Nýtt Sportveiðiblað komið út Karl Lúðvíksson skrifar 6. mars 2020 08:32 Nýtt Sportveiðiblað er komið út Nýtt Sportveiðiblað var að koma úr prentun og eins og venjulega er blaðið stútfullt af skemmtilegu efni fyrir alla veiðimenn og hjálpar vonandi til við að stytta tímann fram að fyrsta veiðidegi sem er eftir rétt rúmar þrjár vikur. Í blaðinu má meðal annars finna viðtal við veiðimanninn og fjármálaráðherra þjóðarinnar, Bjarna Benediktsson en hann hefur lengi verið með veiðidellu. Einnig er viðtal við Ingólf Ásgeirsson hjá Störum en talsverðar breytingar eru á veiðifyrirkomulagi í Blöndu fyrir næsta tímabil en eins og alkunna er voru Starir hlutskarpastir í nýtt tilboð í Blöndu eftir að samningi Lax-Á við veiðiréttarhafa var rift. Rasmus Ovesen fer með lesendur til Slóveníu og kynnir fyrir okkur Marmaraurriðann. Í þessu tölublaði eru einnig veiðistaðalýsingar fyrir Fáskrúð í Dölum og Köldukvísl svo fátt eitt sé nefnt en sú síðar nefnda hefur notið mikilla vinsælda enda er bleikjuveiðin þar mikil. Fjöldi greina má einnig finna í þessu glæsilega tölublaði. Blaðið ætti að vera komið á flesta sölustaði þegar þetta er skrifað og áskrifendur ættu að fá blaðið í næstu viku. Stangveiði Mest lesið Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Fæðisskylda afnumin í Laxá í Dölum Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Margir veiðimenn sem fá ekki hreindýr Veiði Bleikjan farin að taka í Þingvallavatni Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Haffjarðará: Flott veiði og mikið af fiski í ánni Veiði
Nýtt Sportveiðiblað var að koma úr prentun og eins og venjulega er blaðið stútfullt af skemmtilegu efni fyrir alla veiðimenn og hjálpar vonandi til við að stytta tímann fram að fyrsta veiðidegi sem er eftir rétt rúmar þrjár vikur. Í blaðinu má meðal annars finna viðtal við veiðimanninn og fjármálaráðherra þjóðarinnar, Bjarna Benediktsson en hann hefur lengi verið með veiðidellu. Einnig er viðtal við Ingólf Ásgeirsson hjá Störum en talsverðar breytingar eru á veiðifyrirkomulagi í Blöndu fyrir næsta tímabil en eins og alkunna er voru Starir hlutskarpastir í nýtt tilboð í Blöndu eftir að samningi Lax-Á við veiðiréttarhafa var rift. Rasmus Ovesen fer með lesendur til Slóveníu og kynnir fyrir okkur Marmaraurriðann. Í þessu tölublaði eru einnig veiðistaðalýsingar fyrir Fáskrúð í Dölum og Köldukvísl svo fátt eitt sé nefnt en sú síðar nefnda hefur notið mikilla vinsælda enda er bleikjuveiðin þar mikil. Fjöldi greina má einnig finna í þessu glæsilega tölublaði. Blaðið ætti að vera komið á flesta sölustaði þegar þetta er skrifað og áskrifendur ættu að fá blaðið í næstu viku.
Stangveiði Mest lesið Veiðin í Affallinu orðin betri en í fyrra Veiði Mokveiðist í Tungulæk Veiði Opið Hús hjá SVFR í kvöld Veiði Fæðisskylda afnumin í Laxá í Dölum Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Margir veiðimenn sem fá ekki hreindýr Veiði Bleikjan farin að taka í Þingvallavatni Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Haffjarðará: Flott veiði og mikið af fiski í ánni Veiði