Vonast til að leysa málið í sátt og samlyndi við KSÍ: „Valur er í forgangi hjá okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2020 14:00 Hannes Þór Halldórsson hefur verið aðalmarkvörður landsliðsins um langt árabil og ver einnig mark Vals sem er á toppi Pepsi Max-deildarinnar. VÍSIR/VILHELM Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. Þetta segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Vísir leitaði viðbragða hans vegna þeirrar ákvörðunar FIFA að veita knattspyrnufélögum tímabundna heimild til að banna leikmönnum sínum að spila í Þjóðadeildinni í september, kalli landsleikir á fimm daga sóttkví. Þessi heimild á við Val vegna Kaj Leo i Bartalsstovu, sem valinn hefur verið í færeyska landsliðið sem mætir Möltu og svo Andorra á útivelli. Heimildin mun einnig eiga við um Hannes og Birki Má Sævarsson verði þeir valdir í íslenska landsliðið sem tilkynnt verður á föstudag. Verði Hannes og Birkir valdir í hópinn sem mætir Englandi og Belgíu þurfa þeir að óbreyttu að fara í fimm daga sóttkví eftir heimkomu frá Belgíu 9. september. Miðað við núverandi dagskrá Vals myndu þeir missa af bikarleik við HK 10. september og deildarleik við Víking R. þremur dögum síðar, auk þess að mega ekki æfa með Val á meðan þeir eru í sóttkví. Landsliðsmaðurinn Kári Árnason er leikmaður Víkings og gæti einnig misst af leiknum við Val 13. september. Víkingar hafa rétt á að banna honum að fara í landsleikina verði hann valinn. Börkur bindur vonir við að hægt verði í samvinnu við KSÍ að greiða úr málinu og að engum verði bannað að spila landsleiki: „Já, ég ætla að trúa því að minnsta kosti þar til að annað kemur í ljós. Menn vilja vinna þetta í sátt og samlyndi því hagur og velferð íslenskra liða hlýtur að vera í forgangi hjá KSÍ. Ég trúi ekki öðru. Við þurfum að sjá hvort það sé hægt að hnika til leikjum eins og þarf, og finna sameiginlega lausn,“ segir Börkur. „Við þurfum auðvitað fyrst að sjá íslenska landsliðshópinn en ég reikna alveg með að við eigum 1-2 leikmenn þar. Við erum vissulega að skoða þetta og búa til sviðsmyndir,“ segir Börkur. En gætu Valsmenn sætt sig við að vera án landsliðsmarkvarðarins í fyrrnefndum leikjum? „Nei, það er alls ekki sú staða sem við viljum að verði uppi. Við erum með okkar markmið sem félag og Valur er í forgangi hjá okkur. Að sjálfsögðu viljum við hafa alla okkar menn í svona mikilvægum leikjum,“ segir Börkur. FH vill að Gunnar geti spilað Að sama skapi á FH rétt á að meina Gunnari Nielsen markverði um að spila með Færeyjum. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að það sé vilji félagsins að leyfa leikmönnum að spila landsleiki fyrir sína þjóð. Málið verði þó skoðað en FH-ingar eiga leik við Stjörnuna í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 10. september, sem Gunnar missir að óbreyttu af. Valur FH Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Leik lokið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Ekki stendur til að banna Hannesi Þór Halldórssyni eða öðrum landsliðsmönnum Vals að spila í Þjóðadeild UEFA í næsta mánuði, ef Valur nær ásættanlegu samkomulagi við KSÍ um frestun leikja. Þetta segir Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals. Vísir leitaði viðbragða hans vegna þeirrar ákvörðunar FIFA að veita knattspyrnufélögum tímabundna heimild til að banna leikmönnum sínum að spila í Þjóðadeildinni í september, kalli landsleikir á fimm daga sóttkví. Þessi heimild á við Val vegna Kaj Leo i Bartalsstovu, sem valinn hefur verið í færeyska landsliðið sem mætir Möltu og svo Andorra á útivelli. Heimildin mun einnig eiga við um Hannes og Birki Má Sævarsson verði þeir valdir í íslenska landsliðið sem tilkynnt verður á föstudag. Verði Hannes og Birkir valdir í hópinn sem mætir Englandi og Belgíu þurfa þeir að óbreyttu að fara í fimm daga sóttkví eftir heimkomu frá Belgíu 9. september. Miðað við núverandi dagskrá Vals myndu þeir missa af bikarleik við HK 10. september og deildarleik við Víking R. þremur dögum síðar, auk þess að mega ekki æfa með Val á meðan þeir eru í sóttkví. Landsliðsmaðurinn Kári Árnason er leikmaður Víkings og gæti einnig misst af leiknum við Val 13. september. Víkingar hafa rétt á að banna honum að fara í landsleikina verði hann valinn. Börkur bindur vonir við að hægt verði í samvinnu við KSÍ að greiða úr málinu og að engum verði bannað að spila landsleiki: „Já, ég ætla að trúa því að minnsta kosti þar til að annað kemur í ljós. Menn vilja vinna þetta í sátt og samlyndi því hagur og velferð íslenskra liða hlýtur að vera í forgangi hjá KSÍ. Ég trúi ekki öðru. Við þurfum að sjá hvort það sé hægt að hnika til leikjum eins og þarf, og finna sameiginlega lausn,“ segir Börkur. „Við þurfum auðvitað fyrst að sjá íslenska landsliðshópinn en ég reikna alveg með að við eigum 1-2 leikmenn þar. Við erum vissulega að skoða þetta og búa til sviðsmyndir,“ segir Börkur. En gætu Valsmenn sætt sig við að vera án landsliðsmarkvarðarins í fyrrnefndum leikjum? „Nei, það er alls ekki sú staða sem við viljum að verði uppi. Við erum með okkar markmið sem félag og Valur er í forgangi hjá okkur. Að sjálfsögðu viljum við hafa alla okkar menn í svona mikilvægum leikjum,“ segir Börkur. FH vill að Gunnar geti spilað Að sama skapi á FH rétt á að meina Gunnari Nielsen markverði um að spila með Færeyjum. Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segir að það sé vilji félagsins að leyfa leikmönnum að spila landsleiki fyrir sína þjóð. Málið verði þó skoðað en FH-ingar eiga leik við Stjörnuna í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins 10. september, sem Gunnar missir að óbreyttu af.
Valur FH Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Leik lokið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Félögin mættu banna Hannesi og Kára að mæta Belgum Það gæti oltið á geðþótta forráðamanna Vals og Víkings R. hvort að Hannes Þór Halldórsson og Kári Árnason spili með íslenska landsliðinu í fótbolta í næsta mánuði. 26. ágúst 2020 09:00
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti