Nær Dagný Brynjars að brjóta Blikamúrinn í kvöld eins og fyrir fimm árum? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 14:30 Dagný Brynjarsdóttir í leik með Selfossi í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Vísir/Vilhelm Dagný Brynjarsdóttir braut sér leið í gegnum mikinn Blikamúr 1. september 2015 og nú rétt tæpum fimm árum síðar fær hún annað tækifæri til að endurtaka leikinn. Breiðablik tekur á móti Selfossi í Pepsi deild kvenna í kvöld en Blikakonur hafa enn ekki fengið á sig mark í sumar. Blikar settu met í síðasta leik með því að verða fyrsta liðið til að spila fyrstu níu leiki Íslandsmótsins án þess að fá á sig mark. Mótherji Breiðabliks að þessu sinni þekkir það hins vegar að enda langa bið andstæðinga Blika eftir marki. Það var einmitt Selfossliðið sem braut niður Blikamúrinn sumarið 2015. Breiðablikskonur voru þá búnar að spila í 1163 mínútur á Íslandsmótinu án þess að fá á sig mark og Sonný Lára Þráinsdóttir hafði haldið hreinu í tólf leikjum í röð. Leikurinn fór fram 1. september 2015 á Selfossi og Blikar komust í 1-0 í leiknum. Á 63. mínútu tókst Dagnýju Brynjarsdóttur hins vegar að jafna leikinn og vera sú fyrsta í meira en nítján klukkutíma til að skora hjá Blikavörninni. Dagný fylgdi þá eftir þegar Sonný Lára Þráinsdóttir varði skot Evu Lindar Elíasdóttur í markvinkilinn og út. Dagný, Eva Lind og Sonný Lára verða væntanlega allar í eldlínunni í leiknum í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir var aðeins ein af fjórum leikmönnum sem skoruðu hjá Sonný Láru sumarið 2015 en hinar voru Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir í Aftureldingu, Margrét María Hólmarsdóttir í KR og Lillý Rut Hlynsdóttir í Þór/KA. Síðust til að skora hjá þessu Blikaliði var Fylkiskonan Sæunn Rós Ríkharðsdóttir í lokaumferðinni í fyrra. Síðan eru liðnar 829 mínútur. Leikur Breiðabliks og Selfoss hefst klukkan 19.15 á Kópavogsvelli í kvöld en hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.05. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir braut sér leið í gegnum mikinn Blikamúr 1. september 2015 og nú rétt tæpum fimm árum síðar fær hún annað tækifæri til að endurtaka leikinn. Breiðablik tekur á móti Selfossi í Pepsi deild kvenna í kvöld en Blikakonur hafa enn ekki fengið á sig mark í sumar. Blikar settu met í síðasta leik með því að verða fyrsta liðið til að spila fyrstu níu leiki Íslandsmótsins án þess að fá á sig mark. Mótherji Breiðabliks að þessu sinni þekkir það hins vegar að enda langa bið andstæðinga Blika eftir marki. Það var einmitt Selfossliðið sem braut niður Blikamúrinn sumarið 2015. Breiðablikskonur voru þá búnar að spila í 1163 mínútur á Íslandsmótinu án þess að fá á sig mark og Sonný Lára Þráinsdóttir hafði haldið hreinu í tólf leikjum í röð. Leikurinn fór fram 1. september 2015 á Selfossi og Blikar komust í 1-0 í leiknum. Á 63. mínútu tókst Dagnýju Brynjarsdóttur hins vegar að jafna leikinn og vera sú fyrsta í meira en nítján klukkutíma til að skora hjá Blikavörninni. Dagný fylgdi þá eftir þegar Sonný Lára Þráinsdóttir varði skot Evu Lindar Elíasdóttur í markvinkilinn og út. Dagný, Eva Lind og Sonný Lára verða væntanlega allar í eldlínunni í leiknum í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir var aðeins ein af fjórum leikmönnum sem skoruðu hjá Sonný Láru sumarið 2015 en hinar voru Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir í Aftureldingu, Margrét María Hólmarsdóttir í KR og Lillý Rut Hlynsdóttir í Þór/KA. Síðust til að skora hjá þessu Blikaliði var Fylkiskonan Sæunn Rós Ríkharðsdóttir í lokaumferðinni í fyrra. Síðan eru liðnar 829 mínútur. Leikur Breiðabliks og Selfoss hefst klukkan 19.15 á Kópavogsvelli í kvöld en hann verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.05.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira