lundúnaháskóla, M.Sc. próf í fyrirtækja- og vinnusálfræði við Háskólann í Surrey í Bretlandi og Diplóma próf í fyrirtækjasálfræði frá The Centre for Personal Construct Psychology í London. Hér leiðir hann okkur í gegnum ímyndað dæmi um einstakling sem langar að stofna sitt eigið fyrirtæki. „Gerum ráð fyrir að þú viljir hefja eigin rekstur en finnur að þú hræðist að taka áhættuna. Í hvert sinn sem þú hugsar um þennan draum, bregst þú við innra með þér með því að segja „það er allt of mikil áhætta." Óttinn er það áleitinn að áður en þú veist af hefur þú sannfært sjálfan þig um að það sé ekki möguleiki á að þessi draumur rætist, áhættan sé einfaldlega of mikil. Það sem þú þarft að gera á slíkum stundum er að velta því fyrir þér hvaðan óttinn kemur. Eftir nokkra ígrundun verður þér ljóst að fyrst og fremst var um fjárhagsáhyggjur að ræða. Óttinn tengist hugsunum um að ef þú lætur verða að því að stofnar þinn eigin rekstur þá bíða þín fjárhagslegar hremmingar. Þú sérð fyrir þér að þurfa að segja upp núverandi starfi, taka húsnæði á leigu, fjárfesta í tækjum og búnaði. Óvissan um fjárhagslega afkomu verður að lokum yfirþyrmandi.“ Í stað þess að hætta strax við áformin segir Marteinn að næsta skref sé að greina undirrót óttans eða uppsprettu vandans. „Kannski á þessi ótti rætur að rekja til erfiðrar kringumstæðna í uppvexti. Ef til vill kemur í ljós að þú hefur ætíð óttast skort og fátækt sökum sársaukafullra minninga um erfiðar fjárhagslegar kringumstæður á uppvaxtarárunum. Ef svo er þá kemst þú að raun um að óttinn við að hefja sjálfstæðan atvinnurekstur á sér ekki raunhæfar forsendur. Aðstæður í dag eru aðrar og betri en þær voru á uppvaxtarárum þínum þegar þú varst þess ekki umkominn að sigrast á vandanum. Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur verið að gera úlfalda úr mýflugu.“ Það er hagur atvinnulífs að sem flestar góðar hugmyndir komist til framkvæmda. Oft verða þær þó að engu því fólk fær áhyggjur eða finnst hugmyndin of lamandi til að fylgja henni eftir.Vísir/Getty Marteinn segir að þótt við séum orðin fullorðin þá sé það staðreynd að oft lifi lengi í gömlum glæðum. Okkur hætti því til að láta fyrri tíma hugmyndir og tilfinningar ráða ferðinni. „Að úrvinnslunni afstaðinni hefur þú öðlast betra innsæi og skýrari vitund um rætur og orsakir óttans. Að óttinn nærðist á tilfinningahlöðnum minningum fortíðar. Samhengi er gjörbreytt frá því sem áður var. Þér líður ekki lengur eins og vanmáttugt barn, háð og ofurselt erfiðum kringumstæðum fortíðar. Þó svo að við séum orðin fullorðin þá getum við samt verið bundin af hugmyndum og tilfinningum fortíðar, sem vinna án afláts gegn hagsmunum okkar. Margir gera sér ekki nægjanlega skýra grein fyrir þessu.“ Marteinn bendir fólki á að nýta innsæið sitt sem hjálpartæki. „Með auknu innsæi getum við í mörgum tilfellum rutt úr vegi tilfinningalegum hindrunum sem eru ekki lengur í samræmi við kringumstæður dagsins í dag. Mikilvægt er að útbúa áætlun, brjóta viðfangsefnin niður í lítil skref og hefjast handa við framkvæmdina, úrlausn þess sem að er stefnt.“ Ofangreint dæmi má alveg yfirfæra á ýmislegt annað. Það geta verið kvíðatengd verkefni eða málefni sem við erum að takast á við í stjórnunarhlutverki okkar á vinnustaðnum. Með því að fylgja eftir þeim ráðum sem Marteinn gefur í dæmisögunni getum við hjálpað okkur sjálfum til að yfirstíga óttann. Við getum losað um og yfirstígið tilfinningalegar hindranir í vegi framkvæmdar og árangurs í starfi og einkalífi. Að lokum segir Marteinn okkur frá sögu sem má læra mikið af. „Ég heyrði einu sinni frásögn af gömlum manni sem var við dauðans dyr. Hann var spurður um hvað það væri sem hann sæi mest eftir þegar hann horfði til baka yfir lífshlaup sitt. Eftir nokkra umhugsun sagðist hann sjá mest eftir öllum þeim tíma sem hann hefði eytt í kvíða og áhyggjur. Hann hafði núna, en of seint, áttað sig á þeirri staðreynd að meira en níutíu prósent af öllu því sem hafði angrað hann og haldið fyrir honum vöku, hafði aldrei komið fyrir hann. Má vera að líkt sé farið um þig og gamla manninn, hvað varðar tilgangslausar og óraunhæfar áhyggjur?“ Tengdar fréttir Starfsframinn: Tíu ráð fyrir þá sem vilja ná lengra Ef þú værir sjálfstæður ráðgjafi eða starfaðir sem verktaki, í hverju myndu verkefnin þín þá felast? 3. febrúar 2020 09:00 Að setja sér markmið í starfi 2020: Þrjár skotheldar leiðir Fyrir hvað viltu vera þekkt/þekktur í starfi? Hvaða fimm atriði stóðu uppúr hjá þér árið 2019? Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers hvetur fólk til að setja sér persónuleg markmið í starfi fyrir árið 2020. 23. janúar 2020 09:00 Ótti hefur áhrif á frammistöðu í vinnu Ótti hefur áhrif á frammistöðu starfsmanna. Hér er búið að greina fjórar algengustu aðstæðurnar sem skapa ótta hjá starfsmönnum. 6. febrúar 2020 09:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Það kannast flestir við að hafa einhvern tímann fengið góða hugmynd sem síðan deyr drottni sínum því okkur beinlínis skortir hugrekkið þegar á reynir. Stundum heyrum við meira að segja orðatiltækið ,,það verður ekki neitt úr neinu…“ í samhengi við tal um framkvæmdir sem síðar verða ekki að veruleika. Þótt hagur atvinnulífs felist í að ná góðum hugmyndum í framkvæmd segir Marteinn Steinar Jónsson, fyrirtækja- og vinnusálfræðingur skýringuna á þessu sé oft að finna í kvíða og áhyggjum sem koma upp. Eitthvað verður þess valdandi að við upplifum lamandi ótta og missum kjarkinn. Að sögn Marteins getum við í mörgum tilfellum hjálpað okkur sjálfum, yfirunnið þessar tilfinningar. Gott ráð er að byrja á því að greina hvaða tilfinning eða tilfinningar það eru sem er að draga úr okkur. Á vanmáttarkenndin rætur að rekja til ótta, höfnunartilfinningar, kvíða eða depurðar? Fyrsta skrefið er að gefa tilfinningum okkar nafn og helst að skrifa þær niður. Síðan þurfum við að slaka á og gefa okkur svigrúm og tíma til að vinna úr þessum tilfinningum. Marteinn er með M.Sc. próf í klínískri sálfræði frá Lundúnaháskóla, M.Sc. próf í fyrirtækja- og vinnusálfræði við Háskólann í Surrey í Bretlandi og Diplóma próf í fyrirtækjasálfræði frá The Centre for Personal Construct Psychology í London. Hér leiðir hann okkur í gegnum ímyndað dæmi um einstakling sem langar að stofna sitt eigið fyrirtæki. „Gerum ráð fyrir að þú viljir hefja eigin rekstur en finnur að þú hræðist að taka áhættuna. Í hvert sinn sem þú hugsar um þennan draum, bregst þú við innra með þér með því að segja „það er allt of mikil áhætta." Óttinn er það áleitinn að áður en þú veist af hefur þú sannfært sjálfan þig um að það sé ekki möguleiki á að þessi draumur rætist, áhættan sé einfaldlega of mikil. Það sem þú þarft að gera á slíkum stundum er að velta því fyrir þér hvaðan óttinn kemur. Eftir nokkra ígrundun verður þér ljóst að fyrst og fremst var um fjárhagsáhyggjur að ræða. Óttinn tengist hugsunum um að ef þú lætur verða að því að stofnar þinn eigin rekstur þá bíða þín fjárhagslegar hremmingar. Þú sérð fyrir þér að þurfa að segja upp núverandi starfi, taka húsnæði á leigu, fjárfesta í tækjum og búnaði. Óvissan um fjárhagslega afkomu verður að lokum yfirþyrmandi.“ Í stað þess að hætta strax við áformin segir Marteinn að næsta skref sé að greina undirrót óttans eða uppsprettu vandans. „Kannski á þessi ótti rætur að rekja til erfiðrar kringumstæðna í uppvexti. Ef til vill kemur í ljós að þú hefur ætíð óttast skort og fátækt sökum sársaukafullra minninga um erfiðar fjárhagslegar kringumstæður á uppvaxtarárunum. Ef svo er þá kemst þú að raun um að óttinn við að hefja sjálfstæðan atvinnurekstur á sér ekki raunhæfar forsendur. Aðstæður í dag eru aðrar og betri en þær voru á uppvaxtarárum þínum þegar þú varst þess ekki umkominn að sigrast á vandanum. Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur verið að gera úlfalda úr mýflugu.“ Það er hagur atvinnulífs að sem flestar góðar hugmyndir komist til framkvæmda. Oft verða þær þó að engu því fólk fær áhyggjur eða finnst hugmyndin of lamandi til að fylgja henni eftir.Vísir/Getty Marteinn segir að þótt við séum orðin fullorðin þá sé það staðreynd að oft lifi lengi í gömlum glæðum. Okkur hætti því til að láta fyrri tíma hugmyndir og tilfinningar ráða ferðinni. „Að úrvinnslunni afstaðinni hefur þú öðlast betra innsæi og skýrari vitund um rætur og orsakir óttans. Að óttinn nærðist á tilfinningahlöðnum minningum fortíðar. Samhengi er gjörbreytt frá því sem áður var. Þér líður ekki lengur eins og vanmáttugt barn, háð og ofurselt erfiðum kringumstæðum fortíðar. Þó svo að við séum orðin fullorðin þá getum við samt verið bundin af hugmyndum og tilfinningum fortíðar, sem vinna án afláts gegn hagsmunum okkar. Margir gera sér ekki nægjanlega skýra grein fyrir þessu.“ Marteinn bendir fólki á að nýta innsæið sitt sem hjálpartæki. „Með auknu innsæi getum við í mörgum tilfellum rutt úr vegi tilfinningalegum hindrunum sem eru ekki lengur í samræmi við kringumstæður dagsins í dag. Mikilvægt er að útbúa áætlun, brjóta viðfangsefnin niður í lítil skref og hefjast handa við framkvæmdina, úrlausn þess sem að er stefnt.“ Ofangreint dæmi má alveg yfirfæra á ýmislegt annað. Það geta verið kvíðatengd verkefni eða málefni sem við erum að takast á við í stjórnunarhlutverki okkar á vinnustaðnum. Með því að fylgja eftir þeim ráðum sem Marteinn gefur í dæmisögunni getum við hjálpað okkur sjálfum til að yfirstíga óttann. Við getum losað um og yfirstígið tilfinningalegar hindranir í vegi framkvæmdar og árangurs í starfi og einkalífi. Að lokum segir Marteinn okkur frá sögu sem má læra mikið af. „Ég heyrði einu sinni frásögn af gömlum manni sem var við dauðans dyr. Hann var spurður um hvað það væri sem hann sæi mest eftir þegar hann horfði til baka yfir lífshlaup sitt. Eftir nokkra umhugsun sagðist hann sjá mest eftir öllum þeim tíma sem hann hefði eytt í kvíða og áhyggjur. Hann hafði núna, en of seint, áttað sig á þeirri staðreynd að meira en níutíu prósent af öllu því sem hafði angrað hann og haldið fyrir honum vöku, hafði aldrei komið fyrir hann. Má vera að líkt sé farið um þig og gamla manninn, hvað varðar tilgangslausar og óraunhæfar áhyggjur?“
Tengdar fréttir Starfsframinn: Tíu ráð fyrir þá sem vilja ná lengra Ef þú værir sjálfstæður ráðgjafi eða starfaðir sem verktaki, í hverju myndu verkefnin þín þá felast? 3. febrúar 2020 09:00 Að setja sér markmið í starfi 2020: Þrjár skotheldar leiðir Fyrir hvað viltu vera þekkt/þekktur í starfi? Hvaða fimm atriði stóðu uppúr hjá þér árið 2019? Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers hvetur fólk til að setja sér persónuleg markmið í starfi fyrir árið 2020. 23. janúar 2020 09:00 Ótti hefur áhrif á frammistöðu í vinnu Ótti hefur áhrif á frammistöðu starfsmanna. Hér er búið að greina fjórar algengustu aðstæðurnar sem skapa ótta hjá starfsmönnum. 6. febrúar 2020 09:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Starfsframinn: Tíu ráð fyrir þá sem vilja ná lengra Ef þú værir sjálfstæður ráðgjafi eða starfaðir sem verktaki, í hverju myndu verkefnin þín þá felast? 3. febrúar 2020 09:00
Að setja sér markmið í starfi 2020: Þrjár skotheldar leiðir Fyrir hvað viltu vera þekkt/þekktur í starfi? Hvaða fimm atriði stóðu uppúr hjá þér árið 2019? Rúna Magnúsdóttir stofnandi The Change Makers hvetur fólk til að setja sér persónuleg markmið í starfi fyrir árið 2020. 23. janúar 2020 09:00
Ótti hefur áhrif á frammistöðu í vinnu Ótti hefur áhrif á frammistöðu starfsmanna. Hér er búið að greina fjórar algengustu aðstæðurnar sem skapa ótta hjá starfsmönnum. 6. febrúar 2020 09:00