Slóvakarnir undanþegnir skimun í Leifsstöð Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2020 16:30 Leikmenn Dunajská Streda á Keflavíkurflugvelli í gær. mynd/dac1904.sk Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. Þetta staðfesti embætti landlæknis við Vísi í dag. Slóvakarnir komu til landsins í gær og hafa leyfi til að vera hér í svokallaðri vinnusóttkví, sem þýðir að þeir dvelja saman út af fyrir sig á hóteli, geta æft saman og spilað leikinn í Kaplakrika á morgun, áður en þeir fara svo af landi brott. Hér má sjá stutta ferðasögu af heimasíðu Dunajská Streda: Skimað var fyrir veirunni áður en slóvakíska liðið lagði af stað, sem og í síðustu viku, og reyndust öll sýni neikvæð, samkvæmt heimasíðu Dunajská Streda. Slóvakarnir virðast þó hafa reiknað með að þurfa að fara í aðra skimun á Íslandi því á heimasíðu þeirra segir að þeir hafi fengið þær góðu fréttir eftir lendingu í Keflavík að þeir fengju undanþágu frá henni. Smit greindist hjá slóvakísku liði í Færeyjum Fyrir rúmri viku kom annað slóvakískt lið, Slovan Bratislava, til Færeyja vegna Evrópuleiks við KÍ. Við skimun í Færeyjum reyndist einn starfsmanna liðsins vera smitaður. Hópurinn fór því allur í sóttkví og varaliði félagsins var flogið til Færeyja til að spila leikinn, en þar greindist einnig smit. Leikurinn gat því ekki farið fram og UEFA úrskurðaði KÍ 3-0 sigur, og því mætir KÍ liði Young Boys í Sviss í kvöld. Lifum eftir þeim reglum sem gilda hverju sinni Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hafði heyrt af undanþágu Dunajská Streda þegar Vísir hafði samband við hann síðdegis: „Við verðum auðvitað bara að lifa eftir þeim reglum sem eru í gangi hverju sinni, þó að maður geti haft sína persónulega skoðun á þessu. Við mætum keikir í leikinn og ætlum að láta úrslitin ráðast á vellinum, en við getum sagt að það væri helvíti súrt ef að menn hefðu sloppið í gegn og það kæmi eitthvað upp út frá leiknum. En það er ekki okkar að hafa skoðun á því,“ sagði Valdimar. Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) FH Evrópudeild UEFA Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stefnir í sögulegan sigur Færeyinga vegna smits Útlit er fyrir að færeyska meistaraliðinu KÍ verði úrskurðaður 3-0 sigur í einvígi sínu við Slóvakíumeistara Slovan Bratislava í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 19. ágúst 2020 10:00 Evrópuævintýri íslensku liðanna verða öll í beinni á morgun Íslensku liðin FH, Breiðablik og Víkingur verða öll í sviðsljósinu í Evrópukeppninni á morgun og það verður hægt að sjá alla leiki liðanna í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. 26. ágúst 2020 14:30 Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Sjá meira
Leikmenn slóvakíska liðsins Dunajská Streda fengu undanþágu frá skimun fyrir kórónuveirunni við komuna til Íslands vegna leiksins við FH í Evrópudeildinni í fótbolta á morgun. Þetta staðfesti embætti landlæknis við Vísi í dag. Slóvakarnir komu til landsins í gær og hafa leyfi til að vera hér í svokallaðri vinnusóttkví, sem þýðir að þeir dvelja saman út af fyrir sig á hóteli, geta æft saman og spilað leikinn í Kaplakrika á morgun, áður en þeir fara svo af landi brott. Hér má sjá stutta ferðasögu af heimasíðu Dunajská Streda: Skimað var fyrir veirunni áður en slóvakíska liðið lagði af stað, sem og í síðustu viku, og reyndust öll sýni neikvæð, samkvæmt heimasíðu Dunajská Streda. Slóvakarnir virðast þó hafa reiknað með að þurfa að fara í aðra skimun á Íslandi því á heimasíðu þeirra segir að þeir hafi fengið þær góðu fréttir eftir lendingu í Keflavík að þeir fengju undanþágu frá henni. Smit greindist hjá slóvakísku liði í Færeyjum Fyrir rúmri viku kom annað slóvakískt lið, Slovan Bratislava, til Færeyja vegna Evrópuleiks við KÍ. Við skimun í Færeyjum reyndist einn starfsmanna liðsins vera smitaður. Hópurinn fór því allur í sóttkví og varaliði félagsins var flogið til Færeyja til að spila leikinn, en þar greindist einnig smit. Leikurinn gat því ekki farið fram og UEFA úrskurðaði KÍ 3-0 sigur, og því mætir KÍ liði Young Boys í Sviss í kvöld. Lifum eftir þeim reglum sem gilda hverju sinni Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hafði heyrt af undanþágu Dunajská Streda þegar Vísir hafði samband við hann síðdegis: „Við verðum auðvitað bara að lifa eftir þeim reglum sem eru í gangi hverju sinni, þó að maður geti haft sína persónulega skoðun á þessu. Við mætum keikir í leikinn og ætlum að láta úrslitin ráðast á vellinum, en við getum sagt að það væri helvíti súrt ef að menn hefðu sloppið í gegn og það kæmi eitthvað upp út frá leiknum. En það er ekki okkar að hafa skoðun á því,“ sagði Valdimar.
Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) FH Evrópudeild UEFA Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stefnir í sögulegan sigur Færeyinga vegna smits Útlit er fyrir að færeyska meistaraliðinu KÍ verði úrskurðaður 3-0 sigur í einvígi sínu við Slóvakíumeistara Slovan Bratislava í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 19. ágúst 2020 10:00 Evrópuævintýri íslensku liðanna verða öll í beinni á morgun Íslensku liðin FH, Breiðablik og Víkingur verða öll í sviðsljósinu í Evrópukeppninni á morgun og það verður hægt að sjá alla leiki liðanna í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. 26. ágúst 2020 14:30 Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Enski boltinn Mistök ársins í NFL-deildinni: „Þetta verður bara fyndnara og fyndnara“ Sport Fleiri fréttir Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Sjá meira
Stefnir í sögulegan sigur Færeyinga vegna smits Útlit er fyrir að færeyska meistaraliðinu KÍ verði úrskurðaður 3-0 sigur í einvígi sínu við Slóvakíumeistara Slovan Bratislava í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 19. ágúst 2020 10:00
Evrópuævintýri íslensku liðanna verða öll í beinni á morgun Íslensku liðin FH, Breiðablik og Víkingur verða öll í sviðsljósinu í Evrópukeppninni á morgun og það verður hægt að sjá alla leiki liðanna í beinni á sportstöðvum Stöðvar tvö. 26. ágúst 2020 14:30
Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19