Páll Kristjánsson hefur verið kjörinn nýr formaður knattspyrnudeildar KR en hann tekur við starfinu af Kristni Kjærnested.
Páll, sem verið hefur stjórnarmaður hjá knattspyrnudeildinni, ákvað að bjóða sig fram eftir að ljóst varð að Kristinn hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Páll, sem starfar sem lögmaður, er einn af stofnendum Knattspyrnufélags Vesturbæjar, KV, og var formaður þess um 12 ára skeið.
Kristinn ákvað að láta af störfum í vetur en hann hóf stjórnunarstörf hjá KR árið 1999.
Páll Kristjánsson (fyrir miðju) var rétt í þessu kjörinn nýr formaður knattspyrnudeildar KR. Hann tekur við góðu búi af Kristni Kjærnested (til hægri). Með þeim á myndinni er Gylfi Dalmann Aðalsteinsson formaður KR #allirsemeinn#Stórveldiðpic.twitter.com/iaEy6gHFby
— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) March 3, 2020