Drengirnir í Dimma og Íva Marín flutti ábreiðu af laginu With or Without You sem sveitin U2 gaf út árið 1987.
Lagið var tekið upp í hljóðveri RÚV í morgun er útkoman stórglæsileg.
Ingólfur Hjálmar Ragnarsson Geirdal leikur á gítar í laginu, Stefán Jakobsson og Íva Marín syngja en hér að neðan má sjá flutninginn.
Bæði Dimma og Íva Marín taka þátt á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar annað kvöld í Laugardalshöllinni og geta komist alla leið í Eurovision í Rotterdam með sigri.