Rödd Elton John gaf sig á miðjum tónleikum Andri Eysteinsson skrifar 16. febrúar 2020 16:04 Elton John lagði sig allann fram í Auckland. Getty/Dave Simpson Tónlistargoðsögnin Elton John neyddist til að aflýsa tónleikum sínum í Auckland í Nýja Sjálandi eftir að hafa misst röddina þegar tónleikarnir voru hálfnaðir. Áður hafði John tilkynnt tónleikagestum að hann hafi greinst með lungnabólgu en ætlaði ekki að láta það á sig fá. John sem er 72 ára gamall er um þessar mundir á Goodbye Yellow Brick Road tónleikaferðalagi sínu og voru tónleikarnir á Mount Smart-vellinum í Auckland þeir fyrstu á Nýja Sjálandi. „Ég er algjörlega búinn að missa röddina, ég get ekki sungið. Ég þarf að fara, ég biðst afsökunar,“ sagði John við tónleikagesti eftir að röddin hafði gefið sig. .@eltonofficial broke down after losing his voice to walking pneumonia 2/3rds through his Auckland show. It was hard to watch! Amazing hour 45 regardless pic.twitter.com/9jUb0xSIh4— Clint Roberts (@kiaoraclint) February 16, 2020 BBC greinir frá að John hafi þegar sungið þekkt lög á borð við Candle in the Wind og All the Girls Love Alice og var í miðjum flutningi á laginu Daniel þegar allt kom fyrir ekki. John bað aðdáendur sína enn og aftur afsökunar á Instagram-síðu sinni. „Ég spilaði og söng af öllu hjarta. Ég er vonsvikinn og sár. Ég gaf allt sem ég átti í frammistöðuna. Takk fyrir óviðjafnanlegan stuðning og alla þá ást sem mér var sýnd í kvöld. Ég verð að eilífu þakklátur,“ skrifaði söngvarinn. Ekki er ljóst hvort veikindi Elton John muni hafa frekari áhrif á tónleikaferðalag hans en áformaðir eru tvennir tónleikar til viðbótar í Auckland. Nýja-Sjáland Tónlist Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tónlistargoðsögnin Elton John neyddist til að aflýsa tónleikum sínum í Auckland í Nýja Sjálandi eftir að hafa misst röddina þegar tónleikarnir voru hálfnaðir. Áður hafði John tilkynnt tónleikagestum að hann hafi greinst með lungnabólgu en ætlaði ekki að láta það á sig fá. John sem er 72 ára gamall er um þessar mundir á Goodbye Yellow Brick Road tónleikaferðalagi sínu og voru tónleikarnir á Mount Smart-vellinum í Auckland þeir fyrstu á Nýja Sjálandi. „Ég er algjörlega búinn að missa röddina, ég get ekki sungið. Ég þarf að fara, ég biðst afsökunar,“ sagði John við tónleikagesti eftir að röddin hafði gefið sig. .@eltonofficial broke down after losing his voice to walking pneumonia 2/3rds through his Auckland show. It was hard to watch! Amazing hour 45 regardless pic.twitter.com/9jUb0xSIh4— Clint Roberts (@kiaoraclint) February 16, 2020 BBC greinir frá að John hafi þegar sungið þekkt lög á borð við Candle in the Wind og All the Girls Love Alice og var í miðjum flutningi á laginu Daniel þegar allt kom fyrir ekki. John bað aðdáendur sína enn og aftur afsökunar á Instagram-síðu sinni. „Ég spilaði og söng af öllu hjarta. Ég er vonsvikinn og sár. Ég gaf allt sem ég átti í frammistöðuna. Takk fyrir óviðjafnanlegan stuðning og alla þá ást sem mér var sýnd í kvöld. Ég verð að eilífu þakklátur,“ skrifaði söngvarinn. Ekki er ljóst hvort veikindi Elton John muni hafa frekari áhrif á tónleikaferðalag hans en áformaðir eru tvennir tónleikar til viðbótar í Auckland.
Nýja-Sjáland Tónlist Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira