„Hefði ekki getað látið mig dreyma um þetta fyrir viku síðan“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 10:30 Sophia Popov trúir því varla að hún sé búin að vinna opna breska. Getty/Matthew Lewis Sophia Popov spilaði best allra á AIG Women's Open á Royal Troon í Skotlandi og vann sinn fyrsta sigur á risamóti. Þetta var ekki aðeins hennar fyrsti sigur á risamóti heldur hennar fyrsti sigur á LPA mótaröðinni. Sophia Popov lék holurnar 72 á 277 höggum eða á sjö höggum undir pari. Hún endaði tveimur höggum á undan Thidapa Suwannapura frá Tælandi. Að segja að Sophia Popov hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti á kannski mjög vel við að þessu sinni. From no status on the LPGA TOUR and career earnings of $100,000 to:- Major champion- Full status- $675,000 check- Five-year exemptionA life-changing day for Sophia Popov.pic.twitter.com/zIlibod30S— GOLFTV (@GOLFTV) August 23, 2020 Hin 27 ára gamla Sophia Popov kom inn í mótið í 304. sæti á heimslistanum í golfi og fékk sætið með því að enda með níu efstu á Marathon Classic mótinu. Popov átti ekki að vera með en það voru svo margar sem afboðuðu sig vegna COVID-19 þannig að Popov fékk tækifærið sem hún nýtt. Þegsr keppni hófst á LPGA mótaröðinni eftir kórónuveiruhléið þá var Sophia Popov vissulega á staðnum en aðeins sem kylfusveinn fyrir vinkonu sína Anne van Dam. Hún er ekki með fullan keppnisrétt á LPGA mótaröðinni því hún var einu höggi frá því að tryggja sér hann í úrtökumótinu í fyrra. Wow.World number 304, Sophia Popov has taken a shock victory at Royal Troon What a brilliant, brilliant performance. The win never really looked in doubt. https://t.co/SiK9OJVcMv pic.twitter.com/sNRdV0rP2e— BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2020 „Ég hefði ekki getað látið mig dreyma um þetta fyrir viku síðan. Það er ótrúlegt að golfíþróttin bjóði upp á það að svona geti gerst,“ sagði Sophia Popov eftir sigur sinn um helgina. „Ég held að munurinn á milli kylfinga á milli vikna sé aldrei svona stór en það munaði kannski 15 til 20 höggum í þessari viku. Það er gaman að allir kylfingar eigi í hverri viku möguleika á því að vinna,“ sagði Sophia Popov. „Þetta ver besta vika lífs míns,“ sagði Sophia Popov. Hún hefur verið að glíma við veikindi sem eiga sinn þátt í að hún sé ekki ofar á heimslistanum. Það gerir líka sigur hennar enn merkilegri. Golf Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Sophia Popov spilaði best allra á AIG Women's Open á Royal Troon í Skotlandi og vann sinn fyrsta sigur á risamóti. Þetta var ekki aðeins hennar fyrsti sigur á risamóti heldur hennar fyrsti sigur á LPA mótaröðinni. Sophia Popov lék holurnar 72 á 277 höggum eða á sjö höggum undir pari. Hún endaði tveimur höggum á undan Thidapa Suwannapura frá Tælandi. Að segja að Sophia Popov hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti á kannski mjög vel við að þessu sinni. From no status on the LPGA TOUR and career earnings of $100,000 to:- Major champion- Full status- $675,000 check- Five-year exemptionA life-changing day for Sophia Popov.pic.twitter.com/zIlibod30S— GOLFTV (@GOLFTV) August 23, 2020 Hin 27 ára gamla Sophia Popov kom inn í mótið í 304. sæti á heimslistanum í golfi og fékk sætið með því að enda með níu efstu á Marathon Classic mótinu. Popov átti ekki að vera með en það voru svo margar sem afboðuðu sig vegna COVID-19 þannig að Popov fékk tækifærið sem hún nýtt. Þegsr keppni hófst á LPGA mótaröðinni eftir kórónuveiruhléið þá var Sophia Popov vissulega á staðnum en aðeins sem kylfusveinn fyrir vinkonu sína Anne van Dam. Hún er ekki með fullan keppnisrétt á LPGA mótaröðinni því hún var einu höggi frá því að tryggja sér hann í úrtökumótinu í fyrra. Wow.World number 304, Sophia Popov has taken a shock victory at Royal Troon What a brilliant, brilliant performance. The win never really looked in doubt. https://t.co/SiK9OJVcMv pic.twitter.com/sNRdV0rP2e— BBC Sport (@BBCSport) August 23, 2020 „Ég hefði ekki getað látið mig dreyma um þetta fyrir viku síðan. Það er ótrúlegt að golfíþróttin bjóði upp á það að svona geti gerst,“ sagði Sophia Popov eftir sigur sinn um helgina. „Ég held að munurinn á milli kylfinga á milli vikna sé aldrei svona stór en það munaði kannski 15 til 20 höggum í þessari viku. Það er gaman að allir kylfingar eigi í hverri viku möguleika á því að vinna,“ sagði Sophia Popov. „Þetta ver besta vika lífs míns,“ sagði Sophia Popov. Hún hefur verið að glíma við veikindi sem eiga sinn þátt í að hún sé ekki ofar á heimslistanum. Það gerir líka sigur hennar enn merkilegri.
Golf Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira