Fá ekki leyfi frá Rio Tinto til að undirrita nýjan kjarasamning Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. febrúar 2020 11:09 Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna álversins í Straumsvík. vísir/egill Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík, segir fréttir morgunsins af mögulegri lokun álversins koma mjög óvænt. Starfsmenn séu slegnir en fólk þurfi að sofa á þessu, eins og hann orðar það. Reinhold segir að á borðinu liggi drög að nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins vegna ISAL en SA og samninganefnd ISAL fái ekki leyfi að utan frá Rio Tinto til að skrifa undir. Fram kom í morgun að Rio Tinto, eigandi álversins, sé nú að hefja gagngera endurskoðun á starfseminni í Straumsvík með það að markmiði að gera hana arðbæra en tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár. Allar leiðir séu undir við endurskoðunina, sem ljúka á við á fyrri helmingi þessa árs, þar með talið framleiðsluminnkun og möguleg lokun álversins. „Þetta er tvöfalt áfall“ Rannveig Rist, forstjóri ISAL, segir aðalvanda álversins liggja í óhagstæðu raforkuverði. Viðræður við Landsvirkjun og stjórnvöld um að taka upp gildandi raforkusamning og semja upp á nýtt eru nýhafnar. Spurður út í það hvort að starfsfólk voni ekki að viðræðurnar sem hafnar séu beri árangur svarar Reinhold því til að útgangspunkturinn hjá verkalýðshreyfingunni sé að halda í störfin. „Og við munum leita leiða til þess. Við eigum í kjaraviðræðum við ISAL og það liggur á borðinu samkomulag, drög að kjarasamningi, sem á aðeins eftir að skrifa undir, það er búið að semja. SA og samninganefnd ISAL hefur ekki fengið leyfi að utan, frá Rio Tinto erlendis, til þess að skrifa undir þennan samning. Það er okkar staða í dag þannig að þetta er tvöfalt áfall að framtíðin virðist ekki vera björt og við fáum ekki þennan samning undirritaðan og getum ekki sett hann í kosningum,“ segir Reinhold. Samkomulagið var tilbúið þann 24. janúar síðastliðinn en Reinhold segir nýjan kjarasamning verða á pari við lífskjarasamningana frá því í fyrra með sérmálum starfsmanna ISAL þar inni í. SA og stjórnendur ISAL hafa bæði lýst því yfir að þau mæli með samningnum. „Þetta er náttúrulega mjög skrýtið og hefur aldrei gerst áður á íslenskum vinnumarkaði að það sé tilbúinn samningur þetta lengi og atvinnurekendur fáist ekki til að skrifa undir hann. Það hefur aldrei gerst áður á Íslandi,“ segir Reinhold. Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík, segir fréttir morgunsins af mögulegri lokun álversins koma mjög óvænt. Starfsmenn séu slegnir en fólk þurfi að sofa á þessu, eins og hann orðar það. Reinhold segir að á borðinu liggi drög að nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins vegna ISAL en SA og samninganefnd ISAL fái ekki leyfi að utan frá Rio Tinto til að skrifa undir. Fram kom í morgun að Rio Tinto, eigandi álversins, sé nú að hefja gagngera endurskoðun á starfseminni í Straumsvík með það að markmiði að gera hana arðbæra en tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár. Allar leiðir séu undir við endurskoðunina, sem ljúka á við á fyrri helmingi þessa árs, þar með talið framleiðsluminnkun og möguleg lokun álversins. „Þetta er tvöfalt áfall“ Rannveig Rist, forstjóri ISAL, segir aðalvanda álversins liggja í óhagstæðu raforkuverði. Viðræður við Landsvirkjun og stjórnvöld um að taka upp gildandi raforkusamning og semja upp á nýtt eru nýhafnar. Spurður út í það hvort að starfsfólk voni ekki að viðræðurnar sem hafnar séu beri árangur svarar Reinhold því til að útgangspunkturinn hjá verkalýðshreyfingunni sé að halda í störfin. „Og við munum leita leiða til þess. Við eigum í kjaraviðræðum við ISAL og það liggur á borðinu samkomulag, drög að kjarasamningi, sem á aðeins eftir að skrifa undir, það er búið að semja. SA og samninganefnd ISAL hefur ekki fengið leyfi að utan, frá Rio Tinto erlendis, til þess að skrifa undir þennan samning. Það er okkar staða í dag þannig að þetta er tvöfalt áfall að framtíðin virðist ekki vera björt og við fáum ekki þennan samning undirritaðan og getum ekki sett hann í kosningum,“ segir Reinhold. Samkomulagið var tilbúið þann 24. janúar síðastliðinn en Reinhold segir nýjan kjarasamning verða á pari við lífskjarasamningana frá því í fyrra með sérmálum starfsmanna ISAL þar inni í. SA og stjórnendur ISAL hafa bæði lýst því yfir að þau mæli með samningnum. „Þetta er náttúrulega mjög skrýtið og hefur aldrei gerst áður á íslenskum vinnumarkaði að það sé tilbúinn samningur þetta lengi og atvinnurekendur fáist ekki til að skrifa undir hann. Það hefur aldrei gerst áður á Íslandi,“ segir Reinhold.
Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar: „Þetta er grafalvarlegt mál“ Rósa Guðbjartsdóttir bregst við fréttum að mögulegt sé að álverinu í Straumsvík verði lokað. 12. febrúar 2020 09:56
Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45