Víkingur vann 0-2 sigur á Keflavík í Reykjaneshöllinni í Lengjubikar karla í dag. Eftir tvær umferðir eru bikarmeistararnir með fullt hús stiga og markatöluna 7-0 í riðli 2.
Ágúst Eðvald Hlynsson kom Víkingum yfir á 5. mínútu og þeir bættu öðru marki við tíu mínútum fyrir leikslok.
Keflavík er með þrjú stig í 3. sæti riðilsins.
ÍA vann sinn fyrsta leik í riðli 1 þegar liðið bar sigurorð af Leikni F. í Akraneshöllinni, 3-0.
Gísli Laxdal Unnarsson, Viktor Jónsson og Sigurður Hrannar Þorsteinsson skoruðu mörk Skagamanna.
Í seinni hálfleik fengu Skagamaðurinn Hlynur Sævar Jónsson og Leiknismaðurinn Mykolas Krasnovskis báðir að líta rauða spjaldið.
ÍA er með þrjú stig í riðli 1 en Leiknir eitt.
Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá úrslit.net.
