Breytingar á veiðireglum í Rangánum Karl Lúðvíksson skrifar 13. mars 2020 08:25 Breytingar hafa verið gerðar á veiðireglum í Eystri Rangá Mynd: www.ranga.is Það hafa verið nokkrar breytingar á veiðireglum í ám frá því í fyrra og þar á meðal var reglum breytt í Blöndu en núna hefur verið gerð breyting í Rangánum líka. Rangárnar eru án efa eitt vinsælasta veiðisvæði landsins og þær breytingar sem hafa verið kynntar falla mönnum vel í geð, þá sér í lagi breytt fyrirkomulag á skiptingum í Eystri Rangá. Veiðitíma hefur líttillega verið breytt og hann styttur í Eystri ánni. Hér fyrir neðan eru þær breytingar sem búið er að gera og eru þær teknar af síðu Lax-Á með góðfúslegu leyfi.Breyting á Veiðireglum í Rangánum.Eins og menn hafa líklegast frétt verður fyrirkomulag veiða nokkuð breytt í Rangánum í sumar og þó meiri breytingar í Eystri ánni. Í Ytri eru breytingarnar léttar og laggóðar – veitt verður núna um hásumarið frá kl 7-13 og 15-21. Hætt verður að veiða til kl 22:00 á okkar tíma. Í Eystri eru breytingarnar öllu meiri og verða þær tíundaðar hér að neðan. Veiðitími: Veitt verður frá 8-13 og 15-20 frá 01.07 -03.09. Eins og menn vita er áin köld og fáir sem hafa viljað rífa sig upp til að byrja kl 7 og því byrjum við klukkutíma seinna. Á kvöldin hættum við fyrr, borðum fyrr og sofnum fyrr eða verðum lengur í pottinum. Holl: Áin verður veidd í þriggja daga hollum með örfáum undantekningum. Agn: Nú verður í fyrsta skipti síðan elstu menn muna fluga eingöngu leyfð sem agn frá 01.07 – 20.08. Eftir 20.08 er allt löglegt agn leyfilegt. Þetta mun að okkar mati gera það að verkum að veiði helst jafnari fram á haustið. Kvóti: Kvóti verður ríflegur eða fjórir smálaxar á vakt. Laxi 70 cm verður að sleppa í þar til gerðar kistur eða aftur í ána. Svæði: Öll svæði árinnar verða á okkar forræði á tímabilinu 01.07 -03.09. Þetta er breyting frá því sem var þegar veiðifélagið var alltaf með fjórar stangir og tvö svæði. Skiptingar: Við höfum ákveðið að breyta skiptingum til að gera þær sanngjarnari. Skiptingar verða sem hér segir: 9/6/3/8/5/2/7/4/1/9/6/3 – Alltaf er hoppað yfir tvö svæði. Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði
Það hafa verið nokkrar breytingar á veiðireglum í ám frá því í fyrra og þar á meðal var reglum breytt í Blöndu en núna hefur verið gerð breyting í Rangánum líka. Rangárnar eru án efa eitt vinsælasta veiðisvæði landsins og þær breytingar sem hafa verið kynntar falla mönnum vel í geð, þá sér í lagi breytt fyrirkomulag á skiptingum í Eystri Rangá. Veiðitíma hefur líttillega verið breytt og hann styttur í Eystri ánni. Hér fyrir neðan eru þær breytingar sem búið er að gera og eru þær teknar af síðu Lax-Á með góðfúslegu leyfi.Breyting á Veiðireglum í Rangánum.Eins og menn hafa líklegast frétt verður fyrirkomulag veiða nokkuð breytt í Rangánum í sumar og þó meiri breytingar í Eystri ánni. Í Ytri eru breytingarnar léttar og laggóðar – veitt verður núna um hásumarið frá kl 7-13 og 15-21. Hætt verður að veiða til kl 22:00 á okkar tíma. Í Eystri eru breytingarnar öllu meiri og verða þær tíundaðar hér að neðan. Veiðitími: Veitt verður frá 8-13 og 15-20 frá 01.07 -03.09. Eins og menn vita er áin köld og fáir sem hafa viljað rífa sig upp til að byrja kl 7 og því byrjum við klukkutíma seinna. Á kvöldin hættum við fyrr, borðum fyrr og sofnum fyrr eða verðum lengur í pottinum. Holl: Áin verður veidd í þriggja daga hollum með örfáum undantekningum. Agn: Nú verður í fyrsta skipti síðan elstu menn muna fluga eingöngu leyfð sem agn frá 01.07 – 20.08. Eftir 20.08 er allt löglegt agn leyfilegt. Þetta mun að okkar mati gera það að verkum að veiði helst jafnari fram á haustið. Kvóti: Kvóti verður ríflegur eða fjórir smálaxar á vakt. Laxi 70 cm verður að sleppa í þar til gerðar kistur eða aftur í ána. Svæði: Öll svæði árinnar verða á okkar forræði á tímabilinu 01.07 -03.09. Þetta er breyting frá því sem var þegar veiðifélagið var alltaf með fjórar stangir og tvö svæði. Skiptingar: Við höfum ákveðið að breyta skiptingum til að gera þær sanngjarnari. Skiptingar verða sem hér segir: 9/6/3/8/5/2/7/4/1/9/6/3 – Alltaf er hoppað yfir tvö svæði.
Stangveiði Mest lesið Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði Veiðin í Stóru Laxá að fara í gang Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 8. þáttur Veiði Leirvogsá er komin í gang Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Um 40 laxar komnir úr Korpu Veiði