314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Karl Lúðvíksson skrifar 17. apríl 2020 07:58 Það eru komnir 314 fiskar í veiðibókina í Geirlandsá á þessu vori. Mynd: www.svfr.is Vorveiðin á sjóbirting hefur tekið góðan kipp eftir að aðstæður breyttust til hins betra í ánum en það gerðist þegar ís og krapi fór að hörfa. Skilyrðin hafa verið eins góð og þau gerast undanfarna daga og það sést vel á veiðitölum sem er þegar búið að bóka í veiðibækurnar. Sem dæmi um afbragðs aflabrögð þá er búið að bóka í veiðibókina í Geirlandsá 314 fiska sem er frábær veiði. Hollið sem er við veiðar núna og klárar í dag var komið með 72 fiska í hollinu í gærkvöldi og bæta líklega vel við þá tölu í dag. Það sem síðan vekur mikla athygli er að sjá hvað það er mikið af stórum fiskum að koma á land en þeir eru að nálgast tuginn birtingarnir sem eru 90 sm og stærri í ánni. Framundan eru blautir og hlýjir dagar sem er nákvæmlega það sem maður vill fá við bakkann þegar það er verið að veiða sjóbirting svo þeir sem eiga daga á sjóbirtingssvæðunum undir jökli á næstunni eru líklega í toppmálum. Stangveiði Mest lesið Veiðikeppnin litla Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Spá góðu smálaxaári Veiði Veiðislóð 3 tbl. komið út Veiði Laxá í Dölum enn ein áin til að opna með glæsibrag Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði
Vorveiðin á sjóbirting hefur tekið góðan kipp eftir að aðstæður breyttust til hins betra í ánum en það gerðist þegar ís og krapi fór að hörfa. Skilyrðin hafa verið eins góð og þau gerast undanfarna daga og það sést vel á veiðitölum sem er þegar búið að bóka í veiðibækurnar. Sem dæmi um afbragðs aflabrögð þá er búið að bóka í veiðibókina í Geirlandsá 314 fiska sem er frábær veiði. Hollið sem er við veiðar núna og klárar í dag var komið með 72 fiska í hollinu í gærkvöldi og bæta líklega vel við þá tölu í dag. Það sem síðan vekur mikla athygli er að sjá hvað það er mikið af stórum fiskum að koma á land en þeir eru að nálgast tuginn birtingarnir sem eru 90 sm og stærri í ánni. Framundan eru blautir og hlýjir dagar sem er nákvæmlega það sem maður vill fá við bakkann þegar það er verið að veiða sjóbirting svo þeir sem eiga daga á sjóbirtingssvæðunum undir jökli á næstunni eru líklega í toppmálum.
Stangveiði Mest lesið Veiðikeppnin litla Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Spá góðu smálaxaári Veiði Veiðislóð 3 tbl. komið út Veiði Laxá í Dölum enn ein áin til að opna með glæsibrag Veiði Gleymir stund og stað við árbakkann Veiði Fín sjóbleikjuveiði í Hraunsfirði Veiði 70-90 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Vatnsdalsá með 76 laxa og 83 sm meðallengd Veiði Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði