Landsvirkjun tapar milljörðum á samdrætti Rio Tinto Birgir Olgeirsson skrifar 11. febrúar 2020 18:30 Álverið í Straumsvík. Vísir/vilhelm Stjórnendur Rio Tinto í Straumsvík tilkynntu í lok janúar að fyrirtækið stefndi að því að framleiða um 184 þúsund tonn af áli í ár. Í fyrra framleiddi Rio Tinto 212 þúsund tonn af áli og því samdráttur upp á rúm þrettán prósent. Forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Rannveig Rist, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna þessarar ákvörðunar. Ljóst er að hún mun hafa talsverð áhrif á rekstur Landsvirkjunar. „Áhrifin eru fyrst og fremst það að raforkusalan okkar dregst saman um sem því nemur sem eru um 3,5 prósent ef við horfum til heildarframleiðslunnar. Tekjuáhrifin á okkur eru um 20 milljónir dollara eða um 2,5 milljarðar króna,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar.Í fyrra þurfti að slökkva á einum af þremur kerskálum álversins í Straumsvík vegna ljósboga sem myndaðist þar. Tekjutap Landsvirkjunar vegna þeirrar stöðvunar í fyrra nam um 1,24 milljörðum króna. Hörður segir að Landsvirkjun ætli að gera allt sem í hennar valdi stendur til að sýna aðhald í rekstri svo lágmarka megi áhrifin sem minni álframleiðsla hjá Rio Tinto mun hafa í ár á fyrirtækið. „Tímabundin áhrif sem eru hjá þeim eftir því sem okkur virðist og kemur okkur ekki á óvart er að staðan á álmörkuðum hefur verið mjög erfið, sérstaklega á síðasta ári. Það var samdráttur í eftirspurn og síðan hefur það það leitt til þess að verð sem að fæst fyrir þær afurðir sem álverin eru að framleiða hefur lækkað umtalsvert þannig að þetta eru kannski eðlileg viðbrögð við lækkandi verði og minnkandi eftirspurn,“ segir Hörður. Hörður bendir á að hægt hafi á hagkerfum heimsins sem valdi minni eftirspurn. Þá hefur álframleiðsla í Kína vaxið úr 10 prósentum frá árinu 2000 og upp í 60 prósent í fyrra. Hörður segir þetta ekki hafa áhrif á virkjanaáform Landsvirkjunar. „Það er mjög algengt að framleiðsluiðnaður eins og áliðnaður sveiflist og við gerum ráð fyrir að hann rétti úr sér og langtímahorfur fyrir iðnaðinn eru góðar.“ Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Tvö ker í kerskála þrjú ræst á undan áætlun Slökkt var á umræddum kerskála þann 21. júlí af öryggisástæðum vegna ljósboga sem myndaðist inni í einu kerinu. 31. ágúst 2019 11:31 Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Sjá meira
Stjórnendur Rio Tinto í Straumsvík tilkynntu í lok janúar að fyrirtækið stefndi að því að framleiða um 184 þúsund tonn af áli í ár. Í fyrra framleiddi Rio Tinto 212 þúsund tonn af áli og því samdráttur upp á rúm þrettán prósent. Forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Rannveig Rist, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna þessarar ákvörðunar. Ljóst er að hún mun hafa talsverð áhrif á rekstur Landsvirkjunar. „Áhrifin eru fyrst og fremst það að raforkusalan okkar dregst saman um sem því nemur sem eru um 3,5 prósent ef við horfum til heildarframleiðslunnar. Tekjuáhrifin á okkur eru um 20 milljónir dollara eða um 2,5 milljarðar króna,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar.Í fyrra þurfti að slökkva á einum af þremur kerskálum álversins í Straumsvík vegna ljósboga sem myndaðist þar. Tekjutap Landsvirkjunar vegna þeirrar stöðvunar í fyrra nam um 1,24 milljörðum króna. Hörður segir að Landsvirkjun ætli að gera allt sem í hennar valdi stendur til að sýna aðhald í rekstri svo lágmarka megi áhrifin sem minni álframleiðsla hjá Rio Tinto mun hafa í ár á fyrirtækið. „Tímabundin áhrif sem eru hjá þeim eftir því sem okkur virðist og kemur okkur ekki á óvart er að staðan á álmörkuðum hefur verið mjög erfið, sérstaklega á síðasta ári. Það var samdráttur í eftirspurn og síðan hefur það það leitt til þess að verð sem að fæst fyrir þær afurðir sem álverin eru að framleiða hefur lækkað umtalsvert þannig að þetta eru kannski eðlileg viðbrögð við lækkandi verði og minnkandi eftirspurn,“ segir Hörður. Hörður bendir á að hægt hafi á hagkerfum heimsins sem valdi minni eftirspurn. Þá hefur álframleiðsla í Kína vaxið úr 10 prósentum frá árinu 2000 og upp í 60 prósent í fyrra. Hörður segir þetta ekki hafa áhrif á virkjanaáform Landsvirkjunar. „Það er mjög algengt að framleiðsluiðnaður eins og áliðnaður sveiflist og við gerum ráð fyrir að hann rétti úr sér og langtímahorfur fyrir iðnaðinn eru góðar.“
Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Tvö ker í kerskála þrjú ræst á undan áætlun Slökkt var á umræddum kerskála þann 21. júlí af öryggisástæðum vegna ljósboga sem myndaðist inni í einu kerinu. 31. ágúst 2019 11:31 Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Sjá meira
Tvö ker í kerskála þrjú ræst á undan áætlun Slökkt var á umræddum kerskála þann 21. júlí af öryggisástæðum vegna ljósboga sem myndaðist inni í einu kerinu. 31. ágúst 2019 11:31
Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53