Álag í vinnu: Hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 13:00 Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu því það auðveldi starfsmönnum að leita til þeirra, til dæmis til að fyrirbyggja veikindafjarveru. Ragnheiður er með meistaragráðu í Félags- og vinnusálfræði og er framkvæmdastjóri Hugarheims. Vísir/Vilhelm Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir framkvæmdastjóri Hugarheims hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu því þá reynist það starfsmönnum auðveldara að leita til þeirra og óska eftir úrræðum til að fyrirbyggja veikindafjarveru. Hún segir mótefni streitu vera hreyfing og svefn en til viðbótar við heilbrigðan lífstíl skipti máli að fólk sé meðvitað um hugarfar sitt og viðhorf. Alls kyns afleiðingar geta fylgt viðvarandi álagi, allt frá vöðvabólgu og meltingavandamálum yfir í minnisleysi, óstjórn tilfinninga eða hjarta- og æðatengd vandamál. Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er með meistaragráðu í Félags- og vinnusálfræði. Hún hefur unnið sem ráðgjafi og handleiðari frá árinu 2010 og rekur nú fyrirtækið Hugarheim þar sem hún þjónustar stjórnendur og vinnustaði þegar kemur að huglægum- og félagslegum áhættuþáttum innan vinnustaða. Ragnheiður Guðfinna vinnur mikið með það hvernig einstaklingar geta bætt heilsu sína með því að taka ábyrgð á eigin líðan og hegðun. Við byrjum á því að spyrja Ragnheiði Guðfinnu hvort að það sé raunhæft fyrir fólk að draga úr streitu ef álag í vinnunni er mikið. „Streitan er ekki að koma og fara líkt og áður, undir viðvarandi álagi sem skapar langvarandi streitu er ábyrgð hvers og eins að hlúa að þörfum sínum til að styrkja þolvarnir sínar,“ segir Ragnheiður og bætir við „Hreyfing og svefn eru mótefni streitunnar, svo er mikilvægt að hvíla heilann, hlúa að heilsu sinni með heilbrigðum lífsstíl og vera meðvitaður um hugarfar sitt með því að ná stjórn á huganum með aukinni rökhugsun.“ Ragnheiður Guðfinna mælir með því að stjórnendur ræði líka við starfsmenn um einföldun á einkalífi því það sé liður í því að ræða opinskátt um streitu.Vísir/Vilhelm Þegar stjórnendur tala opinskátt um streitu þá reynist starfsmönnum auðvelt að leita til þeirra og óska eftir einstaklingsbundnum úrræðum til að fyrirbyggja veikindafjarveru Í streitu fáum við aukna orku en… Ragnheiður Guðfinna segir áreiti eða álag kalla fram ósjálfrátt viðbragð sem oft heyrist talað um sem „Fight vs. Flight.“ Til frekari útskýringar segir Ragnheiður „Þetta líffræðilega viðbragð er okkur nauðsynlegt til að takast á við áskoranir lífsins. Streituviðbragðið ræsir drifkerfið sem setur líkamann í stellingar til að lifa aðstæður af. Þá virkjast líffæri sem gera okkur öflugri, hraðari og sterkari. Hjartað fer að slá hraðar, við fáum aukna orku, sjáaldrið víkkar, öndun verður hröð, hægir á meltingu, sviti eykst, ákveðin svæði heilans verða virkari, spenna eykst í líkamanum og margt fleira.“ Að sögn Ragnheiðar Guðfinnu á síðan annað kerfi að taka við þegar þessum álagstoppi er lokið. „Þegar drifkerfið hefur skilað sínu hlutverki leitar líkaminn ósjálfrátt í jafnvægi og þá tekur annað kerfi við sem kallast sefkerfið. Þá þarf líkaminn ekki svokallað öryggisviðbragð og spennan lækkar, hjartað fer að slá hægar, öndun verðum slök og djúp, meltingarkerfið fer af stað, önnur svæði heilans virkjast og fleira.