Vika í að stangveiðin hefjist Karl Lúðvíksson skrifar 24. mars 2020 13:07 Sjóbirtingsveiðin byrjar 1. apríl Stangveiðitímabilið hefst eins og venjulega 1. apríl og þrátt fyrir þann faraldur sem gengur á landinu eru veiðimenn brattir og spenntir fyrir opnun. Það er sem betur fer þannig að það er langt á milli manna við veiðar og svo lengi sem ekki eru margir í einu veiðihúsi ætti engan að saka við veiðar. Það er eins og venjulega mikið farið í sjóbirting fyrstu dagana og það er sem dæmi mikið sótt í Varmá, Grenlæk, Tungufljót, Tungulæk og Vatnamót bara svo nokkur svæði séu nefnd. Það er eins nokkuð líklegt að meira framboð verði heldur en venjulega á einhverjum svæðum þar sem erlendir veiðimenn verða víðs fjarri en það gerir það þá að verkum að eftirspurn eftir ákveðnum veiðisvæðum sem hafa verið mjög umsetin af þeim hóp færist til Íslenskra veiðimanna. Spennan eftir opnun stigmagnast síðan þangað til Þingvallavatn opnar en þangað liggur yfirleitt straumur veiðimanna til að reyna við ísaldarurriðana sem þar er að finna. Það er sama staða þar og annars staðar, vinsæl svæði hafa verið mikið pöntuð af erlendum veiðimönnum en nú verða væntanlega lausir dagar víðar og þá er um að gera að vera snöggur að grípa þá ef þeir bjóðast. Stangveiði Mest lesið Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Núna gefa smáflugurnar Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði Komið í veg fyrir kappakstur veiðimanna að Árbæjarhyl Veiði Sjóbirtingsveiðin búin að vera góð fyrir austan Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Stefnir í góðan ágúst í Jöklu Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði
Stangveiðitímabilið hefst eins og venjulega 1. apríl og þrátt fyrir þann faraldur sem gengur á landinu eru veiðimenn brattir og spenntir fyrir opnun. Það er sem betur fer þannig að það er langt á milli manna við veiðar og svo lengi sem ekki eru margir í einu veiðihúsi ætti engan að saka við veiðar. Það er eins og venjulega mikið farið í sjóbirting fyrstu dagana og það er sem dæmi mikið sótt í Varmá, Grenlæk, Tungufljót, Tungulæk og Vatnamót bara svo nokkur svæði séu nefnd. Það er eins nokkuð líklegt að meira framboð verði heldur en venjulega á einhverjum svæðum þar sem erlendir veiðimenn verða víðs fjarri en það gerir það þá að verkum að eftirspurn eftir ákveðnum veiðisvæðum sem hafa verið mjög umsetin af þeim hóp færist til Íslenskra veiðimanna. Spennan eftir opnun stigmagnast síðan þangað til Þingvallavatn opnar en þangað liggur yfirleitt straumur veiðimanna til að reyna við ísaldarurriðana sem þar er að finna. Það er sama staða þar og annars staðar, vinsæl svæði hafa verið mikið pöntuð af erlendum veiðimönnum en nú verða væntanlega lausir dagar víðar og þá er um að gera að vera snöggur að grípa þá ef þeir bjóðast.
Stangveiði Mest lesið Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Núna gefa smáflugurnar Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði Komið í veg fyrir kappakstur veiðimanna að Árbæjarhyl Veiði Sjóbirtingsveiðin búin að vera góð fyrir austan Veiði Laxveiðileyfin hækka fyrir næsta sumar Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Stefnir í góðan ágúst í Jöklu Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði