Sonný Lára og Blikakonur geta sett nýtt met eftir 23 mínútur í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 15:00 Sonný Lára Þráinsdóttir og félagar hennar í Breiðabliksliðinu hafa enn ekki fengið á sig mark í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Vísir/Vilhelm Breiðablik fær Þór/KA í heimsókn í Kópavogsvöllinn í Pepsi Max deild kvenna en þetta er einn af leikjunum sem var frestað þegar Blikaliðið fór í sóttkví fyrr í sumar. Breiðablik hefur unnið fyrstu átta leiki sína með markatölunni 35-0 og á því enn eftir að fá á sig mark í sumar. Aðeins eitt lið hefur spilað lengur inn í Íslandsmótið í úrvalsdeild kvenna án þess að fá á sig eitt einasta mark. KR-konur eiga metið því þær fengu ekki á sig mark í átta fyrsta leikjum sínum sumarið 1997. Það var Valskonan Ásgerður Hildur Ingibergsdóttir sem náði loksins að koma boltanum framhjá Sigríði Fanneyju Pálsdóttur í marki KR. Markverðir KR héldu marki liðsins hreinu fyrstu 742 mínúturnar á Íslandsmótinu 1997. Sigríður Fanney Pálsdóttir spilaði sjö af leikjunum átta en Þóra Björg Helgadóttir stóð í markinu í fyrsta leiknum. Þegar komið var fram í níundu umferð var markatala KR-liðsins 33-0 og liðið var með 24 stig af 24 mögulegum. Valsliðið skoraði reyndar fjögur mörk hjá Sigríði í þessum leik en hún fékk aðeins tvö mörk samtals á sig í öllum hinum þrettán leikjum tímabilsins. KR vann samt leikinn 7-4 þrátt fyrir að vera 2-0 undir í hálfleik. Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði Breiðabliksliðsins, hefur staðið í marki liðsins í öllum þessum átta deildarleikjum í sumar. Hún þarf að halda marki sínu hreinu í 23 mínútur á móti Þór/KA í kvöld til þess að Blikaliðið eignist þetta magnaða met. Leikur Breiðabliks og Þór/KA hefst klukkan 18.00 í kvöld en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á sama tíma fer fram leikur Fylkis og ÍBV í Árbænum en hann verður sýndur beint á Vísi. Engir áhorfendur eru leyfðir á leikjunum vegna sóttvarnarreglna. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira
Breiðablik fær Þór/KA í heimsókn í Kópavogsvöllinn í Pepsi Max deild kvenna en þetta er einn af leikjunum sem var frestað þegar Blikaliðið fór í sóttkví fyrr í sumar. Breiðablik hefur unnið fyrstu átta leiki sína með markatölunni 35-0 og á því enn eftir að fá á sig mark í sumar. Aðeins eitt lið hefur spilað lengur inn í Íslandsmótið í úrvalsdeild kvenna án þess að fá á sig eitt einasta mark. KR-konur eiga metið því þær fengu ekki á sig mark í átta fyrsta leikjum sínum sumarið 1997. Það var Valskonan Ásgerður Hildur Ingibergsdóttir sem náði loksins að koma boltanum framhjá Sigríði Fanneyju Pálsdóttur í marki KR. Markverðir KR héldu marki liðsins hreinu fyrstu 742 mínúturnar á Íslandsmótinu 1997. Sigríður Fanney Pálsdóttir spilaði sjö af leikjunum átta en Þóra Björg Helgadóttir stóð í markinu í fyrsta leiknum. Þegar komið var fram í níundu umferð var markatala KR-liðsins 33-0 og liðið var með 24 stig af 24 mögulegum. Valsliðið skoraði reyndar fjögur mörk hjá Sigríði í þessum leik en hún fékk aðeins tvö mörk samtals á sig í öllum hinum þrettán leikjum tímabilsins. KR vann samt leikinn 7-4 þrátt fyrir að vera 2-0 undir í hálfleik. Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði Breiðabliksliðsins, hefur staðið í marki liðsins í öllum þessum átta deildarleikjum í sumar. Hún þarf að halda marki sínu hreinu í 23 mínútur á móti Þór/KA í kvöld til þess að Blikaliðið eignist þetta magnaða met. Leikur Breiðabliks og Þór/KA hefst klukkan 18.00 í kvöld en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á sama tíma fer fram leikur Fylkis og ÍBV í Árbænum en hann verður sýndur beint á Vísi. Engir áhorfendur eru leyfðir á leikjunum vegna sóttvarnarreglna.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Sjá meira