„Ef við komum skíthræddar til leiks þá er voðinn vís“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2020 16:30 Díana Dögg Magnúsdóttir, fyrirliði Vals, og Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram með bikarinn. Mynd/HSÍ Valur og Fram spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í seinni undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. Díana Dögg Magnúsdóttir, fyrirliði Vals, og Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, mættu á kynningarfund vegna Coca Cola bikarsins fyrir helgina og HSÍ tók við þær viðtal og birti á síðu sinni. Framarar eru nú í 27. sinn í undanúrslitum og Valur vann sér sæti í undanúrslitum í 25. skipti að þessu sinni en þetta er 45. keppnistímabil bikarkeppninnar í kvennaflokki. Liðin mættust í úrslitaleik fyrir ári og þá vann vann með þriggja marka mun, 24-21. Nú um stundir eru Fram og Valur í tveimur efstu sætum Olísdeildarinnar og margir líta svo á að þetta sé í raun úrslitaleikur keppninnar. „Ef við komum skíthræddar til leiks þá er voðinn vís. Ef við mætum til þess að spila okkar leik eins gegn hverjum öðrum andstæðingi þá eigum við góða möguleika á að sigra. Spennustigið má hvorki vera of hátt eða of lágt,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir í samtali við HSÍ. „Spennustigið er hærra í undanúrslitaleik í bikar en í deildarleik. Þess vegna tekur það leikmenn stundum nokkrar mínútur að komast í gang meðan strengirnir eru stilltir,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram. „Flestar okkar hafa áður tekið þátt í leikjum af þessu tagi. Við búum yfir góðri reynslu og ættum þessvegna að koma sterkar inn í leikinn frá fyrstu mínútu,“ sagði Steinunn ennfremur. Fram vann nokkuð öruggan 28-24 sigur í leik liðanna á Hlíðarenda um helgina og fór langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. „Við vitum alveg hvað Valur ætlar að gera í leiknum og þær þekkja okkur út og inn. Af þeim sökum snýst þessi leikur fyrst og fremst um okkur sjálfar. Fyrstu mínútur leksins geta skipt miklu máli“ sagði Steinunn og hún að Framstúlkur hafa lært af úrslitaleiknum í fyrra. „Því miður þá áttum við ekki góðan leik gegn Val í úrslitum bikarsins í fyrra þar sem við lentum mikið undir snemma leiks. Við höfum dregið lærdóm af þeirri viðureign,“ sagði Steinunn Björnsdóttir. Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Sjá meira
Valur og Fram spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í seinni undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. Díana Dögg Magnúsdóttir, fyrirliði Vals, og Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram, mættu á kynningarfund vegna Coca Cola bikarsins fyrir helgina og HSÍ tók við þær viðtal og birti á síðu sinni. Framarar eru nú í 27. sinn í undanúrslitum og Valur vann sér sæti í undanúrslitum í 25. skipti að þessu sinni en þetta er 45. keppnistímabil bikarkeppninnar í kvennaflokki. Liðin mættust í úrslitaleik fyrir ári og þá vann vann með þriggja marka mun, 24-21. Nú um stundir eru Fram og Valur í tveimur efstu sætum Olísdeildarinnar og margir líta svo á að þetta sé í raun úrslitaleikur keppninnar. „Ef við komum skíthræddar til leiks þá er voðinn vís. Ef við mætum til þess að spila okkar leik eins gegn hverjum öðrum andstæðingi þá eigum við góða möguleika á að sigra. Spennustigið má hvorki vera of hátt eða of lágt,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir í samtali við HSÍ. „Spennustigið er hærra í undanúrslitaleik í bikar en í deildarleik. Þess vegna tekur það leikmenn stundum nokkrar mínútur að komast í gang meðan strengirnir eru stilltir,“ sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Fram. „Flestar okkar hafa áður tekið þátt í leikjum af þessu tagi. Við búum yfir góðri reynslu og ættum þessvegna að koma sterkar inn í leikinn frá fyrstu mínútu,“ sagði Steinunn ennfremur. Fram vann nokkuð öruggan 28-24 sigur í leik liðanna á Hlíðarenda um helgina og fór langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. „Við vitum alveg hvað Valur ætlar að gera í leiknum og þær þekkja okkur út og inn. Af þeim sökum snýst þessi leikur fyrst og fremst um okkur sjálfar. Fyrstu mínútur leksins geta skipt miklu máli“ sagði Steinunn og hún að Framstúlkur hafa lært af úrslitaleiknum í fyrra. „Því miður þá áttum við ekki góðan leik gegn Val í úrslitum bikarsins í fyrra þar sem við lentum mikið undir snemma leiks. Við höfum dregið lærdóm af þeirri viðureign,“ sagði Steinunn Björnsdóttir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Sjá meira