Vilja bíða með að fjölga liðum í Pepsi Max deild karla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 11:15 Frá leik FH og KR í Pepsi Max deild karla síðasta sumar. Vísir/Daníel Skýrsla starfshóps um Pepsi Max deild karla og fjölgun leikja hefur skilað sinni niðurstöðu sinni og hann vill ekki fjölga liðum sumarið 2021 heldur skoða málið betur á næstu mánuðum. Það er mat starfshópsins að umræðan innan hreyfingarinnar nú, hvort heldur sé á milli félaga og innan einstakra félaga, sé of skammt á veg komin til þess að hægt sé að ná fram niðurstöðu á þessum tímapunkti. Hópurinn leggur það til að starfshópurinn starfi áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi haustið 2020. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. „Breyting á mótahaldi þarf að hafa víðan stuðning svo breytingin nái fram að ganga og takist vel í framkvæmt. Skapa þarf því vettvang til að umræðan haldi áfram með það að markmiði að á ársþinginu 2021 náist sátt um tillögu um breytt fyrirkomulag sem tæki gildi keppnistímabilið 2022 í tengslum við nýja samninga varðandi markaðs – og sjónvarpsréttindi,“ segir í niðurstöðunni. Stjórn KSÍ hafði samþykkt það á stjórnarfundi sínum í desember síðastliðnum að skipa hópinn en hlutverk hans var að leggja mat á þá kosti sem nefndir hafa verið um mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla. Í hópnum voru þeir Börkur Edvardsson (Valur), Haraldur Haraldsson (Víkingur/ÍTF/Stjórn KSÍ), Orri Hlöðversson (Breiðablik) og Þórir Hákonarson (Þróttur/ÍTF), Björn Friðþjófsson og Valgeir Sigurðsson frá KSÍ og Tómas Þór Þórðarson (formaður Samtaka íþróttafréttamanna) frá fjölmiðlum.Niðurstaðan Að breyta keppnisfyrirkomulagi í efstu deildum Íslandsmótsins í knattspyrnu þarf að gera að vandlega athuguðu máli. Ná þarf yfir allar forsendur sem liggja til grundvallar þegar ákvörðun er tekin, sama hvaða leið er valin. Í vinnu starfshópsins kom fljótlega í ljós að leggja þurfti í gríðarlega mikla og tímafreka vinnu til að ná yfir öll þau fjölmörgu atriði sem þarf að hafa í huga við að skoða ólíkar útfærslur. Á þeim tíma sem hópurinn hafði til umráða náðist engan vegin að kanna þau nægilega vel. Það er mat starfshópsins að umræðan innan hreyfingarinnar nú, hvort heldur sé á milli félaga og innan einstakra félaga, sé of skammt á veg komin til þess að hægt sé að ná fram niðurstöðu á þessum tímapunkti. Lagt er til að starfshópur starfi áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi haustið 2020. Verkefni hans verði að afla frekari upplýsinga um þær leiðir sem færar þykja og kynna aðildarfélögum eigi síðar en haustið 2020. Hann hefði heimild til að kalla til fleiri aðila, hvort heldur sem er frá aðildarfélögunum eða öðrum hagsmunaaðilum. Breyting á mótahaldi þarf að hafa víðan stuðning svo breytingin nái fram að ganga og takist vel í framkvæmt. Skapa þarf því vettvang til að umræðan haldi áfram með það að markmiði að á ársþinginu 2021 náist sátt um tillögu um breytt fyrirkomulag sem tæki gildi keppnistímabilið 2022 í tengslum við nýja samninga varðandi markaðs – og sjónvarpsréttindi. Hægt er að lesa skýrslu starfshópsins hér. KSÍ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira
Skýrsla starfshóps um Pepsi Max deild karla og fjölgun leikja hefur skilað sinni niðurstöðu sinni og hann vill ekki fjölga liðum sumarið 2021 heldur skoða málið betur á næstu mánuðum. Það er mat starfshópsins að umræðan innan hreyfingarinnar nú, hvort heldur sé á milli félaga og innan einstakra félaga, sé of skammt á veg komin til þess að hægt sé að ná fram niðurstöðu á þessum tímapunkti. Hópurinn leggur það til að starfshópurinn starfi áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi haustið 2020. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. „Breyting á mótahaldi þarf að hafa víðan stuðning svo breytingin nái fram að ganga og takist vel í framkvæmt. Skapa þarf því vettvang til að umræðan haldi áfram með það að markmiði að á ársþinginu 2021 náist sátt um tillögu um breytt fyrirkomulag sem tæki gildi keppnistímabilið 2022 í tengslum við nýja samninga varðandi markaðs – og sjónvarpsréttindi,“ segir í niðurstöðunni. Stjórn KSÍ hafði samþykkt það á stjórnarfundi sínum í desember síðastliðnum að skipa hópinn en hlutverk hans var að leggja mat á þá kosti sem nefndir hafa verið um mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla. Í hópnum voru þeir Börkur Edvardsson (Valur), Haraldur Haraldsson (Víkingur/ÍTF/Stjórn KSÍ), Orri Hlöðversson (Breiðablik) og Þórir Hákonarson (Þróttur/ÍTF), Björn Friðþjófsson og Valgeir Sigurðsson frá KSÍ og Tómas Þór Þórðarson (formaður Samtaka íþróttafréttamanna) frá fjölmiðlum.Niðurstaðan Að breyta keppnisfyrirkomulagi í efstu deildum Íslandsmótsins í knattspyrnu þarf að gera að vandlega athuguðu máli. Ná þarf yfir allar forsendur sem liggja til grundvallar þegar ákvörðun er tekin, sama hvaða leið er valin. Í vinnu starfshópsins kom fljótlega í ljós að leggja þurfti í gríðarlega mikla og tímafreka vinnu til að ná yfir öll þau fjölmörgu atriði sem þarf að hafa í huga við að skoða ólíkar útfærslur. Á þeim tíma sem hópurinn hafði til umráða náðist engan vegin að kanna þau nægilega vel. Það er mat starfshópsins að umræðan innan hreyfingarinnar nú, hvort heldur sé á milli félaga og innan einstakra félaga, sé of skammt á veg komin til þess að hægt sé að ná fram niðurstöðu á þessum tímapunkti. Lagt er til að starfshópur starfi áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi haustið 2020. Verkefni hans verði að afla frekari upplýsinga um þær leiðir sem færar þykja og kynna aðildarfélögum eigi síðar en haustið 2020. Hann hefði heimild til að kalla til fleiri aðila, hvort heldur sem er frá aðildarfélögunum eða öðrum hagsmunaaðilum. Breyting á mótahaldi þarf að hafa víðan stuðning svo breytingin nái fram að ganga og takist vel í framkvæmt. Skapa þarf því vettvang til að umræðan haldi áfram með það að markmiði að á ársþinginu 2021 náist sátt um tillögu um breytt fyrirkomulag sem tæki gildi keppnistímabilið 2022 í tengslum við nýja samninga varðandi markaðs – og sjónvarpsréttindi. Hægt er að lesa skýrslu starfshópsins hér.
KSÍ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sjá meira