Sækja um nýtt starfsleyfi fyrir álverið í Straumsvík Atli Ísleifsson skrifar 20. ágúst 2020 07:27 Álver Rio Tinto í Straumsvík. Vísir/Vilhelm Rio Tinto á Íslandi hf. hefur sótt um nýtt starfsleyfi fyrir álver ISAL í Straumsvík. Núverandi starfsleyfi rennur út 1. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Þar er tekið fram að heimilt sé samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir að framlengja gildistíma starfsleyfis á meðan nýtt starfsleyfi sé í vinnslu. Sé það gert að hámarki til eins árs, hafi fullnægjandi umsókn um nýtt starfsleyfi borist útgefanda. Ennfremur er tekið fram að unnið sé úr umsókninni og að gerð starfsleyfistillögu. „Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin,“ segir á vef stofnunarinnar. Í svari Bjarna Más Gylfasonar, upplýsingafulltrúa ISAL, við fyrirspurn fréttastofu segir að ISAL sé enn í rekstri og að félagið þurfi að hafa gilt starfsleyfi. Núverandi leyfi sé að renna út. „Þetta er því bara hluti af eðlilegri starfsemi okkar og við erum að sækja um óbreytt starfsleyfi til Umhverfisstofnunnar,“ segir í svarinu. Óvissa um framtíð álversins Mikil óvissa hefur verið um framtíð álversins í Straumsvík vegna viðræðna Rio Tinto og Landsvirkjun um raforkusamning, en Rio Tinto segir núverandi samning óhagstæðan. Hefur verið haft á orði að takist ekki að endursemja verði unnið að lokun álversins. Álframleiðandinn tilkynnti í febrúar síðastliðinn að fyrirtækið hefði hafið endurskoðun á starfsemi álversins til að meta rekstrarhæfi þess til framtíðar. Þar væri allt undir, þar á meðal frekari framleiðsluminnkun, en þá hafði hún þegar við minnkuð í 85 prósent framleiðslugetu, sem og möguleg lokun álversins í Straumsvík. Í júlí kærði Rio Tinto svo Landsvirkun til Samkeppniseftirlitsins þar sem Landsvirkjun var sakað um að misnotað markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði. „Láti Landsvirkjun ekki af skaðlegri háttsemi sinni, hefur ISAL ekki annan kost en að íhuga að segja upp orkusamningi sínum við Landsvirkjun og virkja áætlun um lokun álversins,“ segir í orðsendingu Rio Tinto vegna kvörtunarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð með svari upplýsingafulltrúa ÍSAL við fyrirspurn fréttastofu. Orkumál Umhverfismál Stóriðja Hafnarfjörður Tengdar fréttir Álverið í Straumsvík orðið verðlaust Rio Tinto hefur niðurfært eign sína vegna álversins í Straumsvík að fullu eða um 269 milljónir dollara, sem eru rúmlega 36 milljarðar króna. 29. júlí 2020 11:11 Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. 25. júlí 2020 13:19 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Rio Tinto á Íslandi hf. hefur sótt um nýtt starfsleyfi fyrir álver ISAL í Straumsvík. Núverandi starfsleyfi rennur út 1. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Þar er tekið fram að heimilt sé samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir að framlengja gildistíma starfsleyfis á meðan nýtt starfsleyfi sé í vinnslu. Sé það gert að hámarki til eins árs, hafi fullnægjandi umsókn um nýtt starfsleyfi borist útgefanda. Ennfremur er tekið fram að unnið sé úr umsókninni og að gerð starfsleyfistillögu. „Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin,“ segir á vef stofnunarinnar. Í svari Bjarna Más Gylfasonar, upplýsingafulltrúa ISAL, við fyrirspurn fréttastofu segir að ISAL sé enn í rekstri og að félagið þurfi að hafa gilt starfsleyfi. Núverandi leyfi sé að renna út. „Þetta er því bara hluti af eðlilegri starfsemi okkar og við erum að sækja um óbreytt starfsleyfi til Umhverfisstofnunnar,“ segir í svarinu. Óvissa um framtíð álversins Mikil óvissa hefur verið um framtíð álversins í Straumsvík vegna viðræðna Rio Tinto og Landsvirkjun um raforkusamning, en Rio Tinto segir núverandi samning óhagstæðan. Hefur verið haft á orði að takist ekki að endursemja verði unnið að lokun álversins. Álframleiðandinn tilkynnti í febrúar síðastliðinn að fyrirtækið hefði hafið endurskoðun á starfsemi álversins til að meta rekstrarhæfi þess til framtíðar. Þar væri allt undir, þar á meðal frekari framleiðsluminnkun, en þá hafði hún þegar við minnkuð í 85 prósent framleiðslugetu, sem og möguleg lokun álversins í Straumsvík. Í júlí kærði Rio Tinto svo Landsvirkun til Samkeppniseftirlitsins þar sem Landsvirkjun var sakað um að misnotað markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði. „Láti Landsvirkjun ekki af skaðlegri háttsemi sinni, hefur ISAL ekki annan kost en að íhuga að segja upp orkusamningi sínum við Landsvirkjun og virkja áætlun um lokun álversins,“ segir í orðsendingu Rio Tinto vegna kvörtunarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð með svari upplýsingafulltrúa ÍSAL við fyrirspurn fréttastofu.
Orkumál Umhverfismál Stóriðja Hafnarfjörður Tengdar fréttir Álverið í Straumsvík orðið verðlaust Rio Tinto hefur niðurfært eign sína vegna álversins í Straumsvík að fullu eða um 269 milljónir dollara, sem eru rúmlega 36 milljarðar króna. 29. júlí 2020 11:11 Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. 25. júlí 2020 13:19 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Álverið í Straumsvík orðið verðlaust Rio Tinto hefur niðurfært eign sína vegna álversins í Straumsvík að fullu eða um 269 milljónir dollara, sem eru rúmlega 36 milljarðar króna. 29. júlí 2020 11:11
Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. 25. júlí 2020 13:19