Martin Schwalb er nýr þjálfari þýska handboltaliðsins Rhein-Neckar Löwen. Hann tekur við liðinu af Kristjáni Andréssyni sem var rekinn á laugardaginn.
Martin Schwalb wird neuer Löwen-Trainer!
— Rhein-Neckar Löwen (@RNLoewen) February 25, 2020
Alle Infos zur Entscheidung auf unserer Website.#1team1zielpic.twitter.com/O8sIO08h9p
Schwalb stýrir Ljónunum frá Mannheim í fyrsta sinn þegar þau taka á móti Liberbank Cuenca í EHF-bikarnum annað kvöld.
Hinn 56 ára Schwalb er þekktastur fyrir tíma sinn sem þjálfari Hamburg. Hann gerði liðið að Þýskalandsmeisturum 2011 og tveimur árum síðar vann Hamburg Meistaradeild Evrópu. Áður þjálfaði Schwalb Wallau/Massenheim og Wetzlar.
Hann lék tæplega 200 landsleiki fyrir Þýskaland og varð þrisvar sinnum þýskur meistari á leikmannaferlinum. Hann var markakóngur þýsku deildarinnar tímabilið 1995-96 er hann lék með Wallau/Massenheim. Árið 1996 var Schwalb valinn handboltamaður ársins í Þýskalandi.
Íslensku landsliðsmennirnir Alexander Petersson og Ýmir Örn Gíslason leika með Löwen.