Laxinn er mættur í Elliðaárnar Karl Lúðvíksson skrifar 25. maí 2020 16:33 Laxinn er mættur í Elliðaárnar Mynd: KL Ein af þeim ám sem margir veiðimenn fylgjast grant með eru Elliðaárnar en það eru ennþá um fjórar vikur í að þær opni fyrir veiðimönnu. Nú ber svo við að við fengum fréttir af því í dag og Veiðivísir er búinn að staðfesta það sjálfur að laxinn er mættur í þessa perlu Reykjavíkur. Í Sjávarfossi sáust tveir laxar mjög greinilega og okkur rekur ekki í minni hvenær laxinn var kominn svona snemma síðast. Þetta veit vonandi á að göngur verði snemma á ferðinni og stórar en almennt telja fiskifræðingar að framundan sé gott eða mjög gott laxveiðisumar á vesturlandi. Laxar hafa þegar sést í Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit, Þjórsá og Norðurá. Það er því vonandi að stefna í gott veiðisumar í Elliðaánum þetta árið. Stangveiði Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði
Ein af þeim ám sem margir veiðimenn fylgjast grant með eru Elliðaárnar en það eru ennþá um fjórar vikur í að þær opni fyrir veiðimönnu. Nú ber svo við að við fengum fréttir af því í dag og Veiðivísir er búinn að staðfesta það sjálfur að laxinn er mættur í þessa perlu Reykjavíkur. Í Sjávarfossi sáust tveir laxar mjög greinilega og okkur rekur ekki í minni hvenær laxinn var kominn svona snemma síðast. Þetta veit vonandi á að göngur verði snemma á ferðinni og stórar en almennt telja fiskifræðingar að framundan sé gott eða mjög gott laxveiðisumar á vesturlandi. Laxar hafa þegar sést í Laxá í Kjós, Laxá í Leirársveit, Þjórsá og Norðurá. Það er því vonandi að stefna í gott veiðisumar í Elliðaánum þetta árið.
Stangveiði Mest lesið 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði Vegaskytterí stundað þrátt fyrir augljós lögbrot Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Breiðdalsá með augum Nils Jörgensen Veiði Vatnsleysi gerir laxveiðina erfiða Veiði