Bjarki Már Elísson er í úrvalsliði 21. umferðar þýsku úrvalsdeildarinnar fyrir frammistöðu sína í sigri Lemgo á Stuttgart, 27-23, í gær.
Bjarki skoraði ellefu mörk úr tólf skotum og var markahæstur á vellinum.
Þetta er í fimmta skipti sem Bjarki er í liði umferðarinnar í þýsku deildinni. Þá var hann valinn besti leikmaður september-mánaðar
Kári hefur leikið afar vel með Lemgo í vetur og er næstmarkahæsti leikmaður þýsku deildarinnar. Hann hefur skorað 159 mörk, einu marki minna en Hans Lindberg.
Bjarki kom til Lemgo frá Füchse Berlin síðasta sumar. Hann hefur leikið í Þýskalandi frá 2013.
Lemgo er í 12. sæti deildarinnar með 16 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.
