Framkonur fengu bikar að láni til að stilla sér upp á sigurmynd Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2020 23:00 Framkonur eru sigurstranglegar fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun. Sigurliðið í ár fær réttan verðlaunagrip strax í hendurnar. vísir/Daníel Það er óhætt að segja að ýmislegt hafi breyst frá því að Fram mætti síðast liði frá Akureyri í bikarúrslitaleik kvenna í handbolta. Fram og KA/Þór mætast í Laugardalshöll á morgun. Fyrir 40 árum mættust Fram og Þór í bikarúrslitaleiknum og fór leikurinn fram í Íþróttaskemmunni á Akureyri. Framarar voru 8-6 yfir í hálfleik og unnu að lokum níu marka sigur, 20-11. Íþróttafréttamaðurinn Ívar Benediktsson rifjar leikinn upp á vef HSÍ og bendir á að lítil virðing virðist hafa verið borin fyrir leiknum því enginn fulltrúi HSÍ var á staðnum og enginn verðlaunagripur fyrir Framkonur til að taka við. Þá voru góð ráð dýr en Framkonur fengu engu að síður afhentan bikar til að stilla sér upp með á mynd. Ívar fékk Guðríði Guðjónsdóttur til að rifja leikinn upp en hún var markahæst hjá Fram með níu mörk: „Ég man eftir leiknum en fyrst og fremst situr það helst eftir í minningunni að enginn var bikarinn né fulltrúi HSÍ á staðnum. Til að afhenda einhvern bikar í leikslok þá var fenginn bikar að láni frá Íþróttabandalagi Akureyrar. Aðstæður og umgjörð bikarúrslitaleikja er allt önnur í dag sem betur fer og ég get lofað því að svona nokkuð gæti aldrei gerst í dag,“ sagði Guðríður sem situr nú í stjórn HSÍ og er formaður landsliðsnefndar kvenna. Þá bendir Ívar á að umfjöllun um leikinn fyrir 40 árum í fjölmiðlum hafi verið af skornum skammti og að eitt dagblaðanna hafi látið þrjár vikur líða frá leikslokum og þar til að það birti mynd af bikarmeisturunum: Söguupprifjunina má nálgast í heild hér en úrslitaleikurinn í ár hefst kl. 13.30 á morgun í Laugardalshöll. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Haukar 22-21 | Akureyringar í bikarúrslit KA/Þór vann sigur á Haukum í æsispennandi undanúrslitaleik í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta í Laugardalshöll í dag. 4. mars 2020 20:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 17-23| Fram fór illa með Val í undanúrslitum Aldrei spurning í uppgjöri bestu liðanna, Fram fór illa með Val í undanúrslitaleiknum 4. mars 2020 22:15 KA/Þór gefur út stuðningsmannalag í tilefni bikarhelginnar Rúnar Eff syngur nýtt stuðningsmannalag KA/Þórs, „Sigurinn heim!“ 3. mars 2020 20:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Það er óhætt að segja að ýmislegt hafi breyst frá því að Fram mætti síðast liði frá Akureyri í bikarúrslitaleik kvenna í handbolta. Fram og KA/Þór mætast í Laugardalshöll á morgun. Fyrir 40 árum mættust Fram og Þór í bikarúrslitaleiknum og fór leikurinn fram í Íþróttaskemmunni á Akureyri. Framarar voru 8-6 yfir í hálfleik og unnu að lokum níu marka sigur, 20-11. Íþróttafréttamaðurinn Ívar Benediktsson rifjar leikinn upp á vef HSÍ og bendir á að lítil virðing virðist hafa verið borin fyrir leiknum því enginn fulltrúi HSÍ var á staðnum og enginn verðlaunagripur fyrir Framkonur til að taka við. Þá voru góð ráð dýr en Framkonur fengu engu að síður afhentan bikar til að stilla sér upp með á mynd. Ívar fékk Guðríði Guðjónsdóttur til að rifja leikinn upp en hún var markahæst hjá Fram með níu mörk: „Ég man eftir leiknum en fyrst og fremst situr það helst eftir í minningunni að enginn var bikarinn né fulltrúi HSÍ á staðnum. Til að afhenda einhvern bikar í leikslok þá var fenginn bikar að láni frá Íþróttabandalagi Akureyrar. Aðstæður og umgjörð bikarúrslitaleikja er allt önnur í dag sem betur fer og ég get lofað því að svona nokkuð gæti aldrei gerst í dag,“ sagði Guðríður sem situr nú í stjórn HSÍ og er formaður landsliðsnefndar kvenna. Þá bendir Ívar á að umfjöllun um leikinn fyrir 40 árum í fjölmiðlum hafi verið af skornum skammti og að eitt dagblaðanna hafi látið þrjár vikur líða frá leikslokum og þar til að það birti mynd af bikarmeisturunum: Söguupprifjunina má nálgast í heild hér en úrslitaleikurinn í ár hefst kl. 13.30 á morgun í Laugardalshöll.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Haukar 22-21 | Akureyringar í bikarúrslit KA/Þór vann sigur á Haukum í æsispennandi undanúrslitaleik í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta í Laugardalshöll í dag. 4. mars 2020 20:15 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 17-23| Fram fór illa með Val í undanúrslitum Aldrei spurning í uppgjöri bestu liðanna, Fram fór illa með Val í undanúrslitaleiknum 4. mars 2020 22:15 KA/Þór gefur út stuðningsmannalag í tilefni bikarhelginnar Rúnar Eff syngur nýtt stuðningsmannalag KA/Þórs, „Sigurinn heim!“ 3. mars 2020 20:30 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Haukar 22-21 | Akureyringar í bikarúrslit KA/Þór vann sigur á Haukum í æsispennandi undanúrslitaleik í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta í Laugardalshöll í dag. 4. mars 2020 20:15
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 17-23| Fram fór illa með Val í undanúrslitum Aldrei spurning í uppgjöri bestu liðanna, Fram fór illa með Val í undanúrslitaleiknum 4. mars 2020 22:15
KA/Þór gefur út stuðningsmannalag í tilefni bikarhelginnar Rúnar Eff syngur nýtt stuðningsmannalag KA/Þórs, „Sigurinn heim!“ 3. mars 2020 20:30
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða