Kynning á Sauðlauksvatni Karl Lúðvíksson skrifar 2. mars 2020 08:54 Veiðitímabilið hefst eftir mánuð og það er eins og venjulega mikið tilhlökkunarefni fyrir veiðimenn að geta tekið saman veiðidót og haldið til veiða. Vatnaveiði á Íslandi er líklega eitt mest stundaða sport landsins og með tilkomu Veiðikortsins komust fleiri vötn á radar veiðimanna. Það eru samt nokkur vötn á Veiðikortinu sem eru allt of lítið stunduð miðað við hvað það er mikil veiðivon þar en fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu spilar að vísu aðeins inní það en fyrir þá hörðustu vill ég meina að helgarferð á vestfirði með viðkomu í til dæmi Sauðlauksvatni vatni sé meira en þess virði. Vatnið er gjöfult og fiskurinn í því getur verið ágætlega vænn. Það er kynning í kvöld hjá SVFR og hér er tilkynning frá félaginu þess efnis:"Mánudaginn 2. mars munum við bjóða veiðimönnum upp á kynningu á Sauðlauksdalsvatni fyrir vestan. Kynningin fer fram í húsakynnum SVFR að Rafstöðvarvegi 14, 110 Reykjavík kl. 20.00. Ívar Örn Hauksson, fluguveiðimaður, mun kynna vatnið fyrir áhugasömum en hann þekkir vatnið eins og lófann á sér eftir að hafa stundað vatnið í um 30 ár og hefur í gegnum tíðina veitt vatnið með landsþekktum veiðimönnum á borð við Jón Sigurðsson heitinn og Jón Pedersen heitinn.Sauðlauksdalsvatn er sennilega eitt af mögnuðustu veiðivötnum landsins með sína sanda og Rauðsand og Látrabjarg í næsta nágrenni. Patreksfjörður er næsti byggðakjarni í um 30 mínútna akstursfjarlægð. Vatnið á samgang við sjó og er þar að finna jafnt staðbundna fiska sem og sjógengna. Það er því misjafnt hvaða fiska menn eru að veiða eftir tíma sumars. Við hvetjum veiðimenn til að mæta og kynna sér þetta frábæra veiðivatn og drekka í sig þekkingu og reynslu Ívars, hvort sem menn ætli að heimsækja vatnið næsta sumar eða síðar. Ívar tekur með sér fluguvæsinn og aldrei að vita nema hann hnýti nokkrar. Einnig mun hann sýna flugur sem henta vel í vatnið." Stangveiði Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Leitin að stórlaxinum - Bók og DVD Veiði Jólaveiði á suðurslóðum Veiði Ekki virða allir sölubann á rjúpu Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Stefnir í eitt versta árið í Soginu Veiði Mikið um stórlax í Hofsá Veiði Reyna að húkka laxa í Elliðavatni Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði 92 sentimetra tröll í Affallinu Veiði
Veiðitímabilið hefst eftir mánuð og það er eins og venjulega mikið tilhlökkunarefni fyrir veiðimenn að geta tekið saman veiðidót og haldið til veiða. Vatnaveiði á Íslandi er líklega eitt mest stundaða sport landsins og með tilkomu Veiðikortsins komust fleiri vötn á radar veiðimanna. Það eru samt nokkur vötn á Veiðikortinu sem eru allt of lítið stunduð miðað við hvað það er mikil veiðivon þar en fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu spilar að vísu aðeins inní það en fyrir þá hörðustu vill ég meina að helgarferð á vestfirði með viðkomu í til dæmi Sauðlauksvatni vatni sé meira en þess virði. Vatnið er gjöfult og fiskurinn í því getur verið ágætlega vænn. Það er kynning í kvöld hjá SVFR og hér er tilkynning frá félaginu þess efnis:"Mánudaginn 2. mars munum við bjóða veiðimönnum upp á kynningu á Sauðlauksdalsvatni fyrir vestan. Kynningin fer fram í húsakynnum SVFR að Rafstöðvarvegi 14, 110 Reykjavík kl. 20.00. Ívar Örn Hauksson, fluguveiðimaður, mun kynna vatnið fyrir áhugasömum en hann þekkir vatnið eins og lófann á sér eftir að hafa stundað vatnið í um 30 ár og hefur í gegnum tíðina veitt vatnið með landsþekktum veiðimönnum á borð við Jón Sigurðsson heitinn og Jón Pedersen heitinn.Sauðlauksdalsvatn er sennilega eitt af mögnuðustu veiðivötnum landsins með sína sanda og Rauðsand og Látrabjarg í næsta nágrenni. Patreksfjörður er næsti byggðakjarni í um 30 mínútna akstursfjarlægð. Vatnið á samgang við sjó og er þar að finna jafnt staðbundna fiska sem og sjógengna. Það er því misjafnt hvaða fiska menn eru að veiða eftir tíma sumars. Við hvetjum veiðimenn til að mæta og kynna sér þetta frábæra veiðivatn og drekka í sig þekkingu og reynslu Ívars, hvort sem menn ætli að heimsækja vatnið næsta sumar eða síðar. Ívar tekur með sér fluguvæsinn og aldrei að vita nema hann hnýti nokkrar. Einnig mun hann sýna flugur sem henta vel í vatnið."
Stangveiði Mest lesið Fín veiði í nettustu á landsins Veiði Leitin að stórlaxinum - Bók og DVD Veiði Jólaveiði á suðurslóðum Veiði Ekki virða allir sölubann á rjúpu Veiði Helgarspáin vond fyrir rjúpnaskyttur Veiði Stefnir í eitt versta árið í Soginu Veiði Mikið um stórlax í Hofsá Veiði Reyna að húkka laxa í Elliðavatni Veiði Verð laxveiðileyfa í sögulegu hámarki Veiði 92 sentimetra tröll í Affallinu Veiði