“ En hvað gerist þegar við erum undir langvarandi streitu og álagi í of langan tíma? „Undir viðvarandi álagi og langvarandi streitu þá er drifkerfið virkt í of langan tíma og sú spenna sem líkaminn er í fer að koma niður á velferð okkar. Hjarta- og æðatengd vandamál, meltingarvandamál, vöðvabólga, minnisleysi, orkuleysi, hæg huglæg úrvinnsla, óstjórn tilfinninga og margt fleira. Líkaminn er hreinlega undirlagður.“ Hvetur stjórnendur til að tala um streitu Ragnheiður Guðfinna hvetur fólk til að tala opinskátt um það sem veldur manni streitu því það sé afar einstaklingsbundið. Hvaða ráð myndir þú gefa stjórnendum sem vilja draga úr streitu hjá starfsmönnum? „Stjórnendur þurfa að þekkja hópinn sinn, læra að lesa í hegðun starfsmanna og sjá einkenni þegar þau fara að birtast. Þegar stjórnendur tala opinskátt um streitu þá reynist starfsmönnum auðvelt að leita til þeirra og óska eftir einstaklingsbundnum úrræðum til að fyrirbyggja veikindafjarveru. Mikilvægt er að stjórnendur tileinki sér fyrstu stigs forvarnir sem miðar að því að fjarlægja eitthvað í nærumhverfi okkar til að fyrirbyggja ný einkenni streitu.“ Ragnheiður segir vinnustaði ekki geta haft áhrif á einkalíf fólks en liður í því að ræða opinskátt um hlutina felist meðal annars í því að ræða álag starfsmanna í einkalífi líka. „Einföldun einkalífs fólks er líka mikilvægur þáttur sem stjórnendur hafa litla stjórn á, en gott er að benda starfsmönnum líka á hvort þeir geti minnkað álagið og streituna í einkalífi sínu. Það er sameiginleg ábyrgð starfsmanns og atvinnurekanda að reyna að uppræta orsökina fyrir streitu og finna úrræði sem henta hverjum og einum.“ Í dag fjallar Atvinnulíf á Vísi um álag á vinnustöðum þar sem fólk upplifir streitu án þess að upplifa kulnun. Tengdar fréttir Úrvinda starfsmenn: Vísbendingar um að fólk eigi erfiðara með að höndla vinnuálag Þótt fólk haldi að álag sé að aukast á vinnustöðum sýna mælingar á milli ára að fólk er ekki að meta álag í vinnunni meira en áður. Mun fleiri segjast þó vera úrvinda eftir vinnu og mjög þreyttir. Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup segir áreiti á fólk og tíðar breytingar nefndar til skýringar. 26. febrúar 2020 08:15 „Við höfum alltaf gert þetta svona“ ekki lengur í boði Óðaverðbólga og óvissa eftir hrun ber á góma þegar litið er til áskorana fortíðarinnar í fyrirtækja. Í dag eru það tækniframfarir, mögulegur loðnubrestur, umhverfis- og loftlagsmál og síðan álögur og ný regluverk stjórnvalda sem reynsluboltar úr atvinnulífinu nefna meðal annars. 26. febrúar 2020 09:00 Álag í vinnu: Of oft miða stjórnendur við sjálfan sig Of margir stjórnendur styðjast við sína persónulegu reynslu þegar kemur að því að meta álag og streitu segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur hjá Auðnast. 26. febrúar 2020 11:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir framkvæmdastjóri Hugarheims hvetur stjórnendur til að tala opinskátt um streitu því þá reynist það starfsmönnum auðveldara að leita til þeirra og óska eftir úrræðum til að fyrirbyggja veikindafjarveru. Hún segir mótefni streitu vera hreyfing og svefn en til viðbótar við heilbrigðan lífstíl skipti máli að fólk sé meðvitað um hugarfar sitt og viðhorf. Alls kyns afleiðingar geta fylgt viðvarandi álagi, allt frá vöðvabólgu og meltingavandamálum yfir í minnisleysi, óstjórn tilfinninga eða hjarta- og æðatengd vandamál. Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er með meistaragráðu í Félags- og vinnusálfræði. Hún hefur unnið sem ráðgjafi og handleiðari frá árinu 2010 og rekur nú fyrirtækið Hugarheim þar sem hún þjónustar stjórnendur og vinnustaði þegar kemur að huglægum- og félagslegum áhættuþáttum innan vinnustaða. Ragnheiður Guðfinna vinnur mikið með það hvernig einstaklingar geta bætt heilsu sína með því að taka ábyrgð á eigin líðan og hegðun. Við byrjum á því að spyrja Ragnheiði Guðfinnu hvort að það sé raunhæft fyrir fólk að draga úr streitu ef álag í vinnunni er mikið. „Streitan er ekki að koma og fara líkt og áður, undir viðvarandi álagi sem skapar langvarandi streitu er ábyrgð hvers og eins að hlúa að þörfum sínum til að styrkja þolvarnir sínar,“ segir Ragnheiður og bætir við „Hreyfing og svefn eru mótefni streitunnar, svo er mikilvægt að hvíla heilann, hlúa að heilsu sinni með heilbrigðum lífsstíl og vera meðvitaður um hugarfar sitt með því að ná stjórn á huganum með aukinni rökhugsun.“ Ragnheiður Guðfinna mælir með því að stjórnendur ræði líka við starfsmenn um einföldun á einkalífi því það sé liður í því að ræða opinskátt um streitu.Vísir/Vilhelm Þegar stjórnendur tala opinskátt um streitu þá reynist starfsmönnum auðvelt að leita til þeirra og óska eftir einstaklingsbundnum úrræðum til að fyrirbyggja veikindafjarveru Í streitu fáum við aukna orku en… Ragnheiður Guðfinna segir áreiti eða álag kalla fram ósjálfrátt viðbragð sem oft heyrist talað um sem „Fight vs. Flight.“ Til frekari útskýringar segir Ragnheiður „Þetta líffræðilega viðbragð er okkur nauðsynlegt til að takast á við áskoranir lífsins. Streituviðbragðið ræsir drifkerfið sem setur líkamann í stellingar til að lifa aðstæður af. Þá virkjast líffæri sem gera okkur öflugri, hraðari og sterkari. Hjartað fer að slá hraðar, við fáum aukna orku, sjáaldrið víkkar, öndun verður hröð, hægir á meltingu, sviti eykst, ákveðin svæði heilans verða virkari, spenna eykst í líkamanum og margt fleira.“ Að sögn Ragnheiðar Guðfinnu á síðan annað kerfi að taka við þegar þessum álagstoppi er lokið. „Þegar drifkerfið hefur skilað sínu hlutverki leitar líkaminn ósjálfrátt í jafnvægi og þá tekur annað kerfi við sem kallast sefkerfið. Þá þarf líkaminn ekki svokallað öryggisviðbragð og spennan lækkar, hjartað fer að slá hægar, öndun verðum slök og djúp, meltingarkerfið fer af stað, önnur svæði heilans virkjast og fleira.“ En hvað gerist þegar við erum undir langvarandi streitu og álagi í of langan tíma? „Undir viðvarandi álagi og langvarandi streitu þá er drifkerfið virkt í of langan tíma og sú spenna sem líkaminn er í fer að koma niður á velferð okkar. Hjarta- og æðatengd vandamál, meltingarvandamál, vöðvabólga, minnisleysi, orkuleysi, hæg huglæg úrvinnsla, óstjórn tilfinninga og margt fleira. Líkaminn er hreinlega undirlagður.