Rödd Elton John gaf sig á miðjum tónleikum Andri Eysteinsson skrifar 16. febrúar 2020 16:04 Elton John lagði sig allann fram í Auckland. Getty/Dave Simpson Tónlistargoðsögnin Elton John neyddist til að aflýsa tónleikum sínum í Auckland í Nýja Sjálandi eftir að hafa misst röddina þegar tónleikarnir voru hálfnaðir. Áður hafði John tilkynnt tónleikagestum að hann hafi greinst með lungnabólgu en ætlaði ekki að láta það á sig fá. John sem er 72 ára gamall er um þessar mundir á Goodbye Yellow Brick Road tónleikaferðalagi sínu og voru tónleikarnir á Mount Smart-vellinum í Auckland þeir fyrstu á Nýja Sjálandi. „Ég er algjörlega búinn að missa röddina, ég get ekki sungið. Ég þarf að fara, ég biðst afsökunar,“ sagði John við tónleikagesti eftir að röddin hafði gefið sig. .@eltonofficial broke down after losing his voice to walking pneumonia 2/3rds through his Auckland show. It was hard to watch! Amazing hour 45 regardless pic.twitter.com/9jUb0xSIh4— Clint Roberts (@kiaoraclint) February 16, 2020 BBC greinir frá að John hafi þegar sungið þekkt lög á borð við Candle in the Wind og All the Girls Love Alice og var í miðjum flutningi á laginu Daniel þegar allt kom fyrir ekki. John bað aðdáendur sína enn og aftur afsökunar á Instagram-síðu sinni. „Ég spilaði og söng af öllu hjarta. Ég er vonsvikinn og sár. Ég gaf allt sem ég átti í frammistöðuna. Takk fyrir óviðjafnanlegan stuðning og alla þá ást sem mér var sýnd í kvöld. Ég verð að eilífu þakklátur,“ skrifaði söngvarinn. Ekki er ljóst hvort veikindi Elton John muni hafa frekari áhrif á tónleikaferðalag hans en áformaðir eru tvennir tónleikar til viðbótar í Auckland. Nýja-Sjáland Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Tónlistargoðsögnin Elton John neyddist til að aflýsa tónleikum sínum í Auckland í Nýja Sjálandi eftir að hafa misst röddina þegar tónleikarnir voru hálfnaðir. Áður hafði John tilkynnt tónleikagestum að hann hafi greinst með lungnabólgu en ætlaði ekki að láta það á sig fá. John sem er 72 ára gamall er um þessar mundir á Goodbye Yellow Brick Road tónleikaferðalagi sínu og voru tónleikarnir á Mount Smart-vellinum í Auckland þeir fyrstu á Nýja Sjálandi. „Ég er algjörlega búinn að missa röddina, ég get ekki sungið. Ég þarf að fara, ég biðst afsökunar,“ sagði John við tónleikagesti eftir að röddin hafði gefið sig. .@eltonofficial broke down after losing his voice to walking pneumonia 2/3rds through his Auckland show. It was hard to watch! Amazing hour 45 regardless pic.twitter.com/9jUb0xSIh4— Clint Roberts (@kiaoraclint) February 16, 2020 BBC greinir frá að John hafi þegar sungið þekkt lög á borð við Candle in the Wind og All the Girls Love Alice og var í miðjum flutningi á laginu Daniel þegar allt kom fyrir ekki. John bað aðdáendur sína enn og aftur afsökunar á Instagram-síðu sinni. „Ég spilaði og söng af öllu hjarta. Ég er vonsvikinn og sár. Ég gaf allt sem ég átti í frammistöðuna. Takk fyrir óviðjafnanlegan stuðning og alla þá ást sem mér var sýnd í kvöld. Ég verð að eilífu þakklátur,“ skrifaði söngvarinn. Ekki er ljóst hvort veikindi Elton John muni hafa frekari áhrif á tónleikaferðalag hans en áformaðir eru tvennir tónleikar til viðbótar í Auckland.
Nýja-Sjáland Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning