Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag hópinn fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni.
Vísir var með beina textalýsingu og útsendingu frá blaðamannafundinum sem var í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum. Textalýsinguna og útsendinguna má sjá hér fyrir neðan.
Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 28, 2020
Our squad for the upcoming games against England and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/6PxJfoZUcg
Sex sterka leikmenn vantar í íslenska landsliðið: Aron Einar Gunnarsson, Ragnar Sigurðsson, Rúnar Má Sigurjónsson, Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfa Þór Sigurðsson.
Ísland mætir Englandi á Laugardalsvellinum laugardaginn 5. september. Þremur dögum síðar mætir íslenska liðið svo því belgíska ytra. Leikirnir verða báðir sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þetta eru fyrstu keppnisleikir íslenska landsliðsins síðan í nóvember 2019. Í næsta mánuði mætir Ísland svo Rúmeníu í umspili um sæti á EM 2021.