“ Hvetur stjórnendur til að tala um streitu Ragnheiður Guðfinna hvetur fólk til að tala opinskátt um það sem veldur manni streitu því það sé afar einstaklingsbundið. Hvaða ráð myndir þú gefa stjórnendum sem vilja draga úr streitu hjá starfsmönnum? „Stjórnendur þurfa að þekkja hópinn sinn, læra að lesa í hegðun starfsmanna og sjá einkenni þegar þau fara að birtast. Þegar stjórnendur tala opinskátt um streitu þá reynist starfsmönnum auðvelt að leita til þeirra og óska eftir einstaklingsbundnum úrræðum til að fyrirbyggja veikindafjarveru. Mikilvægt er að stjórnendur tileinki sér fyrstu stigs forvarnir sem miðar að því að fjarlægja eitthvað í nærumhverfi okkar til að fyrirbyggja ný einkenni streitu.“ Ragnheiður segir vinnustaði ekki geta haft áhrif á einkalíf fólks en liður í því að ræða opinskátt um hlutina felist meðal annars í því að ræða álag starfsmanna í einkalífi líka. „Einföldun einkalífs fólks er líka mikilvægur þáttur sem stjórnendur hafa litla stjórn á, en gott er að benda starfsmönnum líka á hvort þeir geti minnkað álagið og streituna í einkalífi sínu. Það er sameiginleg ábyrgð starfsmanns og atvinnurekanda að reyna að uppræta orsökina fyrir streitu og finna úrræði sem henta hverjum og einum.“ Í dag fjallar Atvinnulíf á Vísi um álag á vinnustöðum þar sem fólk upplifir streitu án þess að upplifa kulnun.
Tengdar fréttir Úrvinda starfsmenn: Vísbendingar um að fólk eigi erfiðara með að höndla vinnuálag Þótt fólk haldi að álag sé að aukast á vinnustöðum sýna mælingar á milli ára að fólk er ekki að meta álag í vinnunni meira en áður. Mun fleiri segjast þó vera úrvinda eftir vinnu og mjög þreyttir. Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup segir áreiti á fólk og tíðar breytingar nefndar til skýringar. 26. febrúar 2020 08:15 „Við höfum alltaf gert þetta svona“ ekki lengur í boði Óðaverðbólga og óvissa eftir hrun ber á góma þegar litið er til áskorana fortíðarinnar í fyrirtækja. Í dag eru það tækniframfarir, mögulegur loðnubrestur, umhverfis- og loftlagsmál og síðan álögur og ný regluverk stjórnvalda sem reynsluboltar úr atvinnulífinu nefna meðal annars. 26. febrúar 2020 09:00 Álag í vinnu: Of oft miða stjórnendur við sjálfan sig Of margir stjórnendur styðjast við sína persónulegu reynslu þegar kemur að því að meta álag og streitu segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur hjá Auðnast. 26. febrúar 2020 11:00 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Úrvinda starfsmenn: Vísbendingar um að fólk eigi erfiðara með að höndla vinnuálag Þótt fólk haldi að álag sé að aukast á vinnustöðum sýna mælingar á milli ára að fólk er ekki að meta álag í vinnunni meira en áður. Mun fleiri segjast þó vera úrvinda eftir vinnu og mjög þreyttir. Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup segir áreiti á fólk og tíðar breytingar nefndar til skýringar. 26. febrúar 2020 08:15
„Við höfum alltaf gert þetta svona“ ekki lengur í boði Óðaverðbólga og óvissa eftir hrun ber á góma þegar litið er til áskorana fortíðarinnar í fyrirtækja. Í dag eru það tækniframfarir, mögulegur loðnubrestur, umhverfis- og loftlagsmál og síðan álögur og ný regluverk stjórnvalda sem reynsluboltar úr atvinnulífinu nefna meðal annars. 26. febrúar 2020 09:00
Álag í vinnu: Of oft miða stjórnendur við sjálfan sig Of margir stjórnendur styðjast við sína persónulegu reynslu þegar kemur að því að meta álag og streitu segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur hjá Auðnast. 26. febrúar 2020 11:00