Villingavatn að vakna til lífsins Karl Lúðvíksson skrifar 22. apríl 2020 08:15 Kristján með flottann urriða úr Villingavatni Mynd: Kristján Páll Rafnsson Urriðaveiðin er að hrökkva í gang á helstu svæðum við Þingvallavatn og nú þegar loksins hlýnar þá má reikna með hækkandi veiðitölum. Villingavatn er einn af þessum spennandi kostum þar sem stóra urriða er að finna en veiðin þar er loksins að taka við sér þrátt fyrir að það sé ennþá ís á hluta af vatninu. Þetta eru tvö svæði sem eru veidd og einn af leigutökunum, Kristján Páll Rafnsson, tók stutt stopp þar í fyrradag og gekk bara vel. "Menn hafa verið að slíta upp væna fiska í Tjörninni síðan að ísa leysti. Og nú hefur talsvert verið af fiski á B svæðinu. Ég skrapp í gær í 2 tíma og landaði tveimur fallegum auk þess að fá nokkrar tökur. Fiskar voru aðeins að sýna sig í yfirborðinu og þar á meðal einn hvalur sem ekki vildi glepjast. Þetta er allt að fara í gang loksins eftir skítt vor" sagði Kristján í samtali við Veiðivísi. Félagið Fish Partner hefur auk Villingavatns svæðin Villingavatnsárós, Kaldárhöfða, Svörtukletta og Kárastaði ennan sinna banda en þetta eru allt svæði sem eru gjöful á urriða í vorveiðinni. Lausa daga má finna á www.fishpartner.is. Stangveiði Mest lesið Kanadíska leiðin möguleg á Íslandi við rjúpnaveiðar? Veiði Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Útskrift hjá leiðsögumönnum í veiði Veiði Verður annað gott sumar í Stóru Laxá? Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Stefnir í spennandi opnun í Langá á Mýrum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Flott vorveiði í Elliðaánum Veiði
Urriðaveiðin er að hrökkva í gang á helstu svæðum við Þingvallavatn og nú þegar loksins hlýnar þá má reikna með hækkandi veiðitölum. Villingavatn er einn af þessum spennandi kostum þar sem stóra urriða er að finna en veiðin þar er loksins að taka við sér þrátt fyrir að það sé ennþá ís á hluta af vatninu. Þetta eru tvö svæði sem eru veidd og einn af leigutökunum, Kristján Páll Rafnsson, tók stutt stopp þar í fyrradag og gekk bara vel. "Menn hafa verið að slíta upp væna fiska í Tjörninni síðan að ísa leysti. Og nú hefur talsvert verið af fiski á B svæðinu. Ég skrapp í gær í 2 tíma og landaði tveimur fallegum auk þess að fá nokkrar tökur. Fiskar voru aðeins að sýna sig í yfirborðinu og þar á meðal einn hvalur sem ekki vildi glepjast. Þetta er allt að fara í gang loksins eftir skítt vor" sagði Kristján í samtali við Veiðivísi. Félagið Fish Partner hefur auk Villingavatns svæðin Villingavatnsárós, Kaldárhöfða, Svörtukletta og Kárastaði ennan sinna banda en þetta eru allt svæði sem eru gjöful á urriða í vorveiðinni. Lausa daga má finna á www.fishpartner.is.
Stangveiði Mest lesið Kanadíska leiðin möguleg á Íslandi við rjúpnaveiðar? Veiði Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Útskrift hjá leiðsögumönnum í veiði Veiði Verður annað gott sumar í Stóru Laxá? Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Stefnir í spennandi opnun í Langá á Mýrum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Flott vorveiði í Elliðaánum Veiði