Handbolti

Aron Rafn skiptir um félag og fer í toppbaráttu

Sindri Sverrisson skrifar
Aron Rafn Eðvarðsson lék með ÍBV hér á landi áður en hann fór til Hamburg.
Aron Rafn Eðvarðsson lék með ÍBV hér á landi áður en hann fór til Hamburg. vísir/ernir

Aron Rafn Eðvarðsson hefur söðlað um í þýsku 2. deildinni í handbolta en hann er orðinn leikmaður Bietigheim á nýjan leik eftir að hafa leikið með Hamburg frá árinu 2018.

Til stóð að Aron Rafn, sem er þrítugur, myndi yfirgefa Hamburg í sumar þegar samningur hans átti að renna út og ganga þá í raðir Bietigheim. Því hefur verið flýtt og fór Jonas Maier til Hamburg frá Bietigheim í hans stað. 

Aron er nú kominn í bullandi toppbaráttu en Bietigheim er í harðri baráttu um að komast upp í efstu deild. Liðið er í 4. sæti með 28 stig, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Coburg og stigi á eftir Hamm sem er í 2. sæti. Hamburg er í 9. sæti með 22 stig.

Aron Rafn lék með Bietigheim veturinn 2016-2017 en fór síðan til ÍBV og þaðan til Hamburg. Hann hefur einnig leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð og Danmörku en hóf ferilinn hjá Haukum